Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Qupperneq 38
Helgarblað 14.–17. október 201630 Menning
Smáralind - S: 578 5075 - www.bjarkarblom.iS
Persónuleg og
fagleg þjónus
ta
einstakar skreytingar
við öll tækifæri G
amanleikurinn Hannes og
Smári er ein þessara sýninga
sem gerast í leikriti. Þær stöll-
ur, Ólafía Hrönn Jónsdótt-
ir og Halldóra Geirharðsdóttir, leika
æskufélagana Hannes og Smára sem
í gagnrýnislausri og karlmannlegri
aðdáun á sjálfum sér hafa tekið þá
úthugsuðu ákvörðun að setja upp
kvöldskemmtun í Borgarleikhúsinu.
Fjölbreytt hæfileikaleysi þeirra fé-
laga er aðaluppistaða sýningarinn-
ar, þeir spila tónlist, fara með hand-
skrifuð ljóð úr litlum bókum, segja
sögur, endurleika atriði úr kvikmynd
og skapa ofurhetju svo eitthvað sé
nefnt.
Hljómsveit þeirra Hannesar og
Smára, Úlfarnir, er svolítill mið-
punktur sýningarinnar. Í stað síðasta
trommuleikara sveitarinnar, sem
hætti rétt fyrir frumsýningu, hef-
ur Smári fengið hinn 12 ára gamla
Kolbeinn Orfeus Eiríksson til þess
að berja húðirnar. Það gerir dreng-
urinn með glæsibrag. Hann var á
sviðinu nánast allan tímann og var
mjög heillandi í hlutverki sínu þrátt
fyrir fáar línur. Elma Stefanía Ágústs-
dóttir álpast einnig inn í sýninguna,
sem starfsmaður úr afgreiðslu leik-
hússins, og reynist einkar hjálpleg á
sviðinu. Fyrsta innkoma hennar var
mjög skemmtileg en hún varð minna
spennandi eftir því sem á leið og
skrifast það helst á handritið. Þeir fé-
lagarnir falla þó auðvitað báðir fyrir
henni. Það veldur þó lítilli spennu
enda áhorfendum snemma ljóst að
vináttusamband þeirra er byggt á
þörf fremur en væntumþykju. Hann-
es er alltaf með yfirhöndina og sú
staðreynd er helsti veikleiki upp-
byggingar verksins.
Leikmyndin er eiginlega fimmta
persóna sýningarinnar. Hún er afar
stór og þrengir sér nánast út á sviðs-
brúnina. Það var fyndið í ljósi þess
að við smíðina hafði Hannes auð-
vitað gert ráð fyrir stóra sviðinu
í stað þess litla sem þeim var út-
hlutað. Á leikmyndina er svo varp-
Hressilega léleg skemmtun
Bryndís Loftsdóttir
ritstjorn@dv.is
Leikhús
Hannes og Smári
Höfundar: Halldóra Geirharðsdóttir, Jón
Páll Eyjólfsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson
Leikarar: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Halldóra
Geirharðsdóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir
og Kolbeinn Orfeus Eiríksson
Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir
Lýsing: Magnús Helgi Kristjánsson
Tónlist: Hannes og Smári
Sýnt í Borgarleikhúsinu
Tímarnir eru a-breytast
n Bob Dylan hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum n Fyrsta skipti
F
agnaðarlæti jafnt sem vand-
lætingarkvein kváðu við
þegar Sara Danius, aðalritari
sænsku Nóbels-akademíunn-
ar, tilkynnti að söngvaskáldið
Bob Dylan hlyti Nóbelsverðlaunin
í bókmenntum árið 2016 „ fyrir
að skapa nýja ljóðræna tjáningu
innan hinnar miklu bandarísku
sönghefðar.“
Dylan er fyrsta skáldið sem hlýtur
þessi virtustu bókmenntaverðlaun
heims fyrir lagatexta sína en í gegn-
um tíðina hefur akademían nánast
eingöngu heiðrað höfunda sem hafa
einbeitt sér að skáldsögum, ljóðum
og leikritum.
Í nokkur ár hefur Dylan verið
nefndur sem mögulegur kandídat
og oft verið nokkuð ofarlega á lista
veðbanka yfir mögulega verðlauna-
hafa, en fáir sérfræðingar hafa talið
að akademían myndi teygja sig svo
langt.
Á samfélagsmiðlum tjáðu ís-
lenskir menningarvitar sig um frétt-
irnar og voru vægast sagt skiptar
skoðanir á valinu, akademíunni er
ýmist hrósað fyrir að víkka út svið
þess sem talist getur merkilegt bók-
menntaform eða hún er gagnrýnd
fyrir verðlauna höfund fyrir vinsæld-
ir frekar en bókmenntaleg gæði.
Hómer, Saffó og Dylan
Í viðtali eftir tilkynninguna sagði
Sara Danius að Dylan væri fjölhæf-
ur listamaður og að í 54 ár hafi hann
stöðugt verið að enduruppgötva
sjálfan sig.
