Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 32
Vikublað 22.–24. nóvember 201628 Menning
Trump sagður
nota söngleik
sem smjörklípu
n Leikarar í söngleiknum Hamilton lásu upp skilaboð
til verðandi varaforseta n Trump trompast á Twitter
Í
gegnum tíðina hafa söngleik-
húsin á Broadway í New York
verið vettvangur töfrandi
ímyndunarafls og gljáfægðar af-
þreyingar frekar en vettvangur
pólitískra skoðanaskipta og átaka.
Það stendur hins vegar styr um
leikhúshverfið þessa dagana eftir
að leikarar söngleiksins Hamilton
lásu upp skilaboð til Mike Pence,
verðandi varaforseta Bandaríkj-
anna, sem var í salnum á föstu-
dagskvöld.
Lásu upp yfirlýsingu
eftir sýningarlok
Þessi margverðlaunaði söngleikur,
sem er sá vinsælasti og umtalaðasti á
Broadway í áraraðir, setur söguna um
stofnun Bandaríkjanna í nútímalegan
hip-hop búning. Leikarar af afrískum
og suðuramerískum uppruna leika
nokkrar helstu persónur lýðveldis-
stofnunarinnar: Alexander Hamilton,
George Washington og Thomas
Jefferson. Í sýningunni er fjölbreytni
Bandaríkjanna því hampað og sér-
stök áhersla lögð á mikilvægt hlutverk
innflytjenda í stofnun lýðveldisins.
Þegar Pence gekk í salinn í Richard
Rodgers-leikhúsinu á föstudagskvöld
var ýmist klappað eða baulað á verð-
andi varaforsetann, og eftir að sýn-
ingunni lauk bað leikarinn Brandon
Victor Dixon um orðið, en hann leik-
ur einmitt varaforsetann Aaron Burr í
sýningunni.
Dixon las því næst upp texta frá
höfundi verksins, leikstjóra, aðal-
framleiðanda og leikurum þar sem
Pence var þakkað fyrir komuna og
hann beðinn um að sjá til þess að
næsta ríkisstjórn starfaði í þágu allra
Bandaríkjamanna.
„Við, herra minn – við – erum
hin fjölbreytta Ameríka sem er ugg-
andi og áhyggjufull um að nýja rík-
isstjórnin sem þú tekur þátt í muni
ekki vernda okkur, plánetuna okk-
ar, börnin okkar, foreldra okkar, eða
verja okkur og styðja við óafsalanleg
réttindi okkar. Við vonum innilega að
þessi sýning hafi fyllt þig innblæstri til
að viðhalda hinum amerísku gildum
okkar og starfa í þágu okkar allra.“
Pence hefur sagt að hann hafi ekki
hneykslast á orðum leikaranna en
sagði þó að aðrir gætu metið hvort
uppákoman hafi verið viðeigandi.
Söngleikjadeilan notuð sem
smjörklípa
Donald Trump, verðandi forseti,
gagnrýndi leikarana hins vegar
harkalega á Twitter strax morguninn
eftir, sagði Pence hafa verið áreittan
en slíkt megi ekki eiga sér stað: „Leik-
húsið verður alltaf að vera öruggur og
einstakur staður. Í gærkvöldi voru að-
standendur Hamilton mjög ókurteis-
ir við góðan mann. Biðjist afsökun-
ar!“
Í færslu sem hann eyddi síð-
ar út gagnrýndi hann Dixon fyrir að
hafa þurft að lesa textann af blaði en
ekki getað munað hann og á sunnu-
dag bætti hann um betur og sagðist
hafa heyrt að leikarar og aðstand-
endur sýningarinnar væru algjör-
lega ofmetnir og ítrekaði að þeir ættu
að biðjast afsökunar fyrir „ömurlega
hegðun.“
Gárungar hafa raunar sagt Trump
svo reiðan að hann muni ekki
einungis byggja vegg milli Bandaríkj-
anna og Mexíkó heldur ætli hann að
endurreisa fjórða vegginn í leikhús-
inu – en hugtakið á við hinn ímynd-
aða vegg milli persóna í sviðsverkum
og áhorfendanna.
Aðrir hafa velt fyrir sér hvort
markaðsmaðurinn Trump sé vísvit-
andi að nota atvikið sem smjörklípu
til að beina athygli fjölmiðla og al-
mennings frá öðrum og mikilvægari
fréttamálum.
Trump varð nýlega að samþykkja
að borga 25 milljónir dollara vegna
málshöfðunar tæplega þúsund nem-
enda sem álitu sig svikna af Trump
University, en ef ekki hefðu náðst
sættir hefði Trump þurft að bera vitni
í dómsal og hefði það orðið eins-
dæmi í sögu forsetaembættisins.
Einnig hefur leikhúsatvikið beint
athygli frá því að Trump hefur strax
brotið loforð sitt um að aðskilja
stjórnmálaferilinn frá viðskipagjörn-
ingum sínum. Erlendum diplómöt-
um hefur þannig verið boðið á við-
skiptakynningar í nýju Trump-hóteli
í Washington og dóttir hans Ivanka,
sem er jafnframt einn æðsti yfirmað-
urinn í viðskiptaveldi hans, fékk að
vera viðstödd fund hins verðandi
forseta með japanska forsætisráð-
herranum. Slíkar fréttir hafa hins
vegar drukknað í umfjöllun um deilu
Trumps og söngleikjahópsins. n
„Við, herra minn –
við – erum hin fjöl-
breytta Ameríka sem er
uggandi og áhyggjufull.
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Pólitískur söngleikur Ekki aðeins eru undirtónar hins margverðlaunaða söngleiks
Hamilton pólitískir heldur lásu leikararnir upp áskorun til verðandi varaforseta Bandaríkj-
anna sem var staddur í leikhúsinu á föstudagskvöld.
( 893 5888
Persónuleg
og skjót
þjónusta
þú finnur
okkur á
facebook
Okkar kjarnastarfssemi er
greiðslumiðlun og innheimta.
Hver er þín?
515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is
Síðan 2006