Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Síða 14
Helgarblað 13.–16. maí 201614 Fréttir Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090 Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353 Rakel Salóme Eydal Skjalagerð Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali, skjalagerð Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár Fjármögnun á kjarna kaupfélagsins ólokið Framkvæmdum við nýjan verslunarkjarna Kaupfélags Suðurnesja seinkar fram á haust V ið gerðum okkur vonir um að framkvæmdir gætu hafist á fyrri hluta ársins en nú stefnir í að það verði ekki fyrr en í september. Miðað við okkar áform er verkefn­ inu því að seinka um einhverja sex til átta mánuði,“ segir Skúli Þ. Skúla­ son, stjórnarformaður Kaupfélags Suðurnesja, aðspurður hvernig fjármögnun verslunarkjarnans Rósaselstorgs, sem félagið vill byggja skammt frá Flugstöð Leifs Eiríks­ sonar, miði. „Það eru engir aðrir fjárfestar komnir að verkefninu en það eru viðræður í gangi. Þetta fer eftir því hvort við gerum þetta einir eða fáum aðra kjölfestuaðila til að leggja fjár­ muni inn í þetta,“ segir Skúli. Skipulagið tefur Áform Kaupfélags Suðurnesja um að byggja Rósaselstorg, á um 20 þúsund fermetra lóð við síðasta hringtorgið áður en komið er að flugstöðinni, voru kynnt í byrjun þessa árs. Stóð þá til að framkvæmdir hæfust á vor­ mánuðum og þeim lyki á árinu 2017. Kaupfélagið vill reka Nettó­mat­ vöruverslun í kjarnanum og hefur leitað samstarfsaðila sem gætu séð um rekstur veitinga­ og kaffihúss og bensínstöðvar. Skúli sagði í samtali við DV í byrjun janúar að heildar­ kostnaður verkefnisins yrði á bilinu 600 til 1.000 milljónir króna. Viðræð­ ur kaupfélagsins við olíufélög, banka og fyrirtæki í veitingarekstri voru þá hafnar. „Skipulagsmálin eru aðeins taf­ samari en maður gerði sér von um í upphafi. Keflavíkurflugvöllur fór í breytingar á aðalskipulagi flug­ vallarins. Það tók sinn tíma með athugasemdum og öðru og þá þurfti að ganga frá skilmálum sem sveitar­ félagið og svæðið sameinast um. Síðan er sveitarfélagið Garður að undirbúa nýtt aðalskipulag og svo er deiliskipulagshlutinn,“ segir Skúli og heldur áfram: „Að öðru leyti er þetta allt á áætlun. Það er tvennt sem kemur til greina; að kaupfélagið byggi helming verslunarkjarnans eða allt saman. Við höfum fundað með öllum bönk­ unum og erum að vinna með sam­ starfsaðilum sem koma inn í þetta með okkur og viljum klára það áður en við lokum fjármögnuninni.“ Fá að hanna Skúli segir framkvæmdir við versl­ unarkjarnann koma til með að taka um tólf til sextán mánuði eftir að þær komist á fullt skrið. Hann útilokar ekki að kaupfélagið sjái á endanum alfarið um fjármögnun verkefnisins. Í janúar fullyrti hann að kaupfélagið myndi ekki fjármagna verkefnið eitt og sér enda væri það tiltölulega nýkomið úr fjárhagslegri endur­ skipulagningu. Á árunum 2012 til 2014 tókust samningar við lánar­ drottna kaupfélagsins sem fólu í sér verulega lækkun skulda og greiðslu­ byrði lána. Endanlegur kostnaður við byggingu Rósaselstorg liggur ekki fyrir þar sem kjölfestuleigutökum verður boðið að hafa áhrif á hönnun mannvirkja á reitnum. „En það er ekki markmiðið að kaupfélagið standi eitt að þessu heldur að koma verkefninu í gang því þetta er gott verkefni. Við skil­ greinum okkur sem hreyfiafl fram­ fara og þetta er partur af því.“ n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Það eru engir aðrir fjárfestar komnir að verkefninu en það eru viðræður í gangi. Rósaselstorg Kaupfélag Suðurnesja vill reisa þrjár byggingar á 20 þúsund fermetra lóð skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stjórnarformaðurinn Skúli Þ. Skúlason segir nú að svo geti farið að Kaupfélag Suðurnesja standi undir öllum kostnaði við byggingu verslunarkjarnans. Bensínstöð Veitingar/verslun Allt til ræktunar og fullt af fíneríi fyrir heimilið og bústaðinn HÖFÐABAKKA 3 / 110 REYKJAVÍK / SÍMI 587 2222 / litlagardbudin.is / Við erum á Facebook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.