Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 13
Vikublað 22.–24. nóvember 2016 Fréttir 13
AEG ryksuga AG3103
Ísland Danmörk BretlandNoregur
Land Verð í kr. Verð í mynt Verslun Verðmunur
Ísland 25.900 Ormsson
Bretland 18.987 134 GBP Argos 36,4%
Noregur 19.969 1.495 NOK Elkjop 29,7%
Danmörk 19.535 1.193 DKK Computer salg Mega Store 32,6%
Ormsson Andrés B. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ormsson, segir í svari til DV að ryksugan sé ekki
til í búðinni og hafi ekki verið til sölu um hríð.
19.53519.969 18.987
25.900
Maybelline VEX Lash
Sensational mascara
Ísland Noregur
Land Verð í kr. Verð í mynt Verslun Verðmunur
Ísland 2.390 Heimkaup.is
Bretland 1.133 8 GBP Thehut.com 111,0%
Noregur 1.322 99 NOK BliVakker.no 80,7%
Danmörk 1.882 115 DKK Coolshop.dk 27,0%
Heimkaup.is Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri hjá Heimkaupum, segir að verðið á vör-
unni í Bretlandi sé töluvert lægra en hann fái það á hjá íslenskum heildsala. „Ég borga tæplega 1.400 krónur
fyrir maskarann.“ Á Íslandi sé enn við lýði eins konar heildsölusamfélag, sem taki sinn skerf. Almennt hjá
Heimkaupum sé miðað við 23% framlegð. Hann segir ekki vinnandi veg fyrir Heimkaup að flytja sjálfir inn all-
ar vörur. „Ég er með 25–30 þúsund aðrar vörur.“ Því þurfi þeir að beina viðskiptum sínum til íslenskra birgja.
Hann segir of algengt að skuldinni sé alfarið skellt á verslunina. Hann bendir líka á að samanburðarþjóðirnar
séu margfalt fjölmennari en Ísland – og geti pantað inn í miklu stærri einingum. Hann segir aðspurður að
þeir reyni statt og stöðugt að herja á sína birgja en það skili ekki alltaf tilætluðum árangri. Hann vonist til að
Heimkaup geti í auknum mæli flutt vörur inn sjálft – það útheimti hins vegar mikinn fjármagnskostnað.
2.390
1.882
1.133
1.322
Britax Advansafix II Sict
Ísland BretlandDanmörkNoregur
Land Verð í kr. Verð í mynt Verslun Verðmunur
Ísland 79.990 Fífa
Noregur 59.439 4.450 NOK Tøffeliten 34,6%
Bretland 35.440 250 GBP Kiddicare 125,7%
Danmörk 49.109 2.999 DKK BabySam 62,9%
Fífa Snorri Ólafur Jónsson hjá Fífu segir gengisbreytingar gera fyrirtækinu erfitt að bjóða upp á verð sem
standist verði í nágrannalöndunum snúning. Ef miðað sé við gengi pundsins eins og það var í vor, 185 krónur,
þá kæmi samanburðurinn miklu betur út. Hár flutningskostnaður sé ekki til þess að bæta ástandið. Hann
segir að í tilfelli þessarar vöru sé Fífa endursöluaðili en ekki umboðsaðili. „Þar af leiðandi erum við ekki að
fá besta verðið hjá þeim.“ Til að fá hagstæðari verð þyrfti Fífa að kaupa vörurnar í ákveðnu lágmarksmagni
og því nái verslunin ekki nema í örfáum vöruflokkum. „Laun og tengd gjöld eru líka hærri hérlendis en víða
er í Evópu.“ Hann segir að hvað samanburð við Bretland áhræri muni miklu um að þar sé virðisaukaskattur á
barnabílstóla 5% en hér sé hann 24%. Snorri segir að markaðurinn í Bretlandi sé skakkur vegna gengisfalls
pundsins en það muni breytast á nýju ári þegar búðir fara að kaupa vörur á nýju gengi pundsins. „Við höfum
verið að lækka verð á mörgu hjá okkur undanfarið þegar nýjar sendingar hafa verið að detta í hús og fylgju-
mst líka vel með hvað sé að gerast hvað verð áhrærir í löndum í kringum okkur.“
35.440
59.439
49.109
79.990
Michelin Primacy 3
sumardekk (205/55/16)
Ísland BretlandNoregur Danmörk
Land Verð í kr. Verð í mynt Verslun Verðmunur
Ísland 22.990 N1
Noregur 10.552 790 NOK Mekk 117,9%
Danmörk 9.972 609 DKK Popgom.dk 130,5%
Bretland 9.640 68 GBP Tyres-outlet.co.uk 138,5%
N1 Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir í svari til DV að ef umrædd dekk væru keypt inn í dag
væri listaverðið 19.500 krónur en ekki 22.990. Gengisstyrking krónunnar gagnvart sænsku krónunni skýri
þann mun en N1 kaupir dekkið af Michelin í Svíþjóð. Sú verslun þjóni Norðurlöndunum. Hann segir að með
teknu tilliti til 12–15% afsláttar til neytenda – sem sé algengast – myndi dekkið kosta 16.575 krónur með
virðisaukaskatti. Hann segir að listaverð frá Michelin á þessu dekki sé 19.933 miðað við gengi og með virðis-
aukaskatti. „Okkar kjör reiknast frá þessum verðum.“
Eggert segir að í Svíþjóð fáist þetta dekk núna á afslætti í Euromaster vegna þess að um er að ræða
sumardekk á um 14.400 íslenskar krónur. Euromaster sé stærsta keðjan á Norðurlöndum og í eigu Michel-
in. Þar ættu dekkin að vera á besta mögulega verði. Eggert segir að kostnaður nágrannalandanna vegna
innflutnings, lagerhalds og dreifingar sé brot af því sem Íslendingar búa við. Í umræðunni um íslenska verslun
gleymist stundum hve hár fjármagnskostnaður sé á Íslandi. Vextir á Íslandi séu himinháir í samanburði við
hin löndin. Það skekki allan samanburð. „Við reynum eins og við getum að bera okkur saman við aðrar sam-
bærilegar keðjur úti í verði og teljum okkur standa okkur ágætlega miðað við að við búum við talsvert annan
veruleika.“ Hann segir ekki sanngjarnt að bera verð í N1 saman við erlendar vefverslanir sem afgreiða beint frá
framleiðendum með engum tilkostnaði. „Við erum að reka verkstæði búin fullkomnustu tækjum sem völ er á
og erum í flestum tilfellum að rukka mun minna fyrir vinnu við umfelganir en sambærilegar keðjur í Svíþjóð.“
22.990
9.64010.552 9.972
Ísland NoregurDanmörk Bretland
netverslanir
netverslun
netverslun netverslun