Þegar hún var spurð hvar best
væri fyrir ókunna að byrja að dýfa sér
ofan í höfundarverk Dylans nefndi
hún plötuna Blonde on Blonde frá
árinu 1966. „Hún er gott dæmi um
frábærar rímur hans, samsetningu
stefja, og hans stórkostlega þanka-
gang.“
Samkvæmt rökstuðningi
akademíunnar snúast textar Dylans
um viðfangsefni eins og „samfélags-
lega stöðu mannsins, trúarbrögð,
stjórnmál og ást.“
Danius viðurkenndi að ákvörðun-
in gæti þótt óvenjuleg en benti aftur
í aldir til að rökstyðja val á söngva-
skáldinu: „Ef við horfum til baka, tvö
þúsund og fimm hundruð ár aftur í
tímann, sjáum við skáld á borð við
Hómer og Saffó. Þeir skrifuðu ljóð-
ræna texta sem voru fyrst og fremst
hugsaðir til flutnings, en samt njót-
um við texta þeirra enn þann dag í
dag. Það sama á við um Bob Dylan,
það má lesa hann og hann ætti að
vera lesinn. Hann er mikilvægt skáld
í hinni enskumælandi hefð,“ sagði
hún.
Í fótspor amerískra
söngvaskálda
Bob Dylan er fæddur Robert Allen
Zimmerman í bænum Duluth í
Minnesota árið 1941, sonur litháískra
og úkraínskra gyðinga, en ömmur
hans og afar fluttu til Bandaríkjanna
skömmu eftir aldamót. Hann fékk
fyrsta gítarinn 14 ára og hóf að spila
með ýmsum rokkhljómsveitum, en
heillaðist af bandarísku þjóðlaga-
hefðinni þegar hann var í háskóla í
Minnesota og hóf að spila og syngja
á kaffihúsum borgarinnar. Á þessum
tíma tók hann upp nafnið Dylan eftir
ljóðskáldinu Dylan Thomas.
Hann fluttist til New York í upp-
hafi sjöunda áratugarins og fór að
vekja athygli í fjörugri þjóðlagatón-
listarsenunni í Greenwich Village.
Hann var sérstaklega innblásinn
af lagasmíðum söngvaskáldsins,
flökkumannsins og kommúnistans
Woody Guthrie og var fyrsti textinn
sem hann samdi og tók upp sam-
inn til heiðurs hetjunni sem lá þá
við dauðans dyr á sjúkrahúsi í sömu
borg. Smám saman fóru frumsamdir
textar og lagasmíðar að verða stærri
hluti af listrænni tjáningu Dylans í
stað hinna hefðbundnu þjóðlaga.
Fyrsta platan kom út árið
1962 og fljótlega fór Dylan
að vekja mikla athygli utan
Greenwich Village. Í upp-
hafi samdi Dylan mikið
af lagatextum með sterk-
um pólitískum undirtón-
um og urðu lög hans að
einkennissöngvum mann-
réttinda- og friðarhreyfinga
sem voru áberandi í Bandaríkjun-
um og víðar um heim á sjöunda ára-
tugnum: Blowin' in the Wind, The
Times They Are a-Changin, Masters
of War, Hard Rain og fleiri lög voru
sungin í kröfugöngum og á mót-
mælum víða um heim. Um miðjan
sjöunda áratuginn breyttist hljóm-
ur tónlistar Dylans umtalsvert þegar
hann tók sér rafmagnsgítar í hönd og
hóf að leika rokkaðri lög með sýru-
kenndari, prósalegri textum, má þar
til dæmis nefna lög á borð við Like a
Rolling Stone, Subterranean Homes-
ick Blues og Ballad of a Thin Man.
37 plötur hafa komið út með
kappanum á þeim 54 árum sem
hann hefur unnið við tónlist. Hann
hefur einnig sent frá sér tilrauna-
kennda prósabók og æviminninga-
bókina Chronicles: Volume One.
Hann hefur verið heiðraður
og hlotið ótal verðlaun fyrir
listsköpun sína, meðal
annars Grammy, Golden
Globe, Óskarsverð-
laun, Pulitzer og orðu frá
franska ríkinu fyrir fram-
lag sitt til listarinnar.
Kom með „literartúr“ inn í
tónlistina
Bubbi Morthens, tónlistarmaður
og ljóðskáld, hefur verið aðdáandi
Dylans frá unga aldri, leikið lög hans,
„Ég held að hann
hafi haft meiri
áhrif, og fengið fleiri til að
lesa klassíska ljóðlist, en
nokkur annar núlifandi
rithöfundur.
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Við ritvélina Bob Dylan hlýtur bók-
menntaverðlaun Nóbels fyrir lagatexta
sína sem eru sagðir hafa „skapað nýja
ljóðræna tjáningu innan hinnar miklu
bandarísku sönghefðar.“
Metsölulisti
Eymundsson
6.– 12. október 2016
Allar bækur
1 Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi
Elena Ferrante
2 Hjónin við hliðinaShari Lapena
3 Bókin um Baltimore fjölskylduna
Joël Dicker
4 Sykurpúðar í morgunverð
Dorothy Koomson
5 Dalalíf III Tæpar leiðir
Guðrún frá Lundi
6 Nýja BreiðholtKristján Atli Ragnarsson
7 SamskiptaboðorðinAðalbjörg Stefanía
Helgadóttir
8 Iceland In a Bag Ýmsir höfundar
9 Framúrskarandi vinkona
Elena Ferrante
10 Hekla skilur hundamál
Hulda Jóns Tölgyes