Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 8
Vikublað 22.–24. nóvember 20168 Fréttir FÁKASEL - FYRIR ALLA Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.is | símI: 483 5050 matur, drykkur og skemmtun Tveggja milljóna króna borgarstjóri n Rúmlega hálf milljón aukalega fyrir stjórnarsetu n Afþakkaði launa- hækkun en er samt á pari við forsætisráðherra eftir ákvörðun kjararáðs D agur B. Eggertsson, borgar- stjóri Reykjavíkur, er með rúmlega tvær milljónir króna í heildarlaun vegna starfa sinna og setu í stjórn- um á vegum borgarinnar. Þegar allt er talið til er hann, þrátt fyrir að hafa afþakkað launahækkun á dögunum, með nánast sömu laun og kjararáð ákvarðaði forsætisráðherra nýverið. Borgarstjóri getur fengið rúma hálfa milljón aukalega fyrir setu í stjórn- um. Þá hefur hann afnot af borgar- stjórabifreið og aðgang að bílstjóra sem er á fullum launum hjá Ráð- húsi Reykjavíkur. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn DV um starfskjör borgar stjóra. Afþakkaði umdeilda launahækkun Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina, lagði í síðustu viku fram ítarlega fyrirspurn í borgarráði um heildarlaunagreiðslur til borg- arstjóra. Vildi hún fá upp á borðið hvaða greiðslur hann væri að þiggja bæði fyrir störf sín og setu í stjórn- um hinna ýmsu fyrirtækja eða félaga tengdum borginni. DV beindi efnis- lega sambærilegri fyrirspurn til borg- arinnar og svörin liggja fyrir. Eftir að kjararáð birti umdeilda ákvörðun sína um hækkun launa þjóðkjörinna fulltrúa, þar sem laun forsætisráðherra hækkuðu úr 1.490.813 krónur í 2.021.825 krónur, varð ljóst að áhrifa ákvörðunarinnar myndi líka gæta á sveitarstjórnar- stigi. Laun borgarstjóra fylgja nefni- lega launum forsætisráðherra og hafa lengi gert. Dagur steig hins vegar strax fram og lýsti því yfir að hann myndi afþakka hækkunina og þann 15. nóvember var samþykkt til- laga borgarstjórnar um óbreytt laun kjörinna fulltrúa. Ekki munu þó allir borgarfulltrúar hafa verið sáttir við þá ákvörðun enda hefðu þeir notið góðs af ákvörðun kjararáðs því laun þeirra nema ákveðnu hlutfalli af þingfarar- kaupi. Hálf milljón fyrir stjórnarsetu Í svari við fyrirspurn DV kemur fram að laun borgarstjóra séu í dag 1.490.457 krónur. Ofan á það leggst síðan starfskostnaður sem nemur rúmum 90 þúsund krónum. Borgarstjóri fær einnig laun fyrir setu í stjórn Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins, rúmar 170 þúsund krónur á mánuði. Þá, líkt og fram hefur kom- ið, fær hann laun sem stjórnarformað- ur Faxaflóahafna þar sem hann er að leysa af formanninn, Kristínu Soffíu Jónsdóttur í fæðingarorlofi henn- ar. Fær borgarstjóri 305.176 krónur á mánuði fyrir að veita stjórn Faxaflóa- hafna formennsku tímabundið. Loks fær Dagur frekari sporslur fyrir setu í Almannavarnanefnd höfuð borgarsvæðisins. Sú nefnd sker sig úr að því leytinu til að þar er ekki um fastar greiðslur að ræða, held- ur fyrir hvern fund. Samkvæmt upp- lýsingum frá Reykjavíkurborg fundar nefndin að jafnaði um tvisvar til fjór- um sinnum á ári, og fær borgarstjóri 31.375 krónur fyrir hvern fund. Þegar þannig hittir á geta heildargreiðslur til borgarstjóra vegna stjórnarsetu numið rúmlega hálfri milljón. Rúmar tvær milljónir Ef greiðslur fyrir Almanna- varnanefndina eru undanskildar nema heildarlaunagreiðslur borgar- stjóra 2.057.157 krónum í dag. Þegar svo hittir á að fundað sé í Almanna- varnanefnd, eru launin augljóslega hærri. Sveinbjörg Birna spurðist einnig fyrir um borgarstjórabifreiðina og hvort henni fylgdi bílstjóri og hver kjör hans væru. Í svari við fyrir- spurn DV kemur fram að borgar- stjóri hafi afnot af bifreið af gerðinni Volkswagen Passat, sem keypt var í janúar 2013 á 5.221.194 krónur. Bifreiðinni fylgir bílstjóri sem er í vinnu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann er þó ekki einkabílstjóri borgarstjóra því fram kemur að hann sinni öðrum akstursverkefnum fyrir ráðhúsið líka. Laun og launatengd gjöld bílstjóra ráðhússins eru áætluð 8,8 milljónir króa árið 2016, eða sem nemur ríflega 730 þúsund krónum á mánuði. Hefði slagað í forsetalaun Heildarlaun borgarstjóra að meðtöld- um aukagreiðslum vegna stjórnar- setu, eru því nánast upp á krónu þau sömu og kjararáð ákvarðaði forsætis- ráðherra í hinum umdeilda úrskurði; rétt rúmlega tvær milljónir króna. Hefði Dagur B. Eggertsson hins vegar þegið þá launahækkun hefðu heildarlaun hans numið alls 2.588.525 krónum, og verið umtals- vert hærri en laun forsætisráðherra og raunar farið að slaga upp í laun forseta Íslands sem fær 2.985.000 krónur eftir ákvörðun kjararáðs. n Þetta fær borgarstjóri í laun Hundruð þúsunda í sporslur vegna stjórnarsetu n Laun sem borgarstjóri: 1.490.457 kr. n Starfskostnaður: 90.636 kr. n Stjórnarmaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins: 170.888 kr. n Stjórnarformaður Faxaflóahafna: 305.176 kr. (Tímabundið. Leysir af stjórnarformann í fæðingarorlofi) n Seta í Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins: 31.375 kr. á fund. (Fundað 2–4 sinnum á ári) n Alls: 2.088.532 kr. n Laun forsætisráðherra eftir nýjustu ákvörðun kjararáðs: 2.021.825 kr. Á góðum launum Dagur B. Eggertsson hefur sjálfur sagt að laun borgarstjóra séu góð. Nú liggur fyrir að mánaðar- laun borgarstjóra geta numið rúmum tveimur milljónum króna. Mynd SigtRygguR ARi Spurði um launin Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- flokks og flugvallarvina, spurði út í heildarlaun borgarstjóra á síðasta borgarráðs- fundi. Mynd SigtRygguR ARi Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.