Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 6
Vikublað 22.–24. nóvember 20166 Fréttir Allt fyrir raftækni Yfir 500.000 vörunúmer Miðbæjarradíó ehf. - Ármúla 17, Reykjavík - www.mbr.is - S: 552-8636 Skattkerfið helsta ágreiningsatriðið Þ eir sem gerst þekkja til inn­ an flokkanna fimm sem nú ræða myndun ríkisstjórnar undir forsæti Katrínar Jak­ obsdóttur eru bjartsýnir á að takast megi að ná lendingu í öll­ um málaflokkum þar sem áherslu­ munur er á stefnum flokkanna. Í fjölda málaflokka ríki eining og lítið beri í milli í öðrum. Helstu ágrein­ ingsmálin eru sögð snúa að skatt­ kerfinu og hlutverki þess. Formlegar stjórnarmyndunar­ viðræður hófust í gær, mánudag, eftir að samkomulag náðist milli Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Bjartrar fram­ tíðar síðastliðinn sunnudag. Í gær hófu fjórir málefnahópar vinnu sem miðar að því að ná samkomulagi um málamiðlanir og áherslur fimm flokka ríkisstjórnar. Málaflokkar sem helst ber í milli í og núningur gæti orðið um eru skattamál og ríkisfjármál, Evrópu­ sambandsmál, stjórnarskrármál og sjávarútvegsmál. Þá er ekki ein­ ing um landbúnaðarstefnu og ekki heldur um með hvaða hætti reka skuli heilbrigðisþjónustu þótt sam­ staða sé um að uppbyggingar sé þörf í þeim málaflokki. Lengst á milli VG og Viðreisnar Vinstri græn leggja áherslu á að skattkerfið verði notað til jöfnunar, að það verði nýtt til að vinna gegn misskiptingu í samfélaginu. Sam­ hljómur er milli Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata í þessum efnum. Viðreisn leggur hins vegar áherslu á að skattkerfið verði ein­ faldað, dregið verði úr sköttum og álögur á atvinnulífið og útgjöld rík­ isins hamin. Björt framtíð mun eftir því sem næst verður komist standa nær Viðreisn í þessum efnum en hinum flokkunum. Talið er að erf­ iðast verði að ná lendingu í þessum málaflokki. Vinstri græn munu ekki tilbúin að slá mikið af sínum kröfum í þessum efnum en áhersla flokksins á jöfnuð mun verða sett á oddinn í viðræðunum. Flokkurinn mun hins vegar tilbúinn að gefa eftir í öðrum málaflokkum, náist sátt um aðgerðir til að vinna gegn misskiptingu. Lítið ber í milli í sjávarútvegsmálum Eining er milli flokkanna um að eðlilegt sé að hærra afgjald renni til þjóðarinnar vegna afnota af fisk­ veiðiauðlindinni. Ekki er hins vegar samstaða um með hvaða hætti það verði best gert. Vinstri græn hafa talað fyrir auðlindagjaldi sem tekið verði af sjávarútvegsfyrirtækjunum en hinir flokkarnir fjórir vilja fara markaðsleið, með mismunandi út­ færslu þó. Eftir því sem DV kemst næst ætti að nást samstaða um málaflokkinn. VG gefi eftir varðandi ESB Í Evrópumálum munu Vinstri græn þurfa að gefa eftir. Flokkurinn er sá eini flokkanna fimm sem er alveg andvígur aðild Íslands að Evrópu­ sambandinu. Fyrir kosningar opnaði flokkurinn þó á að spyrja ætti þjóð­ ina um áframhald málsins. Hinir flokkarnir fjórir höfðu allir á sinni stefnuskrá að halda ætti þjóðar­ atkvæðagreiðslu um áframhald að­ n Miklar líkur taldar á að hægt verði að mynda 5 flokka stjórn n Vilji til að ná lendingu Að mynda stjórn Margt bendir til þess að Katrínu muni takast að mynda fimm flokka ríkis stjórn. Mynd SiGtryGGur Ari Freyr rögnvaldsson freyr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.