Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 20
Vikublað 22.–24. nóvember 20162 Kerti og spil - Kynningarblað LEGO fyrir alla, konur og kalla Legobúðin í Smáralind L ego þarf vart að kynna enda er um að ræða heimsþekkt vörumerki sem fæst nánast alls staðar á Íslandi. „Þú finn­ ur Lego í stærstu matvöru­ verslunum og í litlum skúmaskotum úti á landi,“ segir Frímann Valdimars­ son, starfsmaður Legobúðarinnar í Smáralind og yfir­Legonörd að eig­ in sögn. Hann bendir jafnframt á að í Legobúðinni vinni eingöngu Le­ gonördar, sem viti töluvert meira um Lego en starfsmenn annarra versl­ ana. „Allir starfsmenn Legobúðar­ innar hafa farið í sérstakt námskeið á vegum höfuðstöðva Lego­vörumerk­ isins. Því eru allir sem vinna í Lego­ búðinni svokallaðir Lego­Specialist­ ar,“ bætir hann við. Frímann segist hafa safnað Lego­settum markvisst í 10 ár, og hefur verið að leika sér með Lego í hátt í 25 ár. Lego er síð­ ur en svo bara fyrir börn, þó svo börn hafi flest mjög gaman af Lego. Frí­ mann bendir á að til séu ófá sam­ félög Lego nörda á veraldarvefnum þar sem Legonördar um allan heim deila fróðleik um Lego­vörumerkið og fleira áhugavert efni tengt því. Legobúðin var opnuð á Íslandi þann 17. mars á þessu ári. Verslun­ in er staðsett í Smáralind á annarri hæð og þekkist á glæsilegum útstill­ ingum eingöngu byggðum úr Le­ gokubbum af Frímanni. Í verslun­ inni fæst töluvert meira úrval af Lego vörum en þekkist annars stað­ ar hérlendis. Lego búðin selur lang­ flest af þeim þemum og línum sem Lego setur á markað og allar sem fást í Evrópu. Vinsælustu línurnar eru Star Wars­línan, Superheroes­línan, Lego Friends og Lego City, sem er í raun áframhald á upphaflegu Legolínunni. „Og þó svo búðin sé sérvöruverslun, þá eru vörurnar ekki seldar á hærra verði en annars staðar, við höfum meira að segja oft verið ódýrari en aðrar verslanir,“ bendir Frímann á. „Lego framleiðir ótrúlegt úrval af línum og settum. Það er í raun til Lego fyrir alla, alla aldurshópa og öll kyn. Sjálfur er ég aðallega í því að byggja borgir og bæi,“ segir Frí­ mann. Hann segist safna markvisst settum úr Lego Creator­línunni. Um er að ræða línu sem inniheldur aðal­ lega húsasett og eru sum húsin með­ al þeirra stærstu og flóknustu sem fást frá Lego. Það nýjasta í línunni eru svokölluð þrír­í­einu sett, þar sem hægt er að byggja þrjá mismun­ andi hluti úr einu setti af kubbum. „Svo dett ég líka aðeins inn í Super­ heroes­línuna. Spiderman er enda minn maður,“ greinir Frímann frá. Legobúðin selur einnig sjald­ gæfari Lego­sett og þar má til dæm­ is nefna Architect Lego­línuna, sem fæst eingöngu í Legobúðinni. „Það má í raun enginn annar á Íslandi selja þetta en við. Hér er mjög gott úrval úr Architect­línunni eða um tíu sett,“ segir Frímann. Línan kom fyrst á markað árið 2008 og byrjaði upp­ haflega með arkitekti frá Bandaríkj­ unum sem hafði verið Legonörd frá því hann var lítill. Hann lék sér sem lítill drengur við að búa til módel úr Lego af raunverulegum byggingum. Hann sendi svo tillögu í gegnum fjár­ mögnunarsíðuna ideas.com og hóf þannig samstarf með Lego. „Í dag er Architect­línan orðin sérstakt þema hjá Lego og selst mjög vel. Lego er í samstarfi við framan nefnda vefsíðu og þar sendir fólk inn tillögur fyrir Lego­sett. Fái tillagan 10.000 „like“ eða meira, þá fer settið í framleiðslu og sá sem átti tillöguna fær prósentu af sölu settsins,“ útskýrir Frímann. „Við erum líka með Mindstorms­ línuna sem ég hef ekki séð annars staðar. Sú lína inniheldur vélmenni sem hægt er að stjórna með appi í símanum. Við erum í raun með allt sem aðrir eru með, nema bara meira af því, betra úrval og töluvert betri þjónustu,“ segir Frímann. Legobúðin er á 2. hæð í Smára­ lind, 201 Kópavogi. Hægt er að fylgj­ ast með Legobúðinni á helstu sam­ skiptamiðlum svo sem Facebook, Twitter, Instagram og Snapchat. Hægt er að hafa samband við starfs­ menn Legobúðarinnar í síma 551­ 6700. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.