Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 18
Vikublað 22.–24. nóvember 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Hefði ekki lifað aðra nótt Friðrik Rúnar Garðarsson lifði af tvær nætur í snjóskafli. – Kastljós Mig langaði til að honum liði hroðalega illa Edda Björgvinsdóttir leikkona um eiginmann sinn fyrrverandi. – Stöð 2 Við erum allavega á fullu að vinna í þessu Ólaf ur Lofts son, formaður Fé lags grunn skóla kenn ara, stendur í ströngu. – mbl.is Á að byggja Samfylkinguna upp? Veruleg kergja er innan Samfylk- ingarinnar vegna samskiptaleysis forystunnar við almenna flokks- menn. Flokknum hafi nánast ver- ið slátrað í síðustu kosningum en þrátt fyrir það hafi forystumenn hans ekki séð ástæðu til að ræða við grasrótina. Þannig hafi liðið langur tími þar til flokksstjórn- arfundur var boðaður og honum hafi síðan verið frestað sökum þess að þriggja manna þingflokk- ur standi nú í rík- isstjórnarmynd- un. Vissulega sé nauðsynlegt að bakka upp rík- isstjórn Katrínar Jakobsdóttur en margir flokks- menn setji spurningarmerki við að Samfylkingin sé beinn þátt- takandi í ríkisstjórninni. Eðlilegra væri að verja ríkisstjórnina enda alls óvíst að Samfylkingin verði til að nokkrum mánuðum liðnum, í það minnsta í núverandi mynd. Samtal milli forystu og flokks- manna verði að eiga sér stað og taka þurfi ákvörðun um hvern- ig, og hvort yfirhöfuð, byggja eigi Samfylkinguna upp að nýju. Fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum Unnið hefur verið að þróun á smíði húsanna í mörg ár og er komin mikil reynsla af byggingu þeirra við ólíkar aðstæður. Gluggagerðin | Súðarvogi 3–5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is FALLEG ÍSLENSK SUMARHÚS Þjóðleg sumarhús sem falla einstaklega vel að íslensku landslagi Mældu rétt strákur! D V hefur gert úttekt á því hvað neytendur hér á landi borga fyrir ýmsar vinsælar vörur og síðan hvað neytendur í Bret- landi, Noregi og Danmörku greiða. Niðurstöðurnar sýna, með undan- tekningum þó, að Íslendingar borga miklu mun meira en nágranna þjóðir fyrir hinar ýmsu vörur og þjónustu. Því miður kemur þetta ekki á óvart. Nú er ekki óeðlilegt, miðað við að við erum eyþjóð, að ýmis gjöld leggist á vörur sem þarf að flytja langa leið landa á milli. Það er svo ekki til að auka öryggið að við búum við óstöð- ugan gjaldmiðil. Hann sveiflast til og frá og stundum svo ört að það er eins og hann lifi sjálfstæðu lífi. Smæð markaðarins hefur einnig sín áhrif og það kostar sitt að halda uppi þjónustu. Allt þetta býður upp á hærra verðlag. En þegar Íslendingar eru að greiða 60–77 pró- sentum hærra verð fyrir vörur en ná- grannaþjóðir þá er ekki ástæða til að kinka samþykkjandi kolli. Hér á landi finnst til dæmis varla sú barnafjölskylda sem ekki þekkir af eigin raun hversu mjög er okrað á vörum fyrir börn. Nokkuð sem ætti að vera ólíðandi en hefur viðgengist svo lengi sem elstu menn muna. Ein frægasta okrarasaga sem við Íslendingar eigum er af einok- unarkaupmanninum sem sagði við búðardrenginn, Skúla Magnússon, síðar fógeta: Mældu rétt strákur! – og átti þá við að hann skyldi gæta þess vandlega að svindla á viðskiptavinin- um við vigt á vöru. Það er ekki laust við að þessi saga komi upp í hug- ann þegar verstu dæmin í þessari könnun eru skoðuð. „Það er okrað á íslenskum neytendum,“ segir for- maður Neytendasamtakanna í við- tali við DV. Hann hvetur verslunar- eigendur til að sniðganga heildsala sem bjóða ekki samkeppnishæft verð og segir: „Verslanir eiga ekki að taka þátt í okri ef heildsalar okra.“ Akkúrat! Viðbrögð Íslendinga við okri eru að leita í æ meira mæli í erlenda net- verslun. Viðskiptavinurinn er þannig að færa sig úr landi með tilheyrandi tapi fyrir íslenska verslun. Sjálfsagt er erfitt fyrir fyrirtæki og verslanir að bjóða svipað verð og gerist í Evrópu og enn erfiðara, sennilega yfirleitt vonlaust, að hafa það lægra en þar gerist. Verslunareigendur ættu hins vegar að líta á það sem siðferðilega skyldu sína að bjóða vörur á eins hagstæðu verði og hægt er. Þannig myndu þeir skapa sér velvild og afla sér traust neytenda. Verslun þrífst ekki án viðskiptavina sem þurfa að vera sáttir við þá þjónustu sem þeir fá. Annars koma þeir ekki aftur. n Myndin Skammdegissól Ferðalangar virða fyrir sér fegurð hverasvæðis í hlíðum Hengils, sunnan Þingvalla. mynd SiGtRyGGuR ARi „Verslun þrífst ekki án viðskiptavina sem þurfa að vera sáttir við þá þjónustu sem þeir fá. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.