Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 11
Vikublað 22.–24. nóvember 2016 Fréttir 11 PLAYMOBIL 6130 Large Tractor with Trailer Ísland DanmörkNoregur Bretland Land Verð í kr. Verð í mynt Verslun Verðmunur Ísland 7.499 TOYS 'R' US Danmörk 4.912 300 DKK TOYS 'R' US 52,7% Noregur 5.329 399 NOK TOYS 'R' US 40,7% Bretland 3.826 27 GBP John Lewis 96,0% TOYS ‘R‘ US DV sendi fyrirspurn á Liselotte Gjerdrum, talsmann TOYS ‘R‘ US á Norðurlöndum. Hún bendir á að TOYS ‘R‘ US í Bretlandi sé á vegum annarra rekstraraðila. Hún segir að vegna launakostnaðar, tolla, leigukostnaðar og flutninga sé mun kostnaðarsamara að stunda viðskipti á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Hún rekur kjarabætur íslensks verslunarfólks frá árinu 2013 og sýnir fram á að kjarasamningsbundnar hækkanir séu margfaldar samanborið við Finnland. Hún tekur þó ekki fram að verðlag hér hafi á sama tímabili hækkað mjög – þar með talið á leikföngum. Hún nefnir að tollar á leikföng séu hærri á Íslandi (yfirleitt 10% samanborið við 4,7% í Noregi og Danmörku). Þá nefnir hún í svari sínu að krónan hafi styrkst en benda má á að slíkt ætti að leiða til lækkunar vöruverðs. Allt framan nefnt sé til þess fallið að hækka vöruverð á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. 28.995 Nokian Hakkapeliitta R2 vetrardekk 4 stykki (stærð 215/55/16) Ísland Noregur BretlandDanmörk Land Verð í kr. Verð í mynt Verslun Verðmunur Ísland 139.328 Max 1 Noregur 70.792 5.300 NOK Byttdekk 96,8% Bretland 63.338 447 GBP Camskill 120,0% Danmörk 64.714 3.952 DKK Popgom.dk 115,3% Max1 Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri Max1, segist ekki hafa einhlíta skýringu á þessum mikla verðmun. Hann segir aðspurður að fyrirtækið reyni að ná um 30% framlegð af dekkjasölu, svo reksturinn gangi upp. Hann segir að í þeim dæmum sem hann hafi skoðað sé verðmunurinn á milli Íslands og annarra Norðurlanda á bilinu 15–20%. „Við erum ekki sáttir ef við erum að kaupa dekkin á hærra verði en þessir aðilar,“ segir hann í samtali við DV. Hann bendir á að verðstríð virðist hafa verið á dekkjum í netverslun í Bretlandi undanfarið og bendir líka á að umfelgun sé mun dýrari í samanburðarlöndun- um. Þá hafi Max1 keypt dekkin í ágúst þegar gengið var ekki eins sterkt. „En þessar fréttir eru áskorun fyrir okkur um að gera betur,“ viðurkennir hann. Norsborg 2+2 hornsófi úr IKEA (Finnsta, dökkgrár) Ísland BretlandNoregur Danmörk Land Verð í kr. Verð í mynt Verslun Verðmunur Ísland 164.900 IKEA Bretland 127.584 900 GBP IKEA 29,2% Noregur 130.832 9.795 NOK IKEA 26,0% Danmörk 127.709 7.799 DKK IKEA 29,1% IKEA Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, sendi DV mjög ítarlegt svar um verðmynd- un í versluninni. Hann tekur fyrst fram að Ísland sé langminnsti markaður IKEA og í Bretlandi sé hann til dæmis 200 sinnum stærri. Þá séu öll Norðurlöndin nema Ísland í samkrulli varðandi birgðahald og innkaup. Þórarinn nefndi átta ástæður sem reifaðar verða hér stuttlega, en nánar má lesa um á dv.is á næstu dögum. Í fyrsta lagi sé verð í vörulistanum ákveðið með margra mánaða fyrirvara. Núgildandi vörulisti hafi verið ákveðinn þegar evran var 142 krónur og pundið í 182 krónur. Það hafi snarbreyst. Fastur kostnaður í öðrum löndum deilist niður á fjölmargar búðir en ekki bara eina, eins og hér (til dæmis yfirmannsstöður og útgáfa bæklings). Hann nefnir umfang, sem sé ein stærsta breytan. Á viku sæki um 50 þúsund gestir IKEA. Það þætti rólegur dagur í IKEA Wembley í London. Vart þurfi að fjölyrða um hagræðið og nýtingu tækja og tóla þegar verslanirnar eru stærri og fleiri. Hann segir það algengan misskilning að allar IKEA verslanir kaupi inn vörur á sama verði. Magnið ráði verðinu eins og í öðrum viðskiptum. Stærstu búðirnar kaupi fulla gáma beint frá verksmiðju en aðrir af dreifingarstöð, því fylgi kostnaður. Hann bendir líka á að kostnaður við flutning yfir hafið hafi numið 5% af veltu síðasta árs. Til viðbótar býður IKEA á Íslandi meiri þjónustu en víðast hvar annars staðar, svo sem ókeypis teikniþjónustu á innréttingum og heimsendingu. Loks sé virðisaukaskattur hærri hér en t.d. í Bretlandi (24% á móti 20%) „og það munar um minna.“ Þá segir hann að IKEA muni halda áfram að lækka verð með reglubundnum hætti á meðan krónan styrkist. 7.499 4.912 5.329 3.826 70.792 63.33864.714 139.328 127.584127.709130.832 164.900 Google Pixel 128 GB snjallsími 5" skjár Ísland BretlandNoregur Danmörk Land Verð í kr. Verð í mynt Verslun Verðmunur Ísland 139.990 Síminn Noregur 133.436 9.990 NOK Proshop 4,9% Danmörk 130.984 7.999 DKK Proshop 6,9% Bretland 118.937 839 GBP Kickmobiles 17,7% Síminn Snjallsímar eru eina varan í úttekt DV sem segja má að sé á sambærilegu verði á Íslandi og í hinum löndunum. Síminn er þó dýrastur en það munar tiltölulega litlu í verði. Proshop er fyrst og fremst net- verslun en hefur nokkur „outlet“ í Danmörku og Noregi. Verðið er nokkuð lægra í Bretlandi, hjá Kikmobiles (verslun í London). Munurinn er þó ekki slíkur að DV teldi þörf á að leita skýringa Símans. 139.990 118.937 133.436 130.984 netverslun netverslun netverslun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.