Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2016, Síða 26
Helgarblað 13.–16. maí 201626 Fréttir ljúffengur morgunmatur alla daga Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk. Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is Opið virka daga frá 07:30–18:00 og um helgar frá 09:30–18:00 gamla höfnin Erum að kaffæra plánetuna í plasti n Ruslabíll af plasti í höfin á hverri einustu mínútu n Plastúrgangur í hafi jafnþungur og fiskarnir árið 2050 P lastúrgangur í hafi er ein stærsta ógn sem steðjar að vistkerfi jarðar. Nýleg rannsókn Ellen MacArthur Foundation áætlar að það magn af plastúrgangi sem losað er í hafið jafngildi því að sturtað væri úr einum smekkfullum ruslatrukki í haf- ið á hverri einustu mínútu hvern ein- asta dag. Sérfræðingar segja að plast- notkun jarðarbúa, og ófullnægjandi leiðir okkar til að losa okkur við það, sé orðið gríðarlegt vandamál. Áætlað er að átta milljón tonn af plasti endi í heimshöfunum á ári. Vandamálið er víðast hvar afar slæmt en ýmis lönd Asíu hafa verið nefnd sérstaklega sem stórnotendur og framleiðendur á plasti sem skilar sér í hafið. Rannsóknir McKinsey Center for Business and Environment og Ocean Conservancy sýna að meiri hluti þess plastúrgangs sem endar í hafi berst þangað frá löndum þar sem efna- hagslegur uppgangur hefur verið á undanförnum árum. Þjóðum á borð við Kína, Indónesíu, Filippseyjum, Taílandi og Víetnam. Fljótandi plastflöskur og ílát af öllu tagi, pokar, skór, rör, lok, bollar, kveikjarar og hvaðeina eru að stífla og stútfylla vatnsból, vötn og höf okkar. Sjávardýr gleypa þetta plast í hvaða formi sem það er og dreg- ur það þau til dauða á oft og tíðum hægan og kvalafullan máta. Umhverfisverndarsinnar hafa bent á að alþjóðasamfélagið virð- ist gjörsamlega sofandi fyrir þessari umhverfisvá. Í áðurnefndri rannsókn Ellen MacArthur Foundation var því spáð að án verulegrar íhlutunar og breytinga á neyslumynstri okkar og hegðun muni þyngd plastúrgangs í höfunum ná þyngd alls fisks í höfun- um árið 2050. Endurvinnslu stöðvar ná aðeins utan um brotabrot af því magni sem fellur til og segir í niður- stöðum rannsóknarinnar að aðeins smávægilegt brot af plastúrgangi endi í endurvinnslu. Í tilefni af Alþjóðlega vatnsdegin- um þann 22. mars síðastliðinn fóru ljósmyndarar European Pressphoto Agency (EPA) á stúfana í Asíu og tóku myndir af plastúrgangi sem endar í vötnum, höfum og náttúru þeirra landa sem helst eru nefnd sem verstu umhverfissóðarnir í þessum efnum. Hér má sjá brot af því versta sem þeir festu á filmu í heimsálfunni. n Á leið út á haf Aldan gerir sig líklega til að draga þessa plastflösku á haf út á Telak Duyng, eða Apaströndinni, innan Penang-þjóðgarðsins í Malasíu. Mynd EPA Engin sólarströnd Það sést vart í ströndina við þessa litlu höfn á Jakarta í Indónesíu fyrir plastúrgangi og öðru rusli. Mynd EPA Í leit að verðmætum Hópur fólks kembir ruslahaugana í Indónesíu í leit að plastflöskum sem hægt er að innheimta skilagjald fyrir. Mynd EPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.