Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Síða 37
Helgarblað 14.–17. október 2016 Menning 29
Þ
að er hægara sagt en gert
að finna tíma fyrir viðtal
við Gulla Briem, tónlistar
mann og einn allra besta
trommuleikara landsins, en
hann er á landinu í nokkra daga til
að spila á eftirtektarverðum tónleik
um með hljómsveit sinni Earth Affair
í Gamla Bíói þann 20. október næst
komandi.
Þegar við hittumst er hann ný
kominn í bæinn eftir veiði í Keldu
hverfinu. „Þetta er það sem ég sakna
mest við Ísland, að komast svona
auðveldlega út í náttúruna með
flugustöngina og kasta á einhvern
fallegan hyl. Fluguveiðin einfaldlega
yfirtekur þig – það er ómögulegt að
vera að veiða og að hugsa um eitt
hvað annað um leið. Maður dettur
bara algjörlega í núið. Þetta er mjög
gott til að hlaða batteríin,“ segir Gulli
sem hefur verið búsettur í Búda
pest undanfarin ár ásamt eiginkonu
sinni.
„Það er ágætt að vera í Ungverja
landi og gera þaðan út,“ segir Gulli
og talar eins og sjómaður enda hefur
hann lifað þess konar lífi, flakkað um
heiminn og trommað frá því snemma
á níunda áratugnum eða allt frá því
að hann sló í gegn með hljómsveit
sinni Mezzoforte og stuðslagaran
um Garden Party. Tæplega 40 árum
frá stofnun er Mezzoforte enn í fullu
fjöri og er restin af bandinu í Þýska
landi að spila á tónleikum. Sveitin
hefur þó þurft að finna staðgengil til
að leysa Gulla af tímabundið á með
an hann sinnir verkefni sem er hon
um sérstaklega hjartfólgið.
Syngur í fyrsta sinn á plötu
Platan Liberté með Gulla Briem
og Earth Affair kom út árið 2014 en
hafði þá verið mörg ár í vinnslu. Þar
er trommuleikarinn á allt öðrum
slóðum en með Mezzoforte, tónlistin
er sveimkennd og kvikmyndaleg,
stór og dýnamísk, heimstónlistar
skotin og „progguð“.
„Í þessari tónlist veiti ég mér frelsi
til að gera það sem mér finnst áhuga
vert og krefjandi, án þess að þurfa að
spyrja neinn eða spá. Og ég hef leyft
mér að taka sénsa, gera hluti sem eru
svolítið öfgakenndir og algjörlega
á skjön við það sem fólk þekkir mig
fyrir. Mig langaði að gera tónlist sem
myndi ögra mér og inspírera sjálf
an mig á einhvern hátt. Ég ákvað að
fara eins og langt út fyrir þægindara
mmann og ég mögulega gat og sjá
hvað ég gæti spennt bogann hátt.“
Hvernig myndir þú segja að þú
hafir farið út fyrir þægindarammann
á plötunni?
„Ég syng til dæmis í fjórum lögum
á plötunni – og fyrir mig var það langt
út fyrir þægindarammann. Það kom
nú eiginlega bara til vegna þess að
eitt af fyrstu lögunum sem ég samdi
fyrir þessa plötu var lagið Til moldar,
það var fyrir einhverjum tíu árum. Ég
bjó úti en kom heim um jólin, en var
einn með sjálfum mér á jóladagsnótt
og leiddist alveg skelfilega mikið.
Þótt ég sé ekki mikill drykkjumaður
stútaði ég tveimur rauðvínsflöskum
og komst í einhvern ham. Klukkan
fimm um morguninn var ég búinn að
leggja grunninn að fyrsta laginu og lá
bara á stofugólfinu með míkrófón
inn – dálítið vel hífaður – og gaulaði
einhverja laglínu. Ég spáði ekkert
mikið meira í það en þegar ég spilaði
upptökuna fyrir vini og vandamenn
í gamni var ég alltaf spurður hver
söngvarinn væri. Og fólk trúði mér
varla þegar ég sagði að þetta væri ég.
En ég fékk mikla hvatningu frá fólki
til að taka sénsinn með þetta.“
Í gegnum árin hafa fleiri lög svo
safnast í sarpinn og að lokum varð
ljóst að það þyrfti að stofna hljóm
sveit utan um verkefnið. Gulli fékk
þá Arnar Guðjónsson (úr Leaves)
gítarleikara, Magnús Johannesen
hljómborðsleikara og Jökul Jörgen
sen bassaleikara og ljóðskáld í lið
með sér. Jökull semur einnig textana
á plötunni og segir Gulli hann vera
sín helsta stoð og stytta í verkefninu.
