Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 10
Vikublað 22.–24. nóvember 201610 Fréttir Okrað á íslendingum n Sláandi niðurstöður verðsamanburðar DV n Vörurnar alltaf dýrastar á Íslandi Þ að er okrað á íslenskum neytendum. Það er ekki hægt að unna því. Þetta er mjög alvarlegt mál.“ Þetta segir nýr formaður Neyt- endasamtakanna, Ólafur Arnarson, við DV. Margar íslenskar verslanir fá falleinkunn þegar kemur að verðsamanburði við verslanir í ná- grannalöndunum. DV birtir í dag niðurstöður ítarlegs verðsaman- burðar á 20 vinsælum vörum í jafn mörgum verslunum á Íslandi. Niðurstöðurnar eru afhjúpandi. Al- gengur, hlutfallslegur verðmunur á útsöluverði á Íslandi annars vegar og Bretlandi, Noregi og Danmörku hins vegar er á bilinu 40–150%. Verðsamanburðurinn sýnir að að meðaltali greiða Íslendingar 59% hærra verð fyrir vörurnar en í Nor- egi, 60% hærra en í Danmörku og 77% hærra en í Bretlandi. Versluninni til varnar hefur gengi krónunnar styrkst að undan- förnu, sérstaklega gagnvart pundi. Það leiðir með tímanum vonandi til verðlækkunar en dæmi eru um að verslanir séu enn að selja vörur, svo sem dekk eða reiðhjól, sem keypt- ar voru á mun óhagstæðara gengi. Þetta báru margar verslanir fyrir sig en DV gaf öllum verslununum færi á að skýra verðmuninn. „Í mörgum tilvikum munar óheyrilega miklu, sem ekki verður útskýrt með eðli- legum þáttum,“ segir Ólafur. Vondir heildsalar og hár flutningskostnaður DV heyrði mjög margar og ólík- ar skýringar á þessum mikla verð- mun. Margir bera fyrir sig háan flutningskostnað. Í því samhengi kann- aði DV hvað kostar að flytja stóran gám af dekkjum með skipum frá Kína til Íslands, um Rotterdam. Verðið er á bil- inu 750 til 800 þúsund. Í slík- an gám kom- ast um 1.000 dekk. Kostn- aður á hvert dekk nemur því um 800 krónum. Það er því ljóst að þótt kostnað- ur við flutninga geti verið hár leikur hann minna hlut- verk eftir því sem meira er keypt. Aðrar skýringar sem DV heyrði voru hár launakostnaður, smæð markaðarins, tollar og óhagstætt gengi, svo eitthvað sé nefnt. Nokkr- ir báru fyrir sig að varan sem DV valdi af handahófi væri óvenju- lega hátt verðlögð og endurspegl- aði ekki muninn almennt. Þá sögðu aðrir að vörurnar sem DV valdi væru rétt í þann mund að fara í „lækkunarferli“ og tveir aðilar sögðu að varan væri beinlínis rangt verðmerkt. Margir verslunareigendur báru því við að verð sem DV fann í öðr- um löndum væri mun lægra en það sem þeim býðst hjá íslensk- um heildsölum. Tvær verslanir vísuðu á heildsalann, til að skýra verðmuninn. Nokkrir verslunar- eigendur viðurkenndu þó að hafa sofnað á verðinum eftir styrkingu krónunnar eða að þeir þyrftu ein- faldlega að gera betur. Elko og Max 1 eru til dæmis um það. Sum- ar skýringarnar sem verslunar- mennirnir veittu halda ekki vatni og sýnir DV í dag fram á það. Aðr- ar eiga fyllilega rétt á sér, svo sem að fjármagnskostnaður á Íslandi er, vegna hárra vaxta, miklu hærri hér en í nágrannalöndunum. Hann má rekja til krónunnar. Af svörum sumra versl- ana, svo sem TOYS ‘R‘ US, má álykta að það að reka verslun á Íslandi sé ein sam- hang- andi and- styggð. Hér leggist allt á eitt til þess að verðið endi í hæstu hæð- um. Síminn er dæmi um fyrirtæki sem afsannar þá kenningu en á Íslandi fást snjallsímar á mjög sambæri- legu verði við það sem tíðkast í nágrannalöndunum. Ólafur segir sláandi að horfa á út- komuna í verðsamanburði DV. Hann segir að honum virðist sem mest sé okrað á öryggisvörum og vörum fyrir börn. Hann hvetur verslunar- eigendur til að sniðganga heildsala sem bjóða ekki samkeppnishæft verð. „Verslanir eiga ekki að taka þátt í okri, ef heildsalar okra. Vanda- málið er að við búum í okursamfé- lagi.“ Hann fagnar því að úttektir sem þessar séu gerðar. „Það er mjög sláandi að í öllum tilvikum sé varan dýrust á Íslandi.