Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 48

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 48
48 49 • Útbúið verði efni sérstaklega ætlað til dreifingar á samfélagsmiðlum fyrir virka meðlimi þjóðkirkjunnar. • Æskulýðsstarf verði styrkt svo það geti skapað umgjörð fyrir sína félaga til virkrar þátttöku í umræðunni og á samfélagsmiðlum. • Skipulag Þegar kom að umfjöllun um skipulag var sjónum einkum beint að þeim þáttum sem vikið er að hér að ofan. Full samstaða var í hópnum um nauðsyn þess að forgangsraða í þágu fræðslu og fjölmiðlunar til að ná eyrum almennings. Það er grunnurinn að því að verkefni sem þetta gangi upp og skili árangri. Samhljómur var að nýta sem allra best það sem nú þegar er fyrir hendi innan kirkjunnar. Þar er helst litið til félagatalsins og notkunarmöguleika þess innan sóknanna. • Mikilvægt er að kirkjuráð og kirkjuþing samþykki að ráðast í slíkt verkefni þar sem litið yrði til nokkurra ára í senn og því útbúin áætlun sem lítur til næstu 5 ára. Slík áætlun verði unnin af fagfólki í samstarfi við kirkjuráð. • Gerð verði könnun í upphafi sem sýnir stöðu og ímynd kirkjunnar hjá þjóðinni. Könnunin verði nýtt til viðmiðunar árlega eða á tveggja ára fresti í framhaldi af því. • Fjármunum verði forgangsraðað í þágu fræðslu og fjölmiðlunar til að ná eyrum almennings. Fjármagnið fari í verkefnaráðningar á fagfólki, framleiðslu á efni, stærri viðburði og annað sem fram hefur komið í skýrslu þessari. • Útbúin verði aðgerðaráætlun fyrir hvert ár fyrir sig. Slík áætlun yrði unnin af fagfólki í samstarfi við kirkjuráð og sérstaklega litið til þeirra þátta sem hér hafa verið nefndir. • Fagfólk sem sérhæfir sig í upplýsingamálum og markmiðasetningum verði fengið til að koma að fræðslu og fjölmiðlun. • Kveðið verði á um stöðu og hlutverk presta og sóknarnefnda gagnvart sóknum og sóknarmeðlimum sínum í verkefni sem þessu. • Fagfólk, ásamt starfsfólki Biskupsstofu, fari í gagnaöflun og myndi halda utan um og sinna fræðslu og kynningu á notkunarmöguleikum félagatals kirkjunnar. • Kveðið verði á um stöðu og hlutverk æskulýðsstarfs og æskulýðsfulltrúa í verkefni sem þessu. Kostnaðargreining Gera þarf áætlun til 5 ára um eflingu fræðslu-, kynningar- og fjölmiðlastarfs þjóðkirkjunnar og verja til þess að minnsta kosti 30 milljónum króna árlega til viðbótar þeim fjármunum sem varið er í þessa þætti á fjarhagsáætlun fyrir árið 2015. Hér væri um að ræða nýtt verkefnafé, fjárfestingu sem ætlað er að ná mælanlegum árangri með skilgreindum viðfangsefnum, en ekki stofnun nýrra embætta.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.