Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2016, Side 39
Helgarblað 14.–17. október 2016 Menning 31
FÁKASEL - FYRIR ALLA
Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.is | símI: 483 5050
matur, drykkur
og skemmtun
Hressilega léleg skemmtun
að mislukkuðum myndbrotum úr
smiðju Hannesar og Smára sem
stundum vöktu töluverða kátínu.
Búningar og gervi Hannesar og
Smára eru frábærlega vel gerð. Þær
Halldóra og Ólafía hafa augljóslega
átt margar skemmtilegar stundir
í þessum gervum, framburður,
talsmáti, kækir og líkamsbeiting bera
þess glöggt vitni. Hins vegar verður
að segjast eins og er að handritið er
arfalélegt, stefnulaust og lítið fyndið.
Engin þróun verður á persónunum
í sýningunni og brandarinn verður
ansi langdreginn. Það er áskorun að
kætast í tvo klukkutíma yfir illa stillt-
um bassa, andlegri fátækt og glötuð-
um hæfileikum, jafnvel þótt einstaka
sena komi kunnuglega fyrir sjónir. Í
þeim tilfellum er bara engu við bætt,
jafnvel þótt konur leiki hér karl-
hlutverk. Sú staðreynd skiptir litlu
máli fyrir sýninguna og ég er þeirrar
skoðunar að til séu karlleikarar sem
hefðu skilað þessu lélega hand-
riti með skemmtilegri hætti. Eftir
vel heppnaðan leikvetur Leikfélags
Reykjavíkur á síðasta ári þá er kvöld-
skemmtun Hannesar og Smára nán-
ast hressilega lélegur viðburður. n
M
y
n
d
G
R
IM
U
R
B
JA
R
n
A
S
O
n
Tímarnir eru a-breytast
lesið texta og hitað upp fyrir hann á
tónleikum á Listahátíð í Reykjavík
árið 1980 – en Dylan lék aftur á Ís-
landi árið 2008. Bubbi segist
einstaklega sáttur við val
akademíunnar og kveðst
hafa hoppað af gleði
þegar hann heyrði frétt-
irnar.
„Mér finnst þetta vera
til marks um að Nóbels-
akademían er lifandi, forvitin
og áhugasöm. Þetta er í raun stór-
merkilegur viðburður. Þó að Dylan
hafi lengi verið virtur og talinn einn
besti dægurtónlistarmaður samtím-
ans og góður textahöfundur, þá er
með þessu verið að byggja brú milli
þess sem menn hafa kallað hámenn-
ingu og lágmenningu – og ég held að
þessi brú verði ekki tekin niður svo
auðveldlega,“ segir Bubbi.
„Fyrst og fremst má segja að Bob
Dylan hafi komið með literatúrinn
inn í rokkið,“ útskýrir Bubbi um
ágæti og áhrif Dylans. „Ég held
til dæmis að hann hafi haft meiri
áhrif, og fengið fleiri til að lesa klass-
íska ljóðlist, en nokkur annar núlif-
andi rithöfundur. Þegar Dylan vitn-
ar í nöfn úr bókmenntaheiminum á
tónleikum eða í lögum þá hefur það
þau áhrif að þúsundir manna fara að
leita að þeim og skoða,“ segir hann.
Bubbi segir að til að skilja snilld
Dylans sé nauðsynlegt að nálgast lög
hans og texta sem eina heild, en ekki
aðskilja þetta tvennt: „Það er rétt að
margir textar Dylans þola ekki að
vera teknir frá laginu og lesnir upp
einir og sér – á meðan flestir text-
ar manns eins og Leonards Cohen
þola það, en hann er fyrst og fremst
ljóðskáld sem setur lög við ljóðin sín.
Dylan er hins vegar lagahöfundur og
textarnir eru alltaf samtvinnaðir lög-
unum,“ segir Bubbi.
„Þegar maður skoðar höfundar-
verk Dylans – hvað hann hefur sung-
ið um og hvernig hann hefur gert
það – þá er hann sennilega stærsti
einstaki listamaður samtímans.
Hann hefur samið alveg einstak-
lega fallega ástartexta, samið mót-
mælasöngva sem eru svo öfl-
ugir að mann setur hljóðan
– hvaðan fær 22 ára strákur
þessar hugmyndir?“
Rokkið varð alvarleg
list
Valur Gunnarsson rithöf-
undur er einnig mikill aðdá-
andi og áhugamaður um
Dylan. „Það er undarlegt að
oft sé talað um Dylan fyrst og
fremst sem mótmælasöngvara,
því það tímabil entist ekki í
nema um tvö ár, frá 1963 til
1964, en þó segir það sitt um
hve áhrifamiklir söngvarnir
voru að þeir eru enn sungnir
á mótmælum víða um heim í
dag, til dæmis sungu anarkistar
á Íslandi The Times They Are a-
Changing þegar þeir réðust til
inngöngu í Seðlabankann í jan-
úar árið 2009. Engin hefur enn
sem komið er fært okkur betri bar-
áttulög,“ segir Valur.