“ Snjallsímar á góðu verði hér Ekki ein einasta vara, sem valin var af handahófi úr mörgum af stöndugustu verslunum lands- ins, reyndist á lægra verði en í ein- hverju nágrannalandanna þriggja. Með öðrum orðum: Vörurnar tutt- ugu reyndust í öllum tilvikum dýr- ari á Íslandi en í hinum löndun- um þremur. Og yfirleitt er munurinn mjög mikill. Ef úrtakið er lýsandi fyrir ís- lenskan markað í heild má segja að það séu einna helst snjallsímar og – með góðum vilja – þráðlaus heyrnar- tól sem fást á Íslandi á samkeppnishæfu verði. Forðaðist net- verslanir Til að allrar sanngirni sé gætt sér DV til þess að verð sem er til við- miðunar í nágranna- löndunum sé ekki úr netverslun- um, nema slíkt sé sérstaklega tek- ið fram. Það útheimtir kostnað að halda úti verslun og veita þjónustu. Netverslanir eru mjög algengar og fyrirferðarmiklar í löndunum þrem- ur og í flestum ef ekki öllum tilvik- um er hægt að kaupa vörurnar sem hér eru taldar upp á töluvert hag- stæðara verði í netverslunum. Oft er sendingarkostnaður innifalinn – en ekki alltaf. Ekki tekið tillit til tilboða Þá gætti DV þess að líta ekki til tímabundins afsláttar eða til- boða nema láta þess getið. Þannig var í sumum tilvikum hægt að fá vörurnar, sem hér eru taldar upp, á niðursettu verði í þeim verslunum sem um ræðir. Þannig hefur Max 1 tímabundið veitt afslátt af Noki- an-dekkjum. Það sama gildir um Maybelline-maskara bæði í Bret- landi og Noregi, Nike-takkaskó í Bretlandi, svo eitthvað sé nefnt. Nokkrir íslenskir verslunarmenn sögðu við DV að ástæðu fyrir hárri verðlagningu mætti að hluta til rekja til „afsláttarmenningar“ á Ís- landi. Hér hefði lengi tíðkast að verðleggja vörurnar aðeins hærra, til þess að geta auglýst afslátt. Framkvæmdastjóri Max 1 sagði þannig við DV að fæstir keyptu dekk fullu verði. Hann var ósam- mála blaðamanni um að það væru ekki góðir viðskiptahættir. Ólafur Arnarson segir við DV að afsláttar- menning sé ómenning sem sé fjandsamleg neytendum. „Neyt- andinn á að geta gengið að því vísu hvað hlutirnir kosta. Neytenda- samtökin telja þetta ekki góða við- skiptahætti.“ Leitarvélar nýttar Til leitar á verði í hinum löndunum notaði DV þrjár vefsíður; prisjakt. no, pricerunner.dk og pricerunn- er.co.uk. Um er að ræða vefsíður halda utan um verðlagningu á vör- um, bæði í netverslunum og öðr- um verslunum. Þegar sú leit skilaði takmörkuðum árangri leitaði DV að verði eftir öðrum leiðum. Mikil og þung umræða hefur verið um verðlag á Íslandi undanfarnar vikur. Hún kviknaði eftir að fréttir birtust um verðlagningu á LEGO annars vegar og dekkjum hins vegar. Ljóst er af verðkönnun DV í dag að umræðan er þörf. Þótt vissulega sé það rétt að flutningskostnaður til Íslands sé hár, gengissveiflur tíðar og smæð markaðarins geri verslunarmönnum erfitt fyrir, er erfitt að réttlæta helmings mun á vöruverði, hvað þá tvö- eða þrefaldan mun. Í slíkum tilvikum þurfa íslenskir verslunarmenn einfaldlega að gera betur. Ólíkur veruleiki neytenda Markmiðið með þessari úttekt, sem unnin hefur verið undanfarna daga, er ekki að vega að þeim verslunum eða verslunareigendum sem hér eru til umfjöllunar. Ljóst er að þeir koma mjög mismunandi út úr þessari könnun. Sumir þokkalega en aðrir mun verr. Einhverjir ættu ættu greinilega að skoða sín mál, til að halda viðskiptum. Eins og fram kemur í dag eru margar ástæður fyrir því að verð er hærra á Íslandi á meginlandinu. Í dag er markmiðið að vekja athygli á þeim verðmun, stundum gífurlega, sem blasir við neytendum á Íslandi annars vegar og í nágrannalöndunum hins vegar. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is LG 55" Ultra HD Smart sjónvarp (LG-55UH605V) Ísland Bretland Danmörk Land Verð í kr. Verð í mynt Verslun Verðmunur Ísland 169.990 Sjónvarpsmiðstöðin Ísland 139.990 Sjónvarpsmiðstöðin (með afslætti) Bretland 94.136 664 GBP Tesco 80,6% Danmörk 93.321 5.699 DKK Proshop 82,2% Noregur 80.075 5.995 NOK Elkjop 112,3% Sjónvarpsmiðstöðin Ólafur Mar Hreinsson, framkvæmdastjóri Sjón- varpsmiðstöðvarinnar, segir í samtali við DV að óvenju miklu muni í verði á tækinu sem DV valdi af handahófi. Hann segir að miklu minna muni á svipaðri týpu, UH600. Hann vill líka að fram komi að varan sé nú á tilboði í Sjónvarpsmarkaðnum, á 139.900 kr. Hann segir auk þess að um 5% upphæðarinnar megi rekja til flutningskostnaðar. Það sé fyrirtækinu keppikefli að bjóða vörur sínar á samkeppnishæfu verði miðað við nágrannalöndin: „Og helst á lægra verði.“ Þá segir hann að tækið sé ekki til í Tesco núna og óvíst á hvaða verði það verði síðar. DV bar einnig saman verð á Panasonic TX58DX800E 58" LED TV, við verð í Færeyjum. Tækið kostar í Sjónvarpsmiðstöðinni 499.990 krónur. Í Expert í Færeyjum kostar tækið 409.359. Verðmunurinn er 22%. Um var að ræða eina tækið sem fékkst á báðum stöðum. Noregur 169.990 139.990 94.136 93.321 80.075 „ Í mörgum tilvikum munar óheyrilega miklu, sem ekki verður útskýrt með eðlilegum þáttum. Formaður Neytendasamtakanna Ólafur segir niðurstöðurnar sláandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.