„Að mínu mati er Jökull eitthvert
almesta skáld sem Íslendingar eiga.
Hann yrkir djúpt og krassandi bæði
á ensku og íslensku. Það er þung
ur undirtónn í textunum á plötunni,
sorg og uppgjör, uppgjöf og eftirsjá.“
Ógleymanleg stund í
Suður-Afríku
Platan var að mestu leyti tekin upp
í stúdíósvítu úti á Granda, en einnig
víðar um heim, til að mynda í Suður
Afríku.
„Þegar Mezzoforte var að spila í
SuðurAfríku lengdi ég ferðina að
eins og slóst í för með tveimur þýsk
um blaðamönnum sem að fóru með
mig út í fátækrahverfin í Jóhannesar
borg og kynntu mig fyrir ýmsu fólki,“
rifjar Gulli upp.
„Í lok ferðarinnar var búið að
finna fyrir mig lítinn söngskóla í
útjaðri borgarinnar. Við fórum eitt
kvöldið og ég kenndi krökkunum
kaflann sem þeir áttu að syngja.
Það var mjög sérstakt að sjá þeirra
viðbrögð, þau lögðu svo mikið í
þetta, voru dansandi og svo glöð að
fá að vera með. Svo var eiginlega
ógleyman legt þegar ég var að pakka
saman og þau voru farin út á götuna
að leika sér, að heyra þau syngja lagið
úti í myrkrinu. Seinna fékk ég nokkra
íslenska krakka til að syngja með í
þessum sama kafla. Þetta var mjög
sérstakt og mér þykir mjög vænt um
þetta lag.“
Á sviði með æskustjörnunni
Gulli er þekktur og eftirsóttur víða
um heim vegna trommuhæfileika
sinna og hefur það fleytt honum í
ýmis ólík verkefni, hann hefur ekki
aðeins spilað með öllum helstu
poppstjörnum Íslands heldur einnig
alþjóðlegum stórstjörnum á borð við
Madonnu og Steve Hackett úr hljóm
sveitinni Genesis. Sá síðarnefndi
hefur raunar hrósað Earth Affair í
hástert á opinberum vettvangi.
„Ég hef spilað á nokkrum tónleik
um með Steve og ungversku bandi.
Það hefur verið alveg ótrúleg upplif
un. Við höfum verið að taka nokkur
af þessum þekktu gömlum Genesis
lögum sem ég ólst upp við að hlusta á
í plötuspilaranum í herberginu mínu
þegar ég var unglingur. Það er magn
að að standa á sviðinu með honum
og spila þessi lög. Steve hefur svo sagt
fallega hluti um Earth Affairplötuna
og ég varð frekar hrærður yfir því –
ég tek mikið á mark á honum. Hann
stakk svo upp á því að fyrra bragði að
við myndum kannski taka eitthvað
upp saman,“ segir Gulli og virðist
spenntur fyrir hugmyndinni, en hvað
tekur við næst er hins vegar alveg
óráðið og mörg járn í eldinum.
„Ég hugsa að næsta verkefni verði
enn meira avantgarde en þetta. Ég
er til dæmis búinn að semja þrjú
stutt verk sem er búið að útsetja fyrir
sinfóníuhljómsveit, ég er kominn
svo langt að tala við útvarpshljóm
sveitina í Búdapest til að spila þetta.
Þau eru til í þetta verkefni, svo það
gæti hugsanlega orðið næsta verk
efni: „orchestralplata“,“ segir Gulli
Briem. n
Tónleikar Gulla Briem og Earth
Affair fara fram í Gamla Bíói fimmtu-
daginn 20. október næstkomandi.
Miðar eru til sölu á midi.is.
Langt
út fyrir
þæginda-
rammann
Gulli Briem syngur í fyrsta skipti á nýrri sólóplötu sinni, Liberté sem hann vann með hljómsveitinni Earth Affair
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is „Klukkan fimm um
morguninn var ég
búinn að leggja grunninn
að fyrsta laginu og lá
bara á stofugólfinu með
míkrófóninn – dálítíð vel
hífaður – og gaulaði ein-
hverja laglínu.
m
y
n
d
S
iG
tr
y
G
G
u
r
A
r
i
Karamella og perur Súkkulaði og ferskjur Vanilla og kókos
Bragðgóð grísk jógúrt að vestan