Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Side 33
33
Húsnæðismál Biskupsstofu voru áfram til umfjöllunar á starfsárinu og ýmsir möguleikar
kannaðir en ekkert hefur enn verið ákveðið um framtíðarskipan þeirra mála.
Jörðin Valþjófsstaður I, Austurlandsprófastsdæmi, lagðist niður sem prestssetur þegar
Valþjófsstaðarprestakall sameinaðist Egilsstaðaprestakalli þann 1.október 2014. Jörðin
var í framhaldi af því leigð út á almennum markaði og hlunnindatekjur jarðarinnar af
hreindýraveiði undanskildar. Greiðslumark jarðarinnar 166,9 ærgildi var selt á almennum
markaði. Einnig var greiðslumark fyrrum prestssetursjarðarinnar Kolfreyjustaðar, 12,9
ærgildi, selt.
Kirkjuráð mótaði þá stefnu að almennt skyldi ekki selja spildur úr jörðum kirkju-
málasjóðs, en nokkrar slíkar beiðnir um kaup bárust ráðinu á starfsárinu.
Unnin var úttekt á húsnæði Skálholtsskóla á starfsárinu og kom m.a. í ljós að ýmsir
gallar voru á viðbyggingu við skólann sem reist var árið 2003. Mátti rekja gallana m.a. til
lélegs frágangs og skorts á eftirliti. Réttarstaða kirkjunnar í þessu sambandi var könnuð en
niðurstaðan var sú að hugsanlegar bótakröfur væru fyrndar.
Eftirtaldar fasteignir voru, með söluheimild kirkjuþings 2014, seldar á starfsárinu:
Túngata 20, Eyrarbakka söluverð 18.425.000 kr.
Staðarhóll, Hvanneyri söluverð 25 millj. kr.
Barmahlíð 7, Sauðárkróki, söluverð 28,5 millj. kr.
Glaumbær í Skagafirði eldra íbúðarhús, söluverð 7 millj. kr.
Austurvegur 9, Hrísey, söluverð 8 millj. kr.
Hátún 13, Eskifirði, söluverð 13 millj. kr.
Upplýsingatæknisvið
Eftirfarandi eru stærstu UT-verkefnin sem unnin hafa verið á kirkjuþingsárinu:
• Lokið var við úreldingu netþjóna og flutning þjónustunnar á sýndarþjóna.
• Póstþjónusta við presta flutt í skýjalausn hjá Microsoft.
• Nýtt IP-símkerfi innleitt í Grensáskirkju.
• Endurnýjun þráðlausra senda og nets á Laugavegi 31 og í Grensáskirkju.
• Skráningarform fyrir skírnir innleitt á þjónustuvefnum. Upplýsingar um nafngjöf
rata því sjálfkrafa til Þjóðskrár Íslands.
Stofnanir o.fl. verkefni
Skálholt
Um Skálholt og Skálholtsskóla gilda lög nr. 32/1963 um heimild handa ríkisstjórninni til
þess að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað og lög um Skálholtsskóla nr. 22/1993.
Biskup Íslands og kirkjuráð hafa forræði um framkvæmdir í Skálholti og starfrækslu
Skálholtsstaðar. Skálholtsskóli og Skálholtsstaður hafa verið rekin sem ein rekstrareining
síðastliðin ár. Samkvæmt samþykkt kirkjuráðs frá 2012 og starfsreglum um vígslubiskupa
ábyrgist vígslubiskup í umboði kirkjuráðs rekstur og starfsemi í Skálholti á grundvelli
samþykktrar fjárhagsáætlunar og hefur almennt fyrirsvar vegna Skálholts. Jafnframt er
stjórnun Skálholtsskóla í höndum vígslubiskups Skálholtsumdæmis fyrir hönd kirkjuráðs.