Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 26
Vikublað 22.–24. nóvember 201622 Sport Glæsibæ • www.sportlif.is PróteinPönnukökur Próteinís Próteinbúðingur L iðum í kínversku ofurdeildinni í knattspyrnu hefur á undanförn­ um misserum tekist að sópa til sín fjölmörgum leikmönnum í hæsta gæðaflokki til að auka veg og virðingu kínverskrar knattspyrnu. Gríðarlegar fjárhæðir eru í spilunum og hafa lið bæði greitt fúlgur fjár til evrópskra félaga fyrir þessa leikmenn og leikmönnunum sjálfum ótrúlegar upphæðir í laun. Eins og staðan er núna eru fimm af fjórtán launahæstu leikmönnum heims að spila í Kína. Stjarna freistað Stjörnur á borð við Hulk, Ezequiel Lavezzi og Ramires eru á meðal þeirra sem gengið hafa til liðs við kínversk félög að undanförnu. Þess ber að geta að íslenski landsliðs­ framherjinn, Viðar Örn Kjartans­ son, lék eitt tímabil með Jiangsu Sainty í Kína í fyrra. Margir þeirra þekktu leikmanna sem ákveðið hafa að elta launin til Kína að undanförnu hafa í mörg­ um tilfellum hafnað tilboðum frá heimsþekktum evrópskum félögum í aðdraganda þess. En þessum stjörnufans fylgir að auðnum er misskipt í ofurdeildinni. Greint hefur verið frá því að 47 leik­ menn – eða 10% leikmanna – þéni 81% af heildarlaunum leikmanna í kínverska boltanum. Engin önnur deild státar af öðrum eins launa­ ójöfnuði. Tevez næstur? Nú berast fregnir af því að ónefnt fé­ lag í Kína hafi áhuga á að fá argent­ ínska framherjann Carlos Tevez til liðs við sig. Heimildir herma að til­ boðið sem hinn 32 ára gamli Tevez hafi fengið í hendurnar myndi gera hann að langlaunahæsta leikmanni heims. Hann myndi fá sem nemur 4,8 milljörðum króna í árslaun. Tevez sneri aftur til Boca Juniors í heimalandinu í fyrra eftir farsælan 11 ára feril utan Argentínu, þar sem hann lék meðal annars með West Ham, Man Utd, Man City og Juvent­ us. Hann er sagður hafa hafnað til­ boði frá Kína áður, en nýja ofurtil­ boðið muni reyna virkilega á tryggð hans við uppeldisfélagið, slíkar séu upphæðirnar sem um ræðir. Þá hef­ ur fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Man Utd, Wayne Rooney, verið orð­ aður við kínversk félög. Dýrastur en ekki launahæstur Þeir yrðu ekki fyrstu leikmennirnir til að tryggja fjárhagslega framtíð sína með einu til tveimur tímabilum í Austurlöndum fjær. DV tók saman nokkra af launahæstu leikmönnum kínversku ofurdeildarinnar. Athygli vekur að dýrasti leikmaður í sögu deildarinnar, Brasilíumaðurinn Alex Teixeira, sem keyptur var í árs­ byrjun á 42 millj­ ónir punda, kemst ekki á topp fimm listann. Árs­ laun þeirra eru í ís­ lenskum krónum. n Kínagullið glóir n 5 af 14 launahæstu leikmönnum heims spila í Kína n Launamisskipting hvergi meiri Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is 2 Graziano Pellé Félag: Shang- dong Luneng Aldur: 31 árs. Árslaun: 2 milljarðar króna Ítalski framherj- inn sló í gegn hjá Southampton og spilaði sig meðal annars inn í ítalska landsliðið. En þegar Shangdong Luneng bauð honum tæpa tvo milljarða króna á ári fyrir að skora í Kína þá stóðst hann ekki boðið. Það er nóg til að gera hann að 6. launahæsta leik- manni heims, rétt á eftir Paul Pogba, miðjumanni Man Utd. Með fullri virðingu fyrir Pellé, þá datt hann í lukkupottinn. 1 Hulk Félag: Shanghai SIPG Aldur: 30 ára Árslaun: 2,4 milljarðar króna Brasilíski kraftframherjinn er launahæsti leikmaður kínversku deildarinnar og fjórði launahæsti leikmaður heims á eftir aðeins Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Gareth Bale. Hann vakti fyrst athygli með Porto en var seldur til Zenit í Pétursborg fyrir töluverða upphæð þar til Sven Göran Ericsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, fékk hann til Shanghai SIPG. Félagið samdi nýverið við þjálfarann Andre Villas Boas sem fær 1,5 milljarða á ári fyrir að stýra liðinu. Nóg til á þeim bænum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.