Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 27
Vikublað 22.–24. nóvember 2016 Sport 23
Í takt við tímann
• Við erum flutningsmiðlun og sjáum um að koma vörum milli landa.
• Við byggjum á víðtækri reynslu úr flutningaheiminum.
frakt flutningsmiðlun / sundagörðum 2 , 104 reykjaVík / sími: 520 1450
Bílahitari
Við einföldum líf bíleigandans
Termini 1700 bílahitarinn er tilvalin lausn. Hann er lítill og nettur
og auðvelt að koma honum fyrir t.d. undir mælaborði bílsins.
Allur tengibúnaður fylgir ásamt tímarofa sem ræsir hitarann t.d.
klukkutíma áður en þú leggur af stað.
Verð kr. 39.000
Væri ekki dásamlegt að sleppa við að skafa glugga og geta sest inn í
heitan og notalegan bílinn á köldum vetrarmorgni?
Láttu verkstæðið sjá um ísetninguna.
Verð frá kr. 49.900 með ísetningu.
11.0
52
Launahæstu
leikmenn heims
1. Cristiano Ronaldo – Real Madrid
2. Lionel Messi – Barcelona
3. Gareth Bale – Real Madrid
4. Hulk – Shanghai SIPG
5. Paul Pogba – Man. United
6. Graziano Pellé – Shangdong Luneng
7. Ezequel Lavezzi – Hebei China Fortune
8. Wayne Rooney – Man. United
9. Neymar – Barcelona
10. Zlatan Ibrahimovich – Man. United
3 Ezequiel Lavezzi
Félag: Hebei China Fortune Aldur: 31 árs. Árslaun: 1,9 milljarðar króna
Argentínski framherjinn hafði átt góð ár hjá Napoli á Ítalíu og var ekki á neinum sultarlaun-
um hjá PSG í Frakklandi þegar samningur hans rann út hjá félaginu í sumar. Þá kom tilboð
frá Hebei sem hann gat ekki hafnað. Samningurinn gerir hann að 7. launahæsta leikmanni
heims, rétt á eftir Pellé, og þénar hann meira en stjörnur á borð við Wayne Rooney, Neymar
og Zlatan Ibrahimovic sem skipa restina af topp 10 heimslistanum. Ótrúlegar upphæðir í því
samhengi, sem ekkert þeirra liða sem vildu semja við hann í sumar gátu jafnað.
4 Ramires
Félag: Jiangsu Suning Aldur: 29 ára Árslaun: 1,6 milljarðar króna
Brasilíski miðjumaðurinn fór óvænt frá Chelsea í janúar síðastliðnum eftir að ensku
meisturunum hafði borist tilboð frá Kína sem þeir gátu ekki hafnað. Chelsea fékk
25 milljónir punda og Ramires, sem var í nokkra daga dýrasti leikmaður deildar-
innar, fékk spikfeitan launatékka hjá Jiangsu Suning.
5 Jackson
Martinez
Félag: Guangzhou Evergrande
Aldur: 30 ára Árslaun: 1,5 milljarðar króna
Martinez hafði gert það gott með Porto í þrjú
tímabil en ekki náð sér á strik á einu ári hjá Atletico
Madrid þegar Guangzhou Evergrande ákvað
að slá met Jiangsu Suning og kaupa
Martinez á 36 milljónir punda
í febrúar síðastliðnum.
Framherjinn frá Kól-
umbíu gat heldur
ekki hafnað 1,5
milljörðum
í árslaun
eftir slakt
gengi á
Spáni.
Þessir spila líka í Kína
Fleiri leikmenn sem raka inn seðlum
Gervinho – Hebei China Fortune
Obafemi Martins – Shanghai Shenhua
Demba Ba – Shanghai Shenhua
Gael Kakuta – Hebei China Fortune
Alex Teixeira – Jiangsu Suning
Stephane M‘Bia – Hebei China Fortune