Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 14
Vikublað 22.–24. nóvember 201614 Fréttir TREK Crocket 7 disc cyclocross reiðhjól (rautt) Ísland BretlandNoregurDanmörk Land Verð í kr. Verð í mynt Verslun Verðmunur Ísland 449.990 Örninn Noregur 312.193 23.373 NOK Evans Cycles 44,1% Danmörk 327.484 19.999 DKK Cykler.dk 37,4% Bretland 311.872 2.200 GBP Sigma Sport 44,3% Örninn Jón Þór Skaftason hjá Erninum svaraði DV á þá leið að öll hjólin hefði verið keypt í Banda- ríkjadölum á tímabilinu janúar til mars. Síðan þá hefði gengið lækkað um 15%. Fyrirtækið hafi undanfarin ár miðað við að bjóða hjól á sambærilegu verði við Bandaríkin, að viðbættum íslenskum virðisaukaskatti og flutningskostnaði. „Við höfum alltaf lækkað okkar vöruverð samkvæmt gengi og munum halda áfram að gera það.“ Hann bendir á að í forsölu fyrir næsta ár bjóði Örninn sama eða lægra verð fyrir reiðhjól en í Bandaríkjunum, að viðbættum virðisaukaskatti. Hann segir að Örninn hafi veitt sölumönnum verslunarinnar svigrúm til að bjóða afslætti í haust, til að mæta styrkingu krónunnar og falli pundsins. „Ef þetta var borið saman í vor vorum við yfirleitt á pari. Við vonumst eftir áframhaldandi hagstæðu gengi svo við getum boðið viðskiptavinum okkar enn betra verð.“ 449.990 311.872312.193 327.484 Hugo Boss Classic 1513398 Ísland BretlandNoregurDanmörk Land Verð í kr. Verð í mynt Verslun Verðmunur Ísland 46.900 Michelsen Danmörk 35.943 2.195 DKK Ur Kompagniet 30,5% Bretland 22.540 159 GBP Jura 108,1% Noregur 33.366 2.498 NOK Watchia.no 40,6% Michelsen Frank úrsmiður segir að verðmunurinn skýrist af því að um sé að ræða úr sem keypt var þegar gengi krónunnar var töluvert veikara en það er í dag. HB-úr sem væntanleg séu til hans í næstu viku verði á miklu betra verði „sem notað verði til verðlækkana á eldri úrum sem fyrir eru á lager.“ Þessi háttur sé hafður á í hvert sinn sem ný úr komi að utan og gengi hefur breyst. Hann nefnir sem dæmi að úrin frá Daniel Wellington, úr sem seljist hratt, séu seld á verði sem sé mjög samkeppnishæft við nágrannalöndin. Það sé versluninni keppikefli að hafa úrin á samkeppnishæfu verði við löndin í kring. Verð á Rolex-úrum og TAG Heuer hafi til að mynda lækkað margsinnis að undanförnu. Um sé að ræða úr sem keypt séu beint og milliliðalaust frá framleiðanda. Hann segir ómögulegt að keppa við Bretland vegna gengishruns pundsins. „Staða allra landa gagnvart Bretlandi er mjög skekkt þar til framleiðendur gefa út nýja verðlista miðað við breytt gengi pundsins.“ Þá segir hann fraktflutningar séu mjög kostnaðarsamir og verðlagning þar ósanngjörn. Það hjálpi ekki til. 22.540 35.943 33.366 46.900 Apple Macbook Air 13" 128GB 8GB Ísland Bretland NoregurDanmörk Land Verð í kr. Verð í mynt Verslun Verðmunur Ísland 178.995 Tölvulistinn Danmörk 122.583 7.486 DKK Computer salg mega store 46,0% Noregur 132.074 9.888 NOK Elkjop 35,5% Bretland 134.530 949 GBP John Lewis 33,1% Tölvulistinn Gunnar Jónsson hjá Tölvulistanum segir í svari við fyrirspurn DV að til þess að geta fengið Apple Macbook-fartölvurnar með íslensku lyklaborði þurfi Tölvulistinn að kaupa þær af Epli. „Þær sem þú ert að bera saman við eru því ekki með sama lyklaborði.