Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 65

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 65
65 Erindisbréf fyrir stjórn Skálholtsstaðar Biskup Íslands og kirkjuráð hafa forræði um framkvæmdir og starfsrækslu á Skálholtsstað samkvæmt lögum. (Lög um heimild handa ríkisstjórninni til þess að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað, nr. 32/1963). Ennfremur ber kirkjuráð stjórnunarlega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri skólans fyrir hönd þjóðkirkjunnar. Gerður skal samningur um þátttöku ríkissjóðs í rekstri hans. Kirkjuráð skipar skólaráð Skálholtsskóla, (sbr. lög um Skálholtsskóla nr. 22/1993) og setur samþykktir um starfsemi hans. Kirkjuþing 2014 samþykkti þingsályktun um stjórn Skálholtsstaðar sem skal annast í umboði biskups og kirkjuráðs, ásamt vígslubiskupi uppbyggingu og rekstur staðarins í samræmi við ofangreind lög um afhendingu Skálholts frá 1963, starfsreglur kirkjuþings og samþykktir kirkjuráðs. 1.gr. Samkvæmt samþykkt Kirkjuþings 2014 skipar kirkjuráð þriggja manna rekstrarstjórn Skálholtsstaðar til fjögurra ára í senn og þrjá til vara. Endurskoða skal samsetningu stjórnar að ári liðnu. 2. gr. Stjórn Skálholtsstaðar annast daglega stjórn og rekstur Skálholtsstaðar í umboði Kirkjuráðs og í samstarfi við vígslubiskup Skálholtsumdæmis, skrifstofustjóra Skálholtsstaðar, skólaráð Skálholtsskóla, sóknarprest Skálholtsprestakalls og sóknarnefnd Skálholtssóknar. Almennt fyrirsvar Skálholtstaðar sé áfram í höndum vígslubiskups eins og samþykktir Kirkjuráðs frá febrúar 2012, mæla fyrir um. 3. gr. Vígslubiskup og skrifstofustjóri sitja fundi stjórnarinnar. Skrifstofustjóri ritar fundargerð og heldur utan um ákvarðanir stjórnar. 4. gr. Stjórn Skálholtsstaðar skal leggja fram markviss áform um að auka tekjur staðarins og ná jafnvægi í fjármálum 2017. Stjórnin gerir árlega starfs - og rekstraráætlun og leggur fyrir kirkjuráð til samþykktar fyrir lok septembermánaðar. Starfs- og rekstrarár er almanaksárið. 5. gr. Reikningshald skal vera á Biskupsstofu. 6. gr. Stjórn Skálholtsstaðar fundar svo oft sem þurfa þykir en eigi sjaldnar en mánaðarlega. Fundargerðir skulu sendar kirkjuráði reglulega. 7. gr. Stjórnin geri tillögur um nýtingu Skálholtsjarðarinnar í tengslum við gerð nýsdeiliskipulags fyrir Skálholt í samvinnu við leigutaka jarðarinnar og leggi fyrir kirkjuráð. 8. gr. Stjórnin gangi frá samkomulagi um rekstur Skálholtsdómkirkju milli Skálholtssóknar og Skálholtsstaðar og um afnot annarra af kirkjunni eins og t.d. til helgiathafna, tónleika eða tónlistarupptöku. 2 9. gr. Stjórn Skálholtsstaðar eigi samstarf við stjórn Skálholtsfélags hins nýja um stefnumál félagsins. 10. gr. Erindisbréf þetta skal endurskoðað í ársbyrjun 2016.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.