Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 59

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2015, Page 59
59 1. mál Fskj. D Skýrsla stjórnar Skálholts 2015 Stjórn Skálholts skipuð. Kirkjuþing 2014 samþykkti að skipa að nýju stjórn Skálholts: Kirkjuþing 2014 samþykkir að kirkjuráð skipi þriggja manna stjórn Skálholtsstaðar og jafn marga varamenn, er annist ásamt vígslubiskupi uppbyggingu og rekstur staðarins í umboði biskups Íslands og kirkjuráðs í samræmi við lög um afhendingu Skálholts frá 1963, starfsreglur kirkjuþings og samþykktir kirkjuráðs. Stjórnin sé skipuð samkvæmt tilnefningum biskups Íslands, kirkjuþings og vígslubiskups Skálholtsstiftis. Á fundi kirkjuráðs 2. febrúar 2015 var stjórnin skipuð. Hún er þannig skipuð: Aðalmenn Drífa Hjartardóttir, bóndi og kirkjuþingsmaður, formaður Kristófer Tómasson, sveitastjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps Sr. Þorvaldur Karl Helgason, fv. biskupsritari Varamenn Jónína Bjartmarz, lögfræðingur og kirkjuþingsfulltrúi Þórarinn Þorfinnsson, bóndi, Spóastöðum Sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari. Stjórn Skálholts kom fyrst saman á Biskupsstofu 12. febrúar s.l. þar sem framkvæmdastjóri kirkju- ráðs gerði grein fyrir samþykkt kirkjuþings og afhenti nýju stjórninni erindisbréf. Biskup Íslands sat og þennan fund að hluta. Stjórnin hóf þegar störf og hefur starfað ötullega frá því hún var skipuð og haldið alls tíu fundi á árinu. Verkefnið er umfangsmikið og er stjórninni það ljóst, um leið og hún gerir sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem á henni hvílir. Skal nú farið yfir einstaka mál sem stjórnin hefur rætt á fundum sínum. Skálholtskirkja. 1. Fasteignasvið hefur látið fyrirtækið Verkís gera úttekt á ástandi Skálholtskirkju. Niðurstaða liggur ekki fyrir en ljóst er að verkefnin eru mörg. Stjórnin þarf í samvinnu við fasteignasvið að taka ákvörðun um forgangsröðun verkefna þegar Verkís skilar sinni skýrslu. 2. Í 9. grein Erindisbréfs segir svo: Stjórn Skálholts eigi samstarf við stjórn Skálholtsfélags hins nýja um stefnumál félagsins. Stjórn Skálholtsfélags hins nýja hefur gert uppkast að skipulagsskrá fyrir sjóð til að standa að viðgerð glugga Skálholtskirkju. Guðmundur Þór Guðmundsson, lögfræðingur á Biskupsstofu er að fara yfir textann. Í framhaldi af því verður sjóðurinn staðfestur og með bréfi ríkisskattstjóra heimilað að framlög til sjóðsins séu frádráttarbær til skatts. Þetta er forsenda þess að fyrirtæki og einstaklingar muni leggja fram stuðning við verkefnið. 3. Í samræmi við athugasemdir Ríkisendurskoðunar og 8. grein erindisbréfs stjórnarinnar (8.gr. Stjórnin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.