Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Qupperneq 12
Helgarblað 14.–17. október 201612 Fréttir
Ó
hætt er að segja að mál hins
fimm ára gamla Eyjólfs
Kristins Elvusonar hafi vak
ið mikla athygli. Í byrjun
mánaðarins kvað Héraðs
dómur Reykjavíkur upp þann dóm
að drengurinn skyldi afhentur norsk
um barnaverndaryfirvöldum. Ráð
gert er að honum verði komið í fóstur
til 18 ára aldurs hjá norskri fjöl
skyldu. Móðir drengsins og móður
amma hafa verið í forsvari í fjölmiðl
um vegna málsins. Lítið hefur hins
vegar farið fyrir hlut föðurins, Sigur
jóns Elíasar Atlasonar, og gefið hefur
verið í skyn að hann hafi ekki afskipti
af barninu. Ekkert gæti verið fjarri
sannleikanum. Sigurjón Elías er bú
settur í Danmörku en blaðamaður
DV settist niður með móður hans,
Guðnýju Helgu Þórhallsdóttur, og fór
yfir þeirra hlið. Mæðginin undirbúa
forræðismál gegn norskum yfirvöld
um ef Eyjólfur verður sendur í fóstur
ytra. Baráttunni um framtíð drengs
ins er hvergi nærri lokið.
Afskiptaleysið á Alþingi
„Eyjólfur á föður og föðurfjölskyldu
sem elskar hann og þráir að fá hann
til sín. Það hefur verið ótrúlegt sárt
að fylgjast með umfjölluninni um
meint afskiptaleysi og steininn tók
úr þegar því var haldið fram í ræðu
stól Alþingis,“ segir Guðný Helga
Þórhallsdóttir, föðuramma Eyjólfs.
Hún vísar til ræðu Ragnheiðar Rík
harðsdóttur sem vakti athygli á mál
inu í þinginu en fullyrti að faðirinn
byggi í Danmörku og hefði engin af
skipti af drengnum.
Sigurjón Elías og barnsmóðir
hans voru barnung þegar sonur
þeirra, Eyjólfur, kom í heiminn –
hann átján ára og hún sextán ára.
Samband þeirra var skammvinnt
og móðir Eyjólfs fékk forræðið yfir
drengnum. „Sigurjón hefur alltaf
reynt að hitta Eyjólf eins oft og
mögulegt hefur verið. Þau bjuggu
bæði hérlendis þar til Eyjólfur var
tveggja ára gamall,“ segir Guðný
Helga. Sambandið varð minna
eftir að drengurinn flutti út til
Noregs ásamt móður sinni og fjöl
skyldu hennar. „Þeir hafa aðallega
verið í sambandi í gegnum síma
og Facetime. Hins vegar fór Sigur
jón til Noregs um jólin 2014 að hitta
Eyjólf og síðan aftur um sumarið
2015. Þá dvaldist hann þar í heilan
mánuð og naut gæðastunda með
syni sínum. Það er kært milli þeirra
feðga.“ Guðný Helga dregur upp
símann sinn og sýnir blaðamanni
hjartnæmt myndskeið af því þegar
Sigur jón og Eyjólfur hittast í Noregi.
Þar hleypur drengurinn í faðm
föður síns og gleði hans er nánast
áþreifanleg.
Vildi vera nær syni sínum
Undanfarin þrjú ár hefur Eyjólfur
verið að mestu í umsjón móð
urömmu sinnar, Helenu Brynj
ólfsdóttur. Móðir hans leiddist út
í óreglu í Noregi og fljótlega fór
norska barnaverndin að hafa af
skipti af henni. „Það hefur alltaf
reglulega komið til tals undanfarin
ár að Sigurjón fengi sameiginlegt
forræði yfir Eyjólfi. Það gekk svo
langt að síðustu jól var sent bréf til
Noregs með undirskrift Sigurjóns
og stimpli sýslumanns um sam
eiginlegt forræði. Móðirin átti bara
eftir að skrifa undir en því miður
gekk það aldrei í gegn.“ Guðný
Helga harmar það mjög því sam
eiginlegt forræði foreldranna hefði
þýtt að Sigurjón Elías hefði fengið
forræði yfir syni sínum þegar móðir
drengsins var svipt því.
Sigurjón Elías kynntist íslenskri
stúlku fyrir rúmi ári. Sú hafði alist
upp í Danmörku og átti þar fjöl
skyldu. Unga parið ákvað að flytja út
til Danmerkur, nánar tiltekið Fjóns.
Þar stundar Sigurjón Elías nám af
kappi og hefur komið sér vel fyrir.
„Að vera nær syni sínum í Noregi
lék stórt hlutverk í þeirri ákvörðun.
Kærasta hans styður hann fullkom
lega í því,“ segir Guðný Helga. Kald
hæðni örlaganna olli því að Sigur
jón Elías var varla búinn að koma
sér fyrir í Danmörku þegar að móð
uramma Eyjólfs flúði með drenginn
til Íslands undan norsku barna
verndinni. „Við fórum öll saman
til Noregs í maí og dvöldumst þar
í vikutíma. Við fengum að hitta
n Faðir Eyjólfs undirbýr forræðismál
gegn norsku barnaverndinni
n Amman sár út í alþingismenn
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is „Hann ljómaði
allur þegar hann
fékk að sjá bróður sinn
í fyrsta skipti
„EyjÓlFur
á Föður
sEm ElskAr
HAnn“