Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 24
Vikublað 22.–24. nóvember 201620 Skrýtið
Mjálmaði inn um
bréfalúguna hjá
Keiru Knightley
Mark Revill McCattipuss var með Knightley og ketti á heilanum
Mark Revill
„McCattipuss“
Mjálmaði inn um
bréfalúguna hjá
Keiru Knightley.
Keira
Knightley
» Loftsíur
» Smurolíusíur
» Eldsneytissíur
» Kælivatnssíur
» Glussasíur
Túrbínur
Bætir ehf. býður upp á
viðgerðarþjónustu fyrir
flestar gerðir túrbína.
Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík
Viðgerða- og varahlutaþjónusta í yfir 30 ár
Bætir ehf hefur í rúm 30 ár boðið uppá alhliða viðgerða- og varahlutaþjónustu fyrir breiðann
hóp viðskiptavina. Við þjónustum og útvegum varahluti í flestar tegundir dísilvéla og höfum
mikla reynslu í ZF og Twin Disc gírum. Bætir ehf hefur um árabil boðið uppá há gæða
varahluti, frá framleiðendum á borð við IPD og Interstate Mcbee, sem henta m.a. í vélar frá:
Caterpillar® Cummins® Detroit Diesel®
Nöfn vélaframleiðenda eru hér aðeins til upplýsinga og eru vörumerkin eign hvers framleiðanda. Cat® og Caterpillar® eru skrásett vörumerki í eigu Caterpillar Inc. Cummins® er skrásett vörumerki í eigu Cummins Engine Company. Detroit Diesel® er skráett vörumerki í eigu Detroit Diesel Corporation.
Þ
að er ekki tekið út með
sældinni að vera frægur,
hvorki hér heima né er-
lendis. Til marks um það
er reynsla bresku leikkon-
unnar Keiru Knightley en nú standa
yfir réttarhöld í Bretlandi þar sem
tæplega fimmtugur kattaunnandi
og lagahöfundur, Mark Revill
„McCattipuss“ er sakaður um að
hafa setið um leikkonuna og valdið
henni verulegu ónæði, meðal annars
mjálmað inn um bréfalúgu á heim-
ili hennar. Revill játaði sök fyrir dómi
og bíður nú dómsuppkvaðningar.
Þetta er að minnsta kosti áttundi
hrellirinn sem Keira Knightley hefur
þurft að glíma við á fjórtán ára ferli.
Áhugamaður um ketti
Áreiti Revill á að hafa átt sér stað á
tímabilinu 1. ágúst til 22. október
á þessu ári. Fyrstu skilaboðin, sem
Revill á að hafa sent, voru með þeim
hætti að hann krítaði ör á gangstétt
fyrir framan heimili leikkonunnar
London sem vísaði beint á útidyrnar.
Í framhaldinu á Revill að hafa
sent fjölmörg handskrifuð bréf til
Knightley sem hvorki voru merkt
með nafni hennar né heimilisfangi.
Lagahöfundurinn virðist því hafa
borið bréfin út sjálfur. Þá sendi hann
leikkonunni USB-lykil sem inni-
hélt lög sem fjölluðu um ketti auk
myndar þar sem þrír kettir veif-
uðu vinalega. Áhugi Revill á köttum
virðist hafa náð lengra en að krútt-
legum kattamyndböndum á You-
tube því samkvæmt The Sun breytti
hann nýlega nafni sínu í Mark
McCattipuss.
Mjálmaði inn um bréflúguna
Þegar enginn svör bárust
greip Revill, eða öllu held-
ur McCattipuss, til þess ráðs
að fara upp að bréfalúgu á úti-
dyrahurð heimilis leikkonunnar og
mjálma eymdarlega. Ekki skilaði það
tilætluðum árangri og brást eigin-
maður Knightley, tónlistarmaður-
inn James Righton úr The Klaxons,
ókvæða við. Hann gekk út, lét hinn
meinta hrelli heyra það og rak hann
á hlaupum frá heimili þeirra hjóna.
Í yfirheyrslum hjá lögreglu
viðurkenndi Revill að hann væri
ástfanginn af Knightley. Þá hefur
hann áður komið við sögu lögreglu
en árið 2011 hlaut hann dóm fyrir
að misbjóða hjúkrunarkonu með
þeim hætti að hann mætti nak-
inn heim til hennar. Þá kem-
ur fram að McCattipuss
hafi leitað sér að-
stoðar vegna and-
legra veikinda.
Keira
Knightley sló í
gegn árið 2002
þegar hún lék
stórt hlutverk í
myndinni Bend
it like Beckham.
Í kjölfarið land-
aði hún hlut-
verki Eliza-
beth Swann í
stórmynda-
bálknum
Pirates of
the Carri-
bean
sem
gerði hana að stórstjörnu. Ömurleg-
ur fylgikvilli frægðarinnar var áhugi
eltihrella sem gerði að verkum að
Knightley flutti til Bandaríkjanna
árið 2008 til þess að sleppa. „Það eru
svo margir furðufuglar í London,“
sagði hún í samtali við
Independent árið
2010. Eftir nokkra ára
viðveru vestan hafs
flutti hún aftur til
London ásamt eig-
inmanni sínum og
það er ekki að sök-
um að spyrja, mjálm-
andi eltihrell-
ir lét til skarar
skríða. n