Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 30
Vikublað 22.–24. nóvember 201626 Menning Þ að er myrkrið og skuggarnir sem eru hvað áhugaverðastir í leikritinu Horft frá brúnni eftir Arthur Miller, sem er sýnt um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Sögusviðið er dimmt og fábrotið verkamannahverfi í námunda við Brooklyn-brúna í New York á sjötta áratugnum. Ítölsk inn- flytjendahjón hýsa tvo unga ættingja konunnar sem eru komnir ólöglega inn í landið til að vinna, en þegar ann- ar þeirra verður ástfanginn af ungri frænku sem hefur alist upp í fóstri hjá Carbone-hjónunum, fyllist heim- ilisfaðirinn Eddie óstjórnlegri af- brýðisemi. Lýsingin, sem er hönnuð af Ólafi Ágústi Stefánssyni, er lítil, þröng og köld svo aðeins lítil brot hárrar borgar sviðsmyndarinnar birtast hverju sinni, hreyfanlegir ljóskastarar færast um hringsviðið og varpa hvítri skímu á persónurnar en skilja stóran hluta þeirra eftir í skugganum. Og það eru einmitt hinar myrkari hliðar sem ómögulegt virðist að hemja, skugga- hliðar sálarinnar sem munu fyrr en síðar koma í ljós með harmrænum af- leiðingum. Lýsing sýningarinnar hefur vakið sterk viðbrögð og má til að mynda nefna að á leiklistarbloggi sínu seg- ir Þorgeir Tryggvason hana „glæsi- legt verk [sem] gegnir óvenju viða- miklu hlutverki“. Gagnrýnandi DV var síður hrifinn. „Þetta er áhugaverð til- raun og vel unnin en gagnast þó sýn- ingunni ekki vel. Að mínum dómi var myrkrið einfaldlega of fyrirferðarmik- ið á þessu stóra sviði, leikararnir duttu niður í notalegan hraða og óþarfa værð færðist yfir áhorfendur,“ skrifaði Bryndís Loftsdóttir. Ágeng og undirlýst Ljósameistarinn Ólafur Ágúst Stefáns- son hefur starfað í leikhúsi frá 2002, byrjaði sem sviðsmaður í Þjóðleik- húsinu en var síðar ráðinn rekstrar- stjóri Austurbæjarbíós. Af nauðsyn fór hann að prófa sig áfram í ljósahönnun á ýmsum viðburðum. Það var svo árið 2008 sem Lárus Björnsson, yfirmaður ljósadeildar Þjóðleikhússins, fékk hann inn í leikhúsið sem lærling. Smám saman steig lærimeistarinn svo til hliðar og Ólafur fór að hanna lýsingu leiksýninganna sjálfur. Meðal nýlegra verka sem hann hefur lýs- ingu fyrir eru Vesalingarnir (sem þeir Lárus fengu Grímuverðlaun fyrir), Af- mælisveislan, Sjálfstætt fólk, Hleyptu þeim rétta inn og Horft frá brúnni. „Maður vinnur alltaf í mjög nánu samstarfi við leikstjóra og leikmynda- hönnuð, en það er misjafn hversu ítar legt það er. Stundum eru kom- in skýr „konsept“ sem maður á að vinna með, en stundum er byrjað á því að kasta einhverjum hugmyndum og tilvísunum á milli fyrir fyrsta sam- lestur,“ segir Ólafur Ágúst um starf ljósahönnuðarins. „Hvað varðar Horft frá brúnni þá var Stefán Metz leikstjóri búinn að sjá þetta mjög vel fyrir sér. Hann var strax með þessa „film- noir“ hugmynd og vildi koma henni á svið. Frá fyrsta spjalli var því ljóst að lýsingin myndi leika mjög stóra rullu. Lýsingin í sýningunni er óvenju- leg og kannski svolítið ágeng: mjög þröng, köld og jafnvel undirlýst á köflum. Það hefði aldrei verið hægt að láta þetta heppnast nema af því að leikstjórinn, leikmyndateiknarinn og ljósahönnuðurinn lögðust allir á sömu sveif,“ segir hann. Kuldi og „goth“ Lýsingin í Horft frá brúnni byggir nánast eingöngu á hvítum ljósum sem varpast úr ljóskösturum inni á sviðinu og eltiljósum úti í sal. „Sean Mackaoui hannaði snilldar- leikmynd sem nýtur sín vel jafnvel þótt hún sé svona þröngt lýst, hún verður bara mystísk og flott. Á fyrstu módelunum „Það er alltaf smá „gothari“ í mér og mér finnst voða gaman þegar hlutirnir eru svolítið myrkir. Við ljósaborðið Ólafur Ágúst Stefánsson ljósameistari á stóran þátt í myrkri og kuldalegri stemningunni í leikritinu Horft frá brúnni í Þjóðleik- húsinu. Mynd Sigtryggur Ari Varpar ljósi á myrkrið n Ljósahönnun Ólafs Ágústs Stefánssonar í leiksýningunni Horft frá brúnni hefur vakið athygli n Ágeng og undirlýst film-noir stemning Kristján guðjónsson kristjan@dv.is Film-noir Stöðugt er vitnað í gamlar film-noir kvikmyndir með lýsingunni í Horft frá brúnni. dimm stræti Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Opnunartími: Virka daga 8.30-18 Laugardaga 10.00-14.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.