Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 20

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 20
20 21 hafa verið málþing og verða á næstunni þar sem fjallað er um mál á guðfræðilegum forsendum, sem brenna á samtímanum, s.s. flóttamannavandann og umhverfisverndarmál. Ég tel að rödd kirkjunnar og guðfræðinnar þurfi að heyrast þegar fjallað er um mál sem brenna á samtímanum. En hver er rödd kirkjunnar? Samkvæmt kirkjuskipan okkar lútersku kirkju er röddin margróma. Í kirkju okkar er ekki einn talsmaður heldur margir. Í okkar kirkju eru leiðtogar í hverjum söfnuði, hverri sókn. Leiðtogi okkar allra er þó hinn sami, Jesús Kristur. Hann er sá sem leiðir okkur um lífsins veg og færir okkur svör við öllum spurningum. Þjóðkirkjan stendur á krossgötum. Nú sem fyrr er það Jesús sem vill leiða okkur veginn áfram og það er okkar að finna þann veg og velja sem Drottinn ætlar okkur að feta. Við búum ekki lengur við óbrúaðar brýr eða aðra farartálma. Við búum ekki við stopulan fréttaflutning heldur sendingar sem berast heimsálfa á milli á örskotsstundu. Heimurinn er að breytast og við þurfum aldrei sem fyrr að vita á hvaða grunni við stöndum. Það hefur reynst þessari þjóð blessun að byggja á þeim gildum er Kristur birti og boðaði. Við skulum ekki fyrirverða okkur fyrir fagnaðarerindið og ekki heldur leggja niður fræðslu um það. Kirkjan á í ímyndarvanda. Við þurfum að vinna að því að ráða bót á honum. Það er lykilatriði að við höfum þau 73% þjóðarinnar sem eru í þjóðkirkjunni með okkur í liði. Það hefur verið eftir því tekið í umræðu um flóttamannavandann sem við blasir í Evrópu að prestsdóttirin Angela Merkel hefur ekki falið trú sína þegar hún er spurð um þennan mikla vanda sem við blasir. Hún er óhrædd við að nota orðin, samviska mín segir mér, trú mín segir mér, Guð minn segir mér þegar hún svarar. Við verðum að þekkja okkar eigin trú, sem hefur mótað menningu okkar og samfélag nánast frá upphafi Íslands byggðar þegar við fjöllum um aðstæður fólks sem eru annarrar trúar og til að skilja þau mál sem efst eru á baugi, s.s. flóttamannavandann. Kirkjan hefur þar verk að vinna því trúarleg þekking fólks er á undanhaldi. Hlutverk kirkjunnar er að miðla kærleiksboðskap Jesú Krists í orði og í verki. Vígðir þjónar kirkjunnar, prestar og djáknar eru sérstaklega fráteknir til þess en í raun er það alls kristins fólks að gera það. Flestir prestar landsins þjóna söfnuðum sem til sókna teljast. Nokkrir eru í sérþjónustu þar sem söfnuðurinn er dreifður víða. Þjóðkirkjan hefur þéttriðið þjónustunet um land allt um leið og hún veitir fólki þjónustu sem býr við sérstakar aðstæður. Prestsþjónusta fer ekki hátt en hún er mikilvæg og nauðsynleg. Prestur innflytjenda t.d. þjónar m.a. fólki sem leitar hér alþjóðlegrar verndar og gegnir þar mikilvægu hlutverki. Aðskilnaður ríkis og kirkju hefur verið ræddur víða í samfélaginu, m.a. á landsfundum stjórnmálaflokkanna. Við, mörg hver höfum haldið því fram að sá aðskilnaður hafi farið fram árið 1997 þegar Þjóðkirkjan fór ein að ráða sínum innri málum. Við hvað er átt þegar spurt er um aðskilnað ríkis og kirkju? Að mínu viti þarf að svara þeirri spurningu áður en spurningunni um aðskilnaðinn er svarað. Það gætir mikils misskilnings oft á tíðum þegar tengsl ríkis og kirkju eru rædd og þegar samskipti ríkis og kirkju eru rædd. Eitt af því er þegar fullyrt er að Þjóðkirkjan njóti framlags frá ríkinu. Fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju byggjast ekki á beinum fjárframlögum ríkisins heldur samkomulagi tveggja rétthárra aðila annars vegar og sóknargjöldum hins vegar. Eins og kunnugt er hefur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.