“ Hann segir að Tölvulistinn leggi nánast ekkert ofan á heildsöluverð frá Epli og vísar á forsvarsmenn þess fyrirtækis varðandi nánari útskýringu á verðmuninum. Þar eigi verðmyndunin sér stað. 178.995 134.530 122.583 132.074 Tripp trapp barnastóll (frá Stokke) Ísland NoregurDanmörk Bretland Land Verð í kr. Verð í mynt Verslun Verðmunur Ísland 32.900 Epal Bretland 21.973 155 GBP Back in action 49,7% Noregur 22.694 1.699 NOK Barnas hus 45,0% Danmörk 23.727 1.449 DKK Baby Sam 38,7% Epal Eyjólfur Pálsson í Epal segir að ástæðurnar fyrir verðmuninum séu nokkrar. Epal njóti ekki sömu afsláttarkjara og stærri keðjur sem kaupi meira magn. Þá eigi flutningskostnaður töluverðan þátt. „En þessar ástæður skýra ekki allan verðmismuninn, sem betur fer hefur gengið verið að styrkjast og við erum búin að vera að vinna í því að lækka vöruverð hjá okkur í samræmi við styrkingu krónunnar,“ segir hann. Þessi vara hafi orðið útundan. Þess má geta að eftir að DV fór að leita skýringa á verðmuninum lækkaði verðið á stólnum töluvert. Það er nú lægra en í Fífu, sem er hin verslunin sem selur stólinn á Íslandi. Eyjólfur segir, og hefur áður sagt í fjölmiðlum, að mottó verslunarinnar sé að hafa sama verð á vörunum og í upprunalandi þeirra. Til að kanna sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar athugaði DV verð á fjórum dönskum vörum, eftir danska hönnuði, sem seldar eru í Danmörku. Sebra Kili-barnarúm kostar 126.500 fullu verði í Epal en rúmlega 81 þúsund krónur í danskri verslun, Luxoliving. Piet Hein-barstóll kostar 190 þúsund fullu verði í Epal en 134 þúsund í netversluninni sem heitir eftir höfundinum sjálfum, piethein.com. AJ- borðlampi kostar 103 þúsund fullu verði í Epal en 81 þúsund í lampeexperten.dk. Þá kostar Carl Hansen- hægindastóll 388.500 fullu verði í Epal en 262 þúsund í oslonmobler.dk. Þessi verðdæmi renna því ekki stoðum undir fullyrðingu Eyjólfs. 22.694 21.973 23.727 32.900 Nike Mercurial Superfly V AG-Pro takkaskór Ísland NoregurDanmörkBretland Land Verð í kr. Verð í mynt Verslun Verðmunur Ísland 46.990 Útilíf Bretland 38.275 270 GBP Nike 22,8% Noregur 29.038 2.174 NOK Unisport 61,8% Danmörk 30.277 1.849 DKK Sportsmaster 55,2% Útilíf Hörður Magnússon, rekstrarstjóri Útilífs, segir að fyrirtækið muni skoða þetta dæmi strax og leita skýringa hjá umboðsaðila Nike á Íslandi, þaðan sem varan er keypt. „Svona verðmunur er óásættanlegur og mjög óeðlilegur ef um er að ræða sömu vöru án tilboða.“ Heildsöluverð vörunnar sé hærra en verðið í þeim löndum sem DV hafi til hliðsjónar. Hann segir að þær verðkannanir sem Útilíf hafi gert sýni aðra niðurstöðu. Þessir skór kosti 310 dollara í bandarískri vefverslun og að teknu tilliti til virðisaukaskatts nemi verðmunurinn aðeins 5,4%. „Sá verðmunur sem kemur fram í könnun ykkar er sem betur fer alls ekki lýsandi fyrir verðmun hér og erlendis á vörum frá Nike og fleiri birgjum. Útilíf hefur lagt mikla áherslu á að verðlækkanir vegna tolla og gengis að undanförnu skili sér beint til neytenda.“ Hann nefnir dæmi um sex týpur af Nike-vörum sem lækkað hafi um 15,4–21,5% á einu ári, máli sínu til stuðnings. Hann segir að það sé alls ekki hagur íslenskrar verslunar að neytendur leiti í auknum mæli út fyrir landsteinana þegar kemur að innkaupum. Þess vegna leggi Útilíf mikla áherslu á að fylgjast vel með. 29.038 38.275 30.277 46.990 netverslun netverslun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.