Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 12
Vikublað 22.–24. nóvember 201612 Fréttir Garmin Forerunner 25 GPS hlaupaúr Ísland NoregurDanmörk Bretland Land Verð í kr. Verð í mynt Verslun Verðmunur Ísland 28.995 Elko Noregur 10.672 799 NOK Siba 171,7% Danmörk 14.492 885 DKK Computer salg mega store 100,1% Bretland 11.339 80 GBP Curry's 155,7% Elko DV kannaði upphaflega verð á Forerunner 235-hlaupaúri. Verð á því var um 75% hærra hér en í samanburðarlöndunum. Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko, bar því við að sú tiltekna vara hefði verið of hátt verðlögð. Umboðsaðili hafi fallist á lækkun og útsöluverðið lækkað í kjölfarið. DV kannað þá aðra týpu, þá sem hér sést. Á því er enn meiri verðmunur. Skýringin sem hann gaf á þessari verðlagningu var sú að um væri að ræða vöru á „útleið“. Erlendir aðilar væru alltaf á undan að lækka hjá sér verð, því þeir væru hluti af stærri keðjum. Hann sagði að mjög fljótlega færi þetta úr í lækkunarferli hjá Elko. Gestur sagði við DV að almennt væru þeir hjá Elko óhressir ef verðið væri ekki svipað eða að hámarki 10–14% hærra hjá þeim en hjá samstarfsaðilum þeirra á hinum Norðurlöndunum. DV hefur ekki tekist að finna þeim orðum stað. Þannig verður Playstation 4 pro, sem er væntanleg, 43% dýrari í Elko en í Curry‘s í Bretlandi, svo eitt dæmi sé tekið. 28.995 10.672 14.492 11.339 Lego Star Wars turbo tank Ísland Noregur Danmörk Bretland Land Verð í kr. Verð í mynt Verslun Verðmunur Ísland 34.999 (verð skv. vefsíðu) Hagkaup Ísland 24.999 Hagkaup 40,0% Danmörk 12.429 759 DKK Legeland 181,6% Bretland 11.198 79 GBP TOYS 'R' US 212,6% Noregur 14.666 1.098 NOK TOYS 'R' US 138,6% Hagkaup Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir við DV að varan sem DV valdi af handahófi sé ekki rétt verðmerkt. Rétt verð sé 24.999, miðað við 20% framlegð, sem er sama verð og í Toys ‘R‘ Us. „Verðið 34.999 kr. er kolrangt enda hefur ekki verið selt eitt einasta stykki á því verði. Þetta lítur ekki vel út og speglar ekki almennt verðmun milli landa hjá okkur. Við erum í viðræðum við þennan birgja hjá okkur þar sem innkaupsverð hafa ekki fylgt þróun gengis.“ Það var upphaflega verð á LEGO-kassa sem hratt af stað þeirri umfjöllun sem verið hefur um verðlag á Íslandi. Gunnar segir að verð á LEGO sæti nú endurskoðun hjá Hagkaupum – eftir fréttir síðustu viku. 34.999 24.999 14.666 12.429 11.198 Bose CQ 35 heyrnartól Ísland Danmörk BretlandNoregur Land Verð í kr. Verð í mynt Verslun Verðmunur Ísland 54.900 Nýherji Noregur 50.610 3.789 NOK Oslo Hifi Center 8,5% Danmörk 45.604 2.785 DKK Elgiganten 20,4% Bretland 41.103 290 GBP Currys 33,6% Nýherji Sveinn Orri Tryggvason, sölustjóri hjá Nýherja, segir við DV að viðskipti við Bose lúti öðrum lögmálum en viðskipti við aðra aðila. Allar vörur þurfi að fyrirframgreiða og í því geti falist mikill fjár- magnskostnaður. Við bætist flutningskostnaður og þetta tvennt skýri verðmun á milli landa. Þess má geta að Nýherji sér Elko fyrir vörunni en þar er útsöluverðið það sama. Sveinn segir að frá hruni hafi Bose haft þennan háttinn á gagnvart Íslendingum. Hann segir að vanmetið sé hversu hár fjármagns- og vaxtakostn- aður sé á landinu. Krónan sé mörgum fyrirtækjum erfið. 45.604 50.610 41.103 54.900 Kartell Bourgie lampi (svartur) Ísland NoregurDanmörk Bretland Land Verð í kr. Verð í mynt Verslun Verðmunur Ísland 42.900 Líf og list Bretland 31.187 220 GBP Utility 37,6% Noregur 33.927 2.540 NOK Design Belysning 26,4% Danmörk 35.370 2.160 DKK t.i.n.g. 21,3% Líf og list Jón Hjörtur Oddsson hjá Líf og list sagði í svari til DV að vissulega væri verðsaman- burðurinn „ekki heppilegur“. Hann sagði að því miður væri það ekki hans að svara fyrir verðmuninn, heldur fyrirtækisins Flæðis ehf. sem hefur umboð fyrir Kartel á Íslandi. „Þótt ég hafi pressað á forsvarsmenn Flæðis ehf., bæði í samtölum og tölvupósti – þá hefur verð til okkar ekki lækkað.“ Hann sagði aðspurður að engin tenging væri á milli fyrirtækjanna tveggja og enginn réði verðlagningu í Líf og list „nema við sjálf.“ 33.927 31.187 35.370 42.900 eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.