Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Side 27
Helgarblað 14.–17. október 2016 Kynningarblað - Ljós og tenglar 7 Rökkurrós – Gimsteinn í Grímsbæ Skandinavískar hönnunarvörur L ífsstílsverslunin Rökkur- rós hefur selt hönnunar- og gjafavöru, fatnað og ýmiss konar fylgihluti í hart- nær tvö ár í gegnum vefverslun sína rokkur- ros.is. Nú hefur versl- unin verið staðsett í Grímsbæ í eitt ár og er alltaf jafnheillandi að koma þar inn. Rökkur- rós selur ákaflega fal- lega skandinavíska hönnunarvöru, bæði frá þekktum framleiðendum og nýliðum á hönnunarmarkaðnum, sem verslunin flytur að langmestu leyti sjálf inn. „Við erum einnig að selja íslenska hönnun frá Önnu Þór- unni og IF Reykjavík,“ segir Sand- ra Kristína, eigandi verslunarinnar. Rökkurrós býður upp á sambland af vintage, bohemian og modern hönnunarvörum og leggur áherslu á fínar línur og gæði. „Við erum ein- faldlega að bjóða upp á fallegar vör- ur sem viðskiptavinurinn á auðvelt með að blanda saman við sinn eigin persónulega stíl.“ Í Rökkurrós fást virkilega falleg og sérstök ljós frá sænska hönnunar- tvíeykinu Tvåfota Design. Um er að ræða stórskemmtileg demantslaga loftljós sem skorin eru út í MDF- plötuefni og ber nafnið Döden. Hugmyndin að baki hönnunarinn- ar var að skapa þrívídd úr tvívíðu efni. Lögunin kemur svo frá þeirri hugmynd að demantar hafi beina- grind. Tvåfota Design er með aðset- ur í Malmö og var hleypt af stokkun- um af tvíeykinu Idu Sjöberg og Stinu Löfgren haustið 2012. Þær leggja áherslu á að gera hönnun úr van- metnum efnum, auka virði þeirra með nákvæmu framleiðsluferli en á sama tíma halda umhverfisáhrifum eins litlum og mögulegt er. Sjálfar annast þær eins mikið og þær geta af ferlinu, sem þýðir allt frá grafískri hönnun, markaðssetningu, fram- leiðslu, pökkun og hönnun. Einnig eru til sölu ótrúlega heill- andi olíulampar frá lampafyrirtæk- inu Karlskrona í Svíþjóð. Lamparn- ir eru gamaldags í útliti og henta vel fyrir nostalgískar sálir. Rökkurrós er staðsett að Efsta- landi 26, Grímsbæ, við Bústaðaveg, 108 Reykjavík. Hafa má samband í síma 571-4101 eða 699-5622 eða með því að senda póst á netfangið info@rokkurros.is Nánari upplýs- ingar má nálgast á vefsíðu Rökkur- rósar www.rokkurros.is og Face- book-síðu verslunarinnar. n Döden ljós frá Tvåfota Design. MynD SigTryggur Ari Olíulampar frá Karlskrona. MynD SigTryggur Ari Rafsól: sérhæfðir í endurnýjun raflagna H já Rafsól starfa fimm þraut- þjálfaðir rafvirkjar undir handleiðslu löggilts rafverk- taka. Þjónustusvið Rafsólar sinnir öllum verkum hvort sem er stórum eða smáum, allt frá því að skipta út ljósaperum til upp- setningar á flóknum dyrasíma- kerfum. Baldur Hannesson, annar eigenda fyrirtækisins, segir Rafsól bjóða upp á ókeypis skoðun á raf- lögnum og gerir tilboð í úrbætur. „Þessi þjónusta er viðskiptavinum algjörlega að kostnaðarlausu og án skuldbindinga,“ segir Baldur. Áratuga reynsla og vönduð vinnubrögð Starfsmenn Rafsólar hafa ára- tuga reynslu og hafa sérhæft sig í endurnýjun raflagna í gömlum húsum, uppsetningu rafmagn- staflna, lögnum fyrir netkerfi og uppsetningu dyrasímakerfa. Raf- sól leggur mikið upp úr vönduð- um vinnubrögðum og þjónustar stofnanir, fyrirtæki og einstak- linga á margvíslegan hátt. „Við erum með vel yfir 30 ára reynslu. Til að byrja með vorum við alltaf í nýbyggingum en á seinni árum höfum við einbeitt okkur að því að endurnýja raflagnir því nóg er að gera í því,“ segir Baldur. „Það margborgar sig að endurnýja gamlar rafmagnstöflur. Gamlar og illa farnar rafmagnstöflur geta verið hættulegar, ekki síst ef þær eru úr tré eða staðsettar inni í skápum þar sem nóg er um elds- mat. Í slíkum tilfellum er brýnt að láta löggiltan rafverktaka kanna ástand rafmagnstaflna og gera úr- bætur áður en skaðinn er skeður. Í eldri töflum eru bræðivör sem skipta þarf um þegar þau springa en í nýrri töflum eru varrofar sem slá út við bilun eða of mikið álag,“ segir hann í framhaldinu. Lausnir fyrir hvern og einn „Í samvinnu við viðskiptavini okkar finnum við einstakar lausnir sem henta hverjum og einum, því við teljum að vandamálin séu til að leysa þau og leggjum við allt kapp á að uppfylla óskir viðskiptavina okkar fljótt og vel,“ segir Baldur. „Við bjóðum einnig húsfélögum upp á þjónustusamning varðandi eftirlit og umsjón sameigna í fjöl- býlishúsum sem og stofnunum og fyrirtækjum,“ bætir hann við. „Við sinnum jafnframt verkefnum í Reykjavík og nágrenni,“ segir hann í framhaldinu. rótgróið fjölskyldufyrirtæki Rafsól er rótgróið fjölskyldu- fyrirtæki sem hefur verið í eigu bræðranna Baldurs og Ómars alla tíð en þeir hafa báðir starfað í bransanum frá því þeir voru ungir strákar. Fyrir tækið er staðsett í Síðumúla 34 í Reykjavík og síma- númerið er 553-5600. n Hér má sjá dæmigerða töflu sem þarfnast endurnýjunar ný aðaltafla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.