Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Síða 24
Helgarblað 14.–17. október 20164 Ljós og tenglar - Kynningarblað Réttur ljósabúnaður við réttar aðstæður Lumex, Skipholti 37, 105 Reykjavík V ið erum 30 ára á árinu, fyrir tækið reyndar stofnað haustið 1985, en 1986 var fyrsta heila starfsárið okkar. Frá upphafi höfum við haft að leiðarljósi að velja réttan ljósa­ búnað við réttar aðstæður. Skipt­ ingin í okkar starfsemi er til helminga annars vegar þjónusta við fyrirtæki, t.d. verslanir, hótel og veitingastaði – og svo hins vegar þjónusta við al­ menning og heimili fólks, einbýlis­ hús, íbúðir og annað,“ segir Ingi Már Helgason hjá Lumex. Fyrirtækið sinni meðal annars raflagnahönnun: „Við sérhæfum okkur í lýsingarhönnun og raflagna­ hönnun þar sem við í rauninni hönn­ um allt rafmagn meðal annars fyrir BYGG, ÞG Verktaka og Foss hótel svo dæmi séu tekin. Við erum að teikna lýsingu og raflagnir í samráði við arkitekta og verkkaupa. Við höfum alltaf sérhæft okkur í því að vera mitt á milli verkfræðingsins og arkitekts­ ins og vera með lýsingarhlutann hjá okkur,“ segir Ingi. Lumex gerir því allt þetta í senn: Veitir lýsingarráðgjöf, hannar lýs­ ingu og raflagnir og selur falleg ljós í verslun fyrirtækisins að Skipholti 37. Lumex leggur mikla áherslu á að selja gæðavörur og hafa samstarf við mjög hátt skrifaða framleiðendur. „Við vinnum með gæðavörur frá Ítalíu, Spáni, Þýskalandi og Bret­ landi. Við erum umboðsaðilar fyrir mörg þekkt gæðamerki sem hafa verið lengi í bransanum, t.d. FLOS, MOOOI, Tom Dixon og Weber & Ducré. Ef þú setur upp lýsingu í versl­ un sem á að duga í 10 til 20 ár þá þarf að standa vel að verki og nota vand­ aðar vörur,“ segir Ingi. Það sama gild­ ir um heimili en sama fólkið hefur leitað til Lumex í gegnum áratugina í hvert skipti sem það flytur. Eru mörg dæmi um að fjölskyldur hafi feng­ ið lýsingarráðgjöf og ljós hjá Lumex þegar þær kaupa fyrstu íbúðina sína, þegar fólk stækkar við sig og jafnvel í þriðja sinn þegar það minnkar við sig aftur. „Þessir kúnnar geta oft nýtt vörurnar sem þeir keyptu upphaflega áfram, annað­ hvort með því að taka ljósin með sér og setja upp á nýj­ um stað eða selja þau með íbúðinni þar sem lýsingin passar fullkomlega í rýmið sem hún var sett upphaf­ lega í,“ segir Ingi. Lumex er bæði með teiknistofu og ljósaverslun að Skipholti 37. Ýmiss konar grófa vöru fyrir raf­ lagnir og lýsingu selur Lumex síðan í gegnum fyrir tækið Rafport, að Auð­ brekku 9–11, Kópavogi. n Verslun Lumex að Skipholti 37 er opin virka daga frá kl. 9 til 18 og þar er gaman að koma og skoða falleg og glæsilega hönnuð ljós fyrir heimilið eða vinnustaðinn. Nánari upplýsingar eru líka á heimasíðunni lumex.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.