Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 9
Vikublað 22.–24. nóvember 2016 Fréttir 9 Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan starfsmann. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður, hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Umsóknir sendist á steinn@dv.is Sérmerktu persónulegu gjafavörurnar ALLT MERKILEGT GarðatorG 3, Garðabæ - S: 555 3569 - Sala@alltmerkileGt.iS - alltmerkileGt.iS Pantaðu í netversluninni Hægt er að fá bæði sent heim eða sækja í nýju versluninni okkar! Allt merkilegt 10 árA „Réttur minn er einfaldlega enginn“ n Faðir Eyjólfs litla stendur frammi fyrir ömurlegum valkostum n Tíminn senn á þrotum Í stuttu máli voru skilaboðin þau að ég á að staðfesta skriflega við norsku barnaverndina að ég muni ekki fara ekki í mál þar ytra til þess að fá forræðið yfir syni mínum. Ef ég geri það þá mun Eyjólfur mögu­ lega fara í fóstur hérna á Íslandi, annars mun hann verða sendur út til Noregs. Okkur er gjörsamlega stillt upp við vegg og tíminn er senn á þrotum. Það er verið að brjóta mann­ réttindi á syni mínum en okkur mæta bara lokaðar dyr hjá hinu opinbera,“ segir Sigurjón Elías Atlason, faðir hins fimm ára gamla Eyjólfs Kristins Elvusonar, sem sendur verður nauð­ ugur til Noregs þann 5. desember næstkomandi að óbreyttu. Þá verð­ ur móðir drengsins, Elva Christina Hafnadóttir, að falla frá dómsmáli sem hún höfðaði á hendur norsku barnaverndinni eftir að hafa verið svipt forræði. „Réttur minn er einfaldlega enginn“ „Afstaða norsku barnaverndarinnar er sú að hvorki móðir hans né móður amma hans og afi eigi að hafa forræði yfir drengnum. Þau fyrirgerðu þeim rétti sínum með fíkniefnaneyslu, óreglu og slæmu heimilisástandi. Ég er faðir drengs­ ins og hef ekki gerst brotlegur um neitt. Réttur minn er einfaldlega enginn og ég hefði aldrei trúað því að óreyndu,“ segir Sigurjón Elías. Hann kveðst, að svo stöddu, ekki geta fallist á skilyrði norsku barna­ verndarinnar. „Lagalegur réttur minn er nánast sá sami í Noregi og hér heima. Ég veit ekki hvort nokkur gæti skrifað undir plagg þar sem hann fyrirgerir rétti sínum til þess að berjast fyrir samvistum við barnið sitt. Ég trúi í raun og veru ekki að ég standi frammi fyrir þessum valkost­ um,“ segir Sigurjón. Hann er með súrt bragð í munni eftir samskipti sín við Barnastofu. Á fundinum var vísað til þess að Sigur­ jón Elías hefði nýlega eignast annað barn, son sem fæddist í október. „Það var gefið í skyn að ég hefði nóg fyrir stafni að sjá um son minn. Ég ætti því að skrifa undir þessi skil­ yrði, einbeita mér að fjölskyldunni í Danmörku og gleyma hinum syni mínum. Þetta var ómanneskjulegt,“ segir Sigurjón Elías. Sterkur ráðherra þarf að höggva á hnútinn „Við vorum bjartsýn eftir nýlegan fund í innanríkisráðuneytinu þar sem okkur var vel tekið og virtumst njóta ákveðins skilnings. Þessi fund­ ur hjá Barnastofu gerði að engu all­ ar okkar vonir og við vitum ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga. Í dag funduðum svo með fulltrúum velferðarráðuneytisins og sá fundur olli okkur miklum vonbrigðum. Þau höfðu bara upplýsingar um málið úr fjölmiðlum og gátu ekki veitt okkur neina ráðgjöf eða bent á mögulegar lausnir,“ segir Guðný Helga Þórhalls­ dóttir, móðir Sigurjóns Elíasar. Tím­ inn er senn á þrotum og núna virðist aðeins vera einn möguleiki í stöð­ unni. „Embættismennirnir eru ekki að fara að höggva á þennan hnút. Eini möguleikinn er sá að íslenskur ráðherra stígi upp, hafi samband við kollega sinn í Noregi og komist að samkomulagi við hann.“ n Feðgarnir „Ég er faðir drengs- ins og hef ekki gerst brotlegur um neitt. Réttur minn er einfald- lega enginn og ég hefði aldrei trúað því að óreyndu,“ segir Sigurjón Elías. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Einstæð móðir vann 18 milljónir E instæð móðir í Reykja­ vík keypti sér Launamiða Happaþrenn unn ar í Hag­ kaupum í Spöng inni í byrj un októ ber og var búin að eiga miðann uppi í skáp í mánuð þegar hún ákvað loksins að skafa hann. Í ljós kom að hún hafði unnið veglegan vinning; rúmlega 18 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Happdrætti Háskóla Íslands þar sem segir að konan hafi verið ansi kát þegar hún mætti með Launa­ miðann góða. Eins og sést á myndinni þá eru þrjár kórónur í einum reitnum sem þýðir að konan hefur unnið 100.000 krónur á mánuði næstu 15 árin, skattfrjálst. n LjóSmynd/SkjáSkot aF FaceBookSíðu HappaÞRennunnaR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.