Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 119

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Blaðsíða 119
119 Vegna hins skamma frests sem löggjafarnefnd kirkjuþings hafði til að bregðast við erindi forsætisnefndar kirkjuþings og til þess að unnt yrði að leggja tillögur fyrir kirkjuþing hefur vinna nefndarinnar einskorðast við að endurskoða og semja reglur er skýri betur hvernig fjárstjórn kirkjunnar skuli háttað en núgildandi starfsreglur kirkjuþings um það mikilsverða málefni eru ekki fullnægjandi. Löggjafarnefndin leggur því til nokkrar breytingar og viðbætur við núgildandi reglur kirkjuþings um kirkjuráð nr. 81772000. II. Helstu atriði frumvarpsins. Með frumvarpinu er leitast við að kveða á um, með skýrari hætti en í núgildandi starfsreglum, að kirkjuráð hafi með höndum yfirumsjón með allri fjárstjórn kirkjunnar og öllum fjármunum sem til hennar renna, öðrum en fjármunum einstakra sókna. Kveðið er á um hlutverk framkvæmdastjóra kirkjuráðs og um skipulag fjárstjórnar kirkjunnar og skilgreind ábyrgð kirkjuráðs og framkvæmdastjóra á því að fjárstjórn kirkjunnar sé jafnan í réttu og góðu horfi. Um þessi atriði er að nokkru leitað fyrirmynda til hlutafélagalaga. Þá eru nú tekin af tvímæli um að kirkjuráð hafi umsjón með fasteignum þjóðkirkjunnar. Skýrt er kveðið á um að ef frávik verði frá fjárhagsáætlunum sem kirkjuþing hefur samþykkt skuli kirkjuráð gera kirkjuþingi sérstaka grein fyrir því samhliða framlagningu fjárhagsáætlunar næsta árs. Er talið að með þeim hætti verði fulltrúar á kirkjuþingi betur upplýstir um fjárstjórn kirkjunnar og fjárhag hennar. Rétt þótti einnig að tilgreina að kirkjuráð skuli hafa sérstaka skrifstofu og að ráðið annist skrifstofuhald fyrir kirkjuþing og hýsi aðrar stofnanir kirkjunnar eftir því sem kirkjuþing ákveður hverju sinni. Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins. Um 1. gr. Hér er kveðið á um að kirkjuráð skuli hafa sérstak skrifstofu og sinna jafnframt skrifstofuhaldi fyrir kirkjuþing milli þinga. Í raun er hér um staðfestingu á framkvæmd að ræða, sem þegar er orðin en kirkjuráð hefur aðsetur í Kirkjuhúsinu að Laugavegi 31, ásamt öðrum stofnunum kirkjunnar. Um 2. gr. Talið er rétt að kveðið sé skýrt á um grundvallarhlutverk framkvæmdastjóra kirkjuráðs og er fyrirmynd sótt til hlutafélagalaga. Framkvæmdastjóri hefur samkvæmt greininni sambærilegt hlutverk og framkvæmdastjóri hlutafélags og lýtur boðvaldi kirkjuráðs. Til að taka af tvímæli er hér átt við fjárstjórn kirkjunnar en ekki þau verkefni sem falin eru biskupi skv. lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 eða öðrum starfreglum. Um 3. gr. Mikilvægt er að kirkjuþingsfulltrúar hafi góða yfirsýn yfir fjármál kirkjunnar og geti séð hvernig fjárhagsáætlanir hafa í reynd gengið eftir. Ætlast er til að kirkjuráð sýni með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.