Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 4
Vikublað 22.–24. nóvember 20164 Fréttir Fjórir lífeyrissjóðir fjárfestu í leigurisa n Sameining við Ásabyggð í næsta mánuði n Finnur Reyr, Sigrún og Tómas fara inn F jórir íslenskir lífeyrissjóðir eiga nú rúman 15 prósenta hlut í Heimavöllum sem er langstærsta leigufélag lands­ ins. Lífeyrissjóðirnir fóru inn í eigendahóp félagsins í vor ásamt tryggingafélögunum VÍS og TM og fjárfestingarbankanum Kviku. Fjár­ festingarfélag hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jóns­ dóttur og Tómasar Kristjánssonar, viðskiptafélaga þeirra, fer inn í hlut­ hafahópinn um miðjan næsta mánuð þegar sameining Heimavalla og leigu félagsins Ásabyggðar á Ásbrú í Reykjanesbæ á að ganga í gegn. Fóru inn í vor Hlutafé Heimavalla nemur sex millj­ örðum króna en félagið á nú um 1.200 íbúðir um allt land. Eftir sam­ eininguna við Ásabyggð, sem tilkynnt var um í byrjun nóvember, mun fyr­ irtækið eiga um tvö þúsund íbúðir sem gerir það að langstærsta leigufé­ lagi landsins á almennum markaði. Söfnunarsjóður lífeyris réttinda, Sam­ einaði lífeyrissjóðurinn, Festa – líf­ eyrissjóður og Lífsverk fóru allir inn í eigendahópinn síðasta vor í hlutafjár­ aukningu. Ekki fengust upplýsingar um hversu mikið fjármagn þeir lögðu inn í leigu félagið en á tímabilinu frá mars á þessu ári og fram í ágúst var hlutafé þess aukið um 2,4 milljarða króna. Fjölskyldufyrirtækið Stálskip, í eigu hjónanna Guðrúnar Lárusdóttur og Ágústs Sigurðssonar, er stærsti hluthafi Heimavalla með 14,3 pró­ sent. Þar á eftir kemur trygginga­ félagið Sjóvá með 8,5 prósent og Túnfljót ehf., í eigu Magnúsar Pálma Örnólfssonar, fjárfestis og fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyrismiðlunar Glitnis, á 8,1 prósent. Einkahlutafé­ lagið Brimgarðar, sem maltverska fé­ lagið Coldrock Investments Limited á meirihluta í, á 6,4 prósent en hlut­ hafar Heimavalla eru 59 talsins. Fé­ lagið á íbúðir í öllum landshlutum og heilu fjölbýlishúsin í bæjum eins og Selfossi, Þorlákshöfn, Akranesi og Borgarnesi. Íbúðir sem félagið keypti af Íbúðalánasjóði mynda stóran hluta af eignasafni Heimavalla. Skiluðu 732 íbúðum Ásabyggð hét áður Háskólavellir ehf. og samdi árið 2008 við Þróunar félag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, um kaup á 1.500 íbúðum auk atvinnu­ húsnæðis og lóða á gamla varnarliðs­ svæðinu á Ásbrú í Reykjanesbæ. Ása­ byggð var þá meðal annars í eigu Glitnis, Sparisjóðsins í Keflavík, við­ skiptafélaganna Tómasar Kristjáns­ sonar og Finns Reyrs Stefánssonar, þáverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni og nú varaformanns stjórnar Kviku, Þorgils Óttars Mathiesen, fyrr­ verandi framkvæmdastjóra hjá Glitni, og Runólfs Ágústssonar, fyrrverandi rektors Háskólans á Bifröst. Leigufélagið á Ásbrú keypti alls 89 fasteignir, þar af 76 fjölbýlishús, á 11,6 milljarða króna. Eins og kom fram í frétt DV í október í fyrra greiddu þá­ verandi eigendur Ásabyggðar alls 4,1 milljarð króna til ríkisins fyrir eignirnar árið 2008. Kaupin voru fjár­ mögnuð með eigin fé kaupenda, lán­ um frá Íbúðalánasjóði og Glitni og seljendaláni frá ríkissjóði til þriggja ára. Eigendur félagsins greiddu aftur á móti aldrei milljarðana 7,5 sem ríkið átti að fá árin á eftir. Kadeco neyddist því í september 2014 til að leysa til sín 732 íbúðir sem voru áður í eigu Ása­ byggðar. Yfirtók Kadeco einnig 7,5 milljarða króna skuld leigufélagsins við ríkissjóð en fékk á móti skuldabréf að verðmæti 2,5 milljarða króna. Bættu við sig Eigendur Ásabyggðar héldu eftir 713 íbúðum á Ásbrú sem þeim hafði tekist að koma í útleigu. Samkvæmt frétt DV í október 2015 voru þær þá metnar á 9,7 milljarða. Leigufélagið var í árslok 2015 í eigu tveggja fjárfestingarfélaga; Klasa fjárfestingu hf. og Fjárfestingar­ félagsins Teigs ehf. Samkvæmt upp­ lýsingum DV hefur Teigur, sem er í eigu eignarhaldsfélagsins SPB, sem er aftur í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ), nú horfið úr hluthafa­ hópnum en það átti 50 prósent. Klasi fjárfesting, sem er fjár­ festingarfélag Finns Reyrs og athafna­ konunnar Steinunnar Jónsdóttur og Tómasar Kristjánssonar, viðskiptafé­ laga þeirra, og önnur félög því tengd hafa aukið hlut sinn í Ásabyggð. Hjónin og Tómas eiga í dag í Ása­ byggð í gegnum samlagshluta félagið Foss II sem heldur í dag á öllu hluta­ fé leigufélagsins. Hluthafalisti Foss II hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra hefur ekki verið uppfærður í sam­ ræmi við breytinguna á hluthafa­ hópnum. n Keyptu af Kadeco Tómas Kristjánsson, Þorgils Óttar Mathiesen og Finnur Reyr Stefáns­ son gegndu allir framkvæmdastjórastöðum hjá Glitni um það leyti sem Ásabyggð, áður Háskólavellir, keypti 89 fasteignir af Kadeco árið 2008. Finnur Reyr og Tómas hafa haldið sínum hlut í leigufélaginu og félög í eigu þeirra verða hluthafar í Heimavöllum þegar samein­ ingin gengur í gegn um miðjan desember. Tíu stærstu hluthafar Heimavalla n Stálskip ehf. 13,4% n Sjóvá 8,5% n Túnfljót ehf. 8,1% n Brimgarðar ehf. 6,4% n Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 5% n Sameinaði lífeyrissjóðurinn 3,8% n Festa – lífeyrissjóður 3,8% n Eignarhaldsfélagið VGJ ehf. 3,6% n TM fé ehf. 3,5% n Fjallatindar ehf. 3,1% Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Mynd SiGtryGGur Ari Fjarlægir tannstein. Vinnur gegn sýkingu í tannholdi. Berst gegn andfýlu. Náttúrulegt gæludýrafóður og umhirða Pantanir og fyrirspurnir: 8626969 | 8996555 platinum@platinum.is | platinum.is Ekki láta þetta ganga svona langt. OralClean+Care 100 % náttúrulegt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.