Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 7
Vikublað 22.–24. nóvember 2016 Fréttir 7 Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda-, striga- og segulprentun. Textaskraut, sandblástur, GSM hulstur og margt fleira... Karamella og perur Súkkulaði og ferskjur Vanilla og kókos Bragðgóð grísk jógúrt að vestan Þau semja um málefnin Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, hófust í gær, mánudag, og var fundað í fjórum málefnahópum. Efnahagsmál Atvinnu- og umhverfismál Heilbrigðis-, velferðar- og menntamál Utanríkismál og stjórnarskrá Theodóra S. Þorsteinsdóttir (A) Björt Ólafsdóttir (A) Nichole Leigh Mosty (A) Eva Einarsdóttir (A) Þorsteinn Víglundsson (C) Þorgerður K. Gunnarsdóttir (C) Hanna Katrín Friðriksson (C) Jóna Sólveig Elínardóttir (C) Smári McCarthy (P) Jón Þór Ólafsson (P) Einar Brynjólfsson (P) Birgitta Jónsdóttir (P) Oddný G. Harðardóttir (S) Gunnar Tryggvason (S) Guðjón Brjánsson (S) Heiða Björg Hilmisdóttir (S) Steingrímur J. Sigfússon (V) Lilja Rafney Magnúsdóttir (V) Rósa Björk Brynjólfsdóttir (V) Steinunn Þóra Árnadóttir (V) ildarviðræðna, utan að í stefnuskrá Bjartrar framtíðar kemur fram að flokkurinn vill klára aðildarviðræð­ urnar og leggja aðildarsamning í dóm þjóðarinnar. Viðreisn vill íhaldssamari nálgun í stjórnarskrármálum Fjórir flokkanna fimm vilja ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar á grunni tillagna stjórnlagaráðs, þó með mismunandi útfærslu. Þannig vilja Píratar að ný stjórnarskrá, sem byggi á tillögum stjórnlagaráðs í öllum efnisatriðum, verði samþykkt. Vinstri græn, Björt framtíð og Samfylkingin vilja að endurskoðun stjórnar­ skrárinnar byggi á vinnu stjórnlagaráðs. Viðreisn hins vegar er íhaldssamari á stjórn­ arskrána en er alls ekki á móti endurskoðunar hennar. Ekki samstaða um tollamál og innflutning Þegar kemur að landbún­ aðarmálum er talið að Vinstri græn muni þurfa að gefa eftir að einhverju leyti. Flokkurinn hefur fram til þessa verið fylgjandi búvörusamningum í þeirri mynd sem hafa tíðkast en hinir flokkarnir, einkum Björt framtíð, hafa tekið harða afstöðu gegn samningunum. Vinstri græn eru sögð tilbúin til að gefa eftir, enda sé búið að samþykkja endurskoðun samninganna, með því skilyrði að lögð verði áhersla á umhverfismál og dýravelferð við þá endurskoðun. Þá liggi mikið við að sátt náist um landbúnaðarkerfið. Tollamál og innflutningur landbúnaðarafurða gætu hins vegar reynst ásteytingar­ steinar. Verður ekki látið brjóta á heilbrigðismálum Hvaða varðar heilbrigðiskerfið er ekki um það deilt að leggja þurfi frek­ ari fjármuni í upp­ byggingu þess. Hins vegar er vitað að Viðreisn er fylgj­ andi aukinni að­ komu einkaaðila að heilbrigðiskerf­ inu en Vinstri græn eru því alfarið mót­ fallin. Flokkarnir, utan Við­ reisnar, vilja draga verulega úr eða afnema kostnaðar­ þátttöku sjúklinga. Sam­ kvæmt heimildum DV inn­ an úr Viðreisn yrði ekki látið brjóta á þess­ um málaflokki að því gefnu að ekki yrði gerð krafa um að sá einkarekstur sem nú þegar er til staðar innan kerfis­ ins yrði aflagður. Samstaða í mörgum málaflokkum Í öðrum málaflokkum er sögð vera næsta mikil sam­ staða um flest mál. Þannig er til að mynda nokkuð almenn sátt um umhverfismál, menntamál, mál­ efni innflytjenda og flóttamanna, svo nokkur dæmi séu tekin. Þó ber þess að geta að málefnaumræður eru stutt á veg komnar og ljóst að eitthvað gæti komið upp á í þeim sem takast þarf á við. Deilumálum sem illa geng­ ur að ná sátt um innan hópanna verður vísað til formanna flokkanna sem munu taka þau til meðferðar. n V innubrögð Landsbank­ ans varðandi eignasölur hans á undanförnum árum hafa skaðað orðspor fyrir­ tækisins enda létu stjórnendur þess ekki alltaf á það reyna hvort fá hefði mátt hærra verð fyrir eignirn­ ar. Bankinn hefði fyrr þurft að setja sér skýrar reglur um sölu eigna og fylgja betur þeim meginkröfum um að selja mikilvægar eignir í opnu og gagnsæju söluferli. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Endurskoðunar, Eignasala Lands­ bankans hf. 2010­2016. Í henni er fjallað sérstaklega um sölu Lands­ bankans á eignarhlutum sínum í Vestia hf., Promens hf., Framtakssjóði Íslands slhf., Borgun hf. og Valitor hf. „Allar þessar sölur fóru fram í lokuðu ferli og í sum­ um tilvikum fékkst líklega lægra verð fyrir eignarhlutina en vænta mátti miðað við verð­ mætin sem þeir geymdu,“ segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun ákvað að ráð­ ast í gerð skýrslunnar vegna beiðna frá einstaka þingmönnum, Lands­ bankanum og Bankasýslu ríkisins um að hún tæki eignasölu bankans til skoðunar í kjölfar Borgunarmáls­ ins svokallaða. Stofnunin gagnrýnir bankann sérstaklega fyrir að hafa ekki aflað sér nægilegra upplýsinga um greiðslu­ kortafyrirtækið Borgun. Erfitt sé að meta þá fjárhæð sem Landsbankinn hafi farið á mis við vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe þegar hann seldi hópi fjár­ festa og stjórnenda Borgunar 31,2 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Í til­ kynningu Landsbankans um niður­ stöðu Ríkisendurskoðunar er bent á að fyrirtækið undirbúi nú málsókn vegna sölunnar en stjórnendur þess telja að fjárfestahópurinn hafi átt að upplýsa um verðmætin sem Borgun átti rétt á vegna yfirtökunnar. n Svört skýrsla um eignasölu bankans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.