Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Page 6
Helgarblað 14.–17. október 20166 Fréttir
Sveitarfélög seldu til KEA
og eltu Akureyri í blindni
n Hópur sveitarfélaga á Norðurlandi seldi bréf sín í Tækifæri n Bæjarráðið viðurkennir mistök
Þ
rettán sveitarfélög á Norður
landi tóku fyrr á árinu til
boðum fjárfestingarfélagsins
KEA í hlutabréf þeirra í Tæki
færi hf. sem byggðu á kaup
verði sem Akureyrarbær hafði þá
samþykkt í sinn eignarhlut í lokuðu
söluferli. Sú sala hefur verið harðlega
gagnrýnd og viðurkenndi bæjarráð
Akureyrar í gær, fimmtudag, að það
hefðu verið mistök að fara ekki með
bréfin í opið söluferli.
KEA keypti alls um 17% hlut í
Tækifæri, sem fjárfestir í nýsköpun á
Norðurlandi. Dalvíkurbyggð var eina
sveitarfélagið sem hafnaði tilboði
KEA en kjörnir fulltrúar þar töldu
ekki tímabært að selja. Tækifæri
á eignir upp á rétt rúman milljarð
króna og þar af 41% hlut í Jarðböð
unum við Mývatn sem áttu metár í
fyrra með 238 milljóna króna hagn
að.
Fylgdu nágrönnunum
Stjórnendur KEA sendu sveitar
félögunum fjórtán bréf í byrj
un febrúar og gerðu „sambæri
leg tilboð“ í eignarhluti þeirra í
fjárfestingar félaginu Tækifæri. Áttu
þau alls 5,7% hlut í félaginu en í hlut
hafahópnum voru meðal annars
sveitarfélögin Skagafjörður, Fjalla
byggð, Norðurþing, Langanesbyggð
og Eyjafjarðarsveit. Sveitarstjórn
Skagafjarðar seldi þá 2,07% hlut sinn
á 15,8 milljónir króna og Fjallabyggð
sín 0,29% á 2,2 milljónir króna.
„Norðurþing átti hlut fyrir um
tíu milljónir króna og því tilboði var
tekið. Það var ákveðið að fylgja ná
grönnum okkar í þessu,“ segir Óli
Halldórsson, formaður byggðarráðs
Norðurþings, í samtali við DV um
söluna á 1,2% hlut sveitarfélagsins í
Tækifæri.
Sveitarfélögunum fjórtán var
einnig boðið að nýta sér forkaups
rétt á 15,22% hlut Akureyrarbæjar í
félaginu. KEA hafði þá, eins og kom
ið hefur fram, gert samkomulag
um kaup á hlut bæjarins í Tækifæri
en samkvæmt samþykktum félags
ins gátu aðrir hluthafar gengið inn í
kaupin. Það gerðu þau ekki og féllu
frá forkaupsrétti í öll bréf í Tækifær
is sem yrðu seld á fyrri hluta ársins.
Byggðarráð Dalvíkurbyggðar ákvað
að nýta ekki forkaupsréttinn og hafna
tilboði KEA.
„Við töldum ekki ástæðu til að
losa um okkar hlut á þessum tíma
punkti. Við töldum samkvæmt okkar
upplýsingum að það væri ekki tíma
bært að fara út úr henni,“ segir Gunn
þór Eyfjörð Gunnþórsson, formað
ur byggðar ráðsins, og vill ekki svara
því hvort honum hafi þótt tilboð KEA
vera of lágt.
KEA á 67 prósent
Fjallað var um kauptilboð KEA í
fundargerðum allra sveitarfélaganna
nema Akureyrarbæjar. Sigurður Guð
mundsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi
á Akureyri, gagnrýnir, líkt og komið
hefur fram, sölu á 15,22% hlut bæjar
ins í Facebookfærslu sem hann birti
fyrir viku. Kom þar fram að hluturinn
hefði verið seldur í leyndu söluferli,
salan hefði verið skráð í trúnaðarbók
bæjarráðs, og gagnrýndi Sigurður þá
afgreiðslu harðlega. Benti hann á að
öðrum fjárfestum hefði ekki boðist
að kaupa hlut bæjarins. Fullyrti hann
þar að kaupverðið hefði verið 120
miljónir króna en það var í raun 116
milljónir.
„Þetta gerist þannig, eins og við
skipti eru stunduð, að menn gera til
boð í hluti og við gerðum upphaflega
tilboð í hlut Akureyrarbæjar sem
var tekið. Síðan gerðum við í fram
haldinu mörgum öðrum sveitar
félögum, sem voru hluthafar í Tæki
færi og áttu litla hluti, sambærileg
tilboð sem langflest fyrir utan eitt
tóku. Allt í allt eru þetta tæplega 17%
í heildina því það var annar hluthafi
sem nýtti sér forkaupsrétt en það eru
forkaupsréttarákvæði í félaginu. Við
eigum nú af útgefnu hlutafé í kring
um 67% eignarhlut í Tækifæri hf.,“
segir Halldór.
Aðspurður hvaða tækifæri KEA
sjái í fjárfestingarfélaginu, sem
var rekið með 384 milljóna króna
hagnaði í fyrra, bendir Halldór á
eignarhlut þess í baðstaðnum Jarð
böðin við Mývatn. Tækifæri á einnig
59% hlut í fjölmiðlinum N4 og 35% í
snjallforritaframleiðandanum Appia.
Sveitarfélögin fimmtán áttu alls 21% í
Tækifæri í árslok 2015 samkvæmt ný
birtum ársreikningi félagsins. n
Akureyri Samvinnufélagið KEA er stærsti
hluthafi Tækifæris hf. með 67% hlut. Sala
Akureyrarbæjar á 15,22% í fjárfestingarfé-
laginu hefur verið gagnrýnd.
Framkvæmdastjóri KEA Halldór
Jóhannsson.
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Fiskur er okkar fag
- Staður með alvöru útsýni
Opið allt árið, virka daga,
um helgar og á hátíðisdögum
Kaffi Duus v/ Smábátahöfnina í Keflavík - Aðeins 5 mínútur frá Leifstöð, lítið við í leiðinni • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá kl. 10:30 - 23:00 alla daga
Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð
Pingpong.is - Síðumúli 35 (að neðanverðu) , Reykjavík - S: 568 3920 & 897 1715
Borðtennis
er fyrir alla!
BorðtennisBorð