„En Dylan sveik byltinguna og
ákvað að gerast rokkstjarna í stað-
inn, var púaður niður af þjóðlaga-
hreyfingunni, hafði áhrif á Lennon
og alla hina og skyndilega var rokkið
ekki lengur eitthvert garg fyrir ung-
linga heldur alvarleg list. Hann tók
afþreyingarform sem var í mótun og
breytti því í menningarfyrirbæri sem
hefur staðist tímans tönn, ómar í
kvikmyndum og er kennt í háskólum
og fyrir það á hann Nóbelinn skilinn,
líklega meira en nokkur annar lista-
maður á 20. öld. Aðeins Chaplin og
kannski Picasso eru jafn stórir í sín-
um geirum og Dylan í sínum.“
Umdeilt val
Sænska akademían hefur verið þekkt
fyrir að koma á óvart, velja óþekkta
höfunda og ganga framhjá risum í
bókmenntaheiminum, en valið hefur
líklega sjaldan verið jafn umdeilt og
í ár. Einstaklingur sem hefur fyrst og
fremst öðlast virðingu fyrir tónlistar-
sköpun sína er verðlaunaður á sviði
bókmennta og þær raddir hafa einnig
verið háværar að nefndin eigi að nýta
áhrif sín til að vekja athygli á óþekktari
en mikilvægum höfundum. Leiðbein-
ingar í erfðaskrá Alfreds Nóbel um
hvernig verðlaunahafinn skuli valinn
eru hins vegar mjög óljósar. Þar kem-
ur einungis fram að verðlaunin skuli
veitt „einstaklingi fyrir framúrskarandi
framlag á sviði bókmennta.“
Því hefur enn fremur verið kastað
fram að verðlaunahafinn hafi verið
kynntur viku seinna en venjulega
vegna ósættis í nefndinni. Þó að með-
limir akademíunnar hafi sagt að það
hafi einfaldlega verið af praktískum
ástæðum halda sænskir menningar-
blaðamenn því fram að erfiðlega hafi
gengið að ná sáttum um sigurvegar-
ann. Til að hljóta verðlaunin verður
rithöfundur að fá meira en helming
atkvæða í nefndinni.
Kristján B. Jónasson, útgefandi
hjá Crymogeu, er einn þeirra sem
hafa lýst yfir óánægju sinni með
val akademíunnar og sagði meðal
annars í viðtali á visir.is: „Sú stað-
reynd að Dylan er – þegar söngur
hans og status er fiskaður frá – ekki
nema bara svona sæmilegt skáld
virðist ekki þvælast fyrir fólkinu sem
veitti Elfriede Jelinenk, Hertu Müller,
Mo Yan og Orhan Pamuk verðlaunin.
Akademían virðist hafa fengið al-
manntengslateymi til að fríska upp á
sig og ákveðið að ganga plebbaskapn-
um á hönd. Hún þorir ekki lengur að
verðlauna raunveruleg gæði, heldur
lætur frægðina blinda sig.“
Ásgeir H. Ingólfsson, ljóðskáld og
menningarrýnir, gagnrýnir einnig val
nefndarinnar á Facebook-síðu sinni:
„Dylan – og tónlistarmenn á svipuð-
um slóðum í vinsælda- og virðingar-
stigum – fá miklu meiri frægð, miklu
meiri fjölmiðlaumfjöllun og miklu
hærri tekjur heldur en nokkurn tím-
ann sambærilegir rithöfundar. Þess
vegna er þetta dálítið eins og ein-
hver fái ljóðaverðlaun fyrir skáld-
sögu – þarna er óvinsælli listgreinin
að bugta sig og beygja fyrir þeirri vin-
sælu í von um að fá smá stjörnuryk
yfir sig.“ n
sem söngvaskáld hlýtur virtustu bókmenntaverðlaun heims
Enn að Bob
Dylan er enn
í fullu fjöri
og sendi frá
sér plötuna
Fallen Angels
fyrr á þessu
ári.
Og verðlaunin hlýtur…
Fagnaðaróp heyrðust þegar Sara
Danius las upp nafn Bobs Dylan í
Stokkhólmi á fimmtudag. Mynd EPA
Dario Fo
látinn
Ítalska leik-
skáldið og fjöl-
listamaðurinn
Dario Fo er látinn
níutíu ára að aldri. Pólitískar
satírur hans hafa verið sýndar
víða um heim, meðal annars á Ís-
landi: til að mynda verkin Stjórn-
leysingi ferst af slysförum, Við
borgum ekki, við borgum ekki! og
Þjófar, lík og falar konur.
Fo var alla tíð mjög pólitískur
og gagnrýninn á yfirvöld og var
meðal annars bannaður af ítalska
ríkissjónvarpinu RAI í fjórtán ár
og var ítrekað neitað um vega-
bréfsáritun til Bandaríkjanna
vegna umdeildra verka hans. Í
dag er hann hins vegar álitinn
þjóðargersemi á Ítalíu og sendi
forsætisráðherra landsins fjöl-
skyldu hans samúðarkveðjur og
sagði Ítalíu hafa misst eina af að-
alpersónunum í menningarlífi
þjóðarinnar.
„Aðalsmerki hans er fyndn-
in og þetta algjöra virðingarleysi
fyrir öllu sem heitir yfirvald, lög
og reglur,“ segir Silja Aðalsteins-
dóttir bókmenntafræðingur um
leikskáldið. Dario Fo var kvæntur
leikkonunni, leikskáldinu og aktí-
vistanum Fröncu Rame. Fo hlaut
bókmenntaverðlaun Nóbels árið
1997.
Ragnar vitnar í
Simpson
Myndlistar-
maðurinn
Ragnar Kjart-
ansson gerir
góðlátlegt grín
að Yoko Ono
í nýju verki sem
sýnt er á sýningu listakonunnar í
Listasafni Reykjavíkur um þess-
ar mundir. Nokkrir listamenn
voru beðnir um að gera ný verk
innblásin af Yoko Ono til að sýna
á Hafnarhúsinu. Ragnar ákvað
að sýna staka plómu fljótandi í
ilmvatni ofan í karlmannshatti,
en það er einmitt drykkur sem
persóna Yoko Ono er látin panta
á barnum þegar hún kemur fyrir
í fimmtu seríu sjónvarpsþáttanna
um Simpson-fjölskylduna.