Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 28
Vikublað 22.–24. nóvember 201624 Menning
B
reski glæpasagnahöfundur
inn Ann Cleeves var meðal
erlendra gesta á glæpa
sagnahátíðinni Iceland Noir
sem haldin var um síðustu
helgi í Reykjavík. Cleeves var að
koma hingað í annað sinn en hún
mætti á Iceland Noir fyrir tveim
ur árum. Bækur Cleeves eru gefn
ar út í tæplega þrjátíu löndum, en
hér á landi kom nýlega út í íslenskri
þýðingu bókin Hin myrku djúp.
Sögusvið flestra bóka hennar eru
Hjaltlandseyjar og Northumber
land.
„Þetta eru staðirnir sem ég þekki
best,“ segir Cleeves. „Ég bjó fyrst á
Hjaltlandseyjum fyrir fjörtíu árum.
Ég hætti í háskóla og fékk mér starf
hjá fuglaskoðunarfélagi sem að
stoðarkokkur en kunni ekki að elda
og vissi ekkert um fugla. Þetta var
mikið ævintýri og þarna hitti ég
manninn minn sem var í heimsókn
sem áhugamaður um fugla. Ég hef
farið margoft aftur til Hjaltlandseyja
og þar er sögusvið margra bóka
minna. Ef maður skrifar hefðbundn
ar glæpasögur eins og ég geri þá
er ákjósanlegt að láta þær gerast á
eyju.“
Hörkutólið Vera
Hér á landi er Cleeves þekktust
fyrir bækur sínar um lögreglu
fulltrúann Veru Stanhope. „Mig
langaði að skapa aðalpersónu sem
er kona, hvorki ung, falleg né kvik
á fæti,“ segir hún aðspurð hvaðan
hugmyndin um Veru sé sprottin.
„Ég fæddist á sjötta áratugnum
og þekkti í uppvexti mínum mikil
úðlegar ógiftar konur sem höfðu
fyrst farið að njóta sín á stríðsár
unum þegar þær fengu að axla
ábyrgð sem þær hefðu annars ekki
gert. Sumar misstu unnusta í stríð
inu og aðrar kærðu sig ekki um að
giftast því þær vildu halda í sjálf
stæði sitt. Þær voru hörkutól og
mjög færar í því sem þær tóku sér
fyrir hendur. Hugmyndin að Veru
spratt af kynnum mínum af þeim.
Ég vildi skrifa um konu sem var
eins og þær.“
Vinsælir sjónvarpsþættir hafa
verið gerðir eftir sögunum um Veru
en þar fer Brenda Blethyn með
hlutverk hennar. „Brenda las allar
bækurnar um Veru og hafði sam
band við mig til að spyrja nánar
um persónuna. Í myndunum tókst
henni að skapa persónu sem er al
veg eins og Vera bókanna. Hún er
fullkomin í hlutverkinu. Við höfum
orðið góðar vinkonur.“
Hrifin af þýddum glæpasögum
Cleeves er mikill glæpasagna
unnandi. „Ég er sérstaklega hrifin
af þýddum glæpasögum og les ís
lenskar glæpasögur. Ég kynntist
bókum Arnaldar Indriðasonar fyrir
mörgum árum og varð strax mjög
hrifin. Yrsa Sigurðardóttir er vel
þekkt á Bretlandi og Ragnar Jónas
son sömuleiðis. Þegar maður les
metsölubækur frá öðrum löndum
þá kynnist maður lífi venjulegs fólks
í viðkomandi landi og ég nýt þess.“
Hún segist aðspurð ekki vera
æstur Agöthu Christie unnandi.
„Ég er ekki jafn hrifin af verkum
hennar og sumra samtíðarmanna
hennar, eins og Dorothy Sayers
og Ngaio Marsh sem höfðu mjög
góða tilfinningu fyrir karakterum
og eru hlýrri höfundar en Christie.
Christie er kaldur höfundur og
nokkuð grimmur, það vafðist til
dæmis ekkert fyrir henni að drepa
skólastelpur! Hún hafði sterkar
skoðanir á réttlæti og ranglæti, því
góða og hinu illa. Ég vil hafa önnur
blæbrigði í bókum mínum.“
Snobb í bókmenntaheiminum
Hún segir aðspurð að þátttaka á
glæpasagnahátíðum víða um heim
taki vissulega tíma frá vinnu, en hún
njóti þess að hitta aðra rithöfunda.
„Ég er lesandi jafnt sem rithöfundur
og hitti á þessum hátíðum dásam
legt fólk sem ég les bækur eftir.
Glæpasagnahöfundar eru vinalegt
fólk, okkur semur öllum mjög vel og
styðjum hvert annað. Í bókmennta
heiminum getur fólk verið snobbað.
Við glæpasagnahöfundarnir vitum
að einhverjir líta niður á þessa bók
menntagrein en okkur er alveg
sama.“
Finnst þér gagnrýnendur líta nið-
ur á glæpasögur?
„Mér finnst það stundum, það
er áberandi á Bretlandi og í Banda
ríkjunum en víða í Evrópu er litið
á glæpasögur sem innlegg í þjóð
félagsumræðu. Verubækurnar
gerast á NorðurEnglandi, sem er
fátækrasvæði. Þar voru einu sinni
mikil atvinnutækifæri en nú er þar
atvinnuleysi. Bækurnar mínar lýsa
aðstæðum þar og fjalla um þjóðfé
lagsástand.“
Hefurðu ákveðnar vinnuaðferðir?
„Eins og margir höfundar skrifa
ég mjög snemma á morgnana. Ég
vakna hálf sex á morgnana, byrja að
skrifa klukkan sex á fartölvu við eld
húsborðið þar sem er hlýtt. Þegar ég
er að skrifa bók vinn ég á hverjum
degi.“
Hún gefur út eina bók á ári.
Ný bók hennar, Cold Earth, er
þrítugasta bók hennar. „Í ár fagna
ég 30 ára rithöfundaafmæli og
hef komið fram á 30 viðburðum á
Bretlandi í tilefni þess. Nýja bók
in gerist á Hjaltlandseyjum og hefst
á jarðraski sem verður vegna mik
illa rigninga og þá kemur í ljós lík
af konu í rauðum kjól. Bókin fjallar
um brothætt samfélag og laskaðar
fjölskyldur.“ n
„ Í bókmennta-
heiminum getur
fólk verið snobbað. Við
glæpasagna höfundarnir
vitum að einhverjir
líta niður á þessa
bókmennta grein en
okkur er alveg sama.
Ann Cleeves „Í ár fagna ég
30 ára rithöfundaafmæli og
hef komið fram á 30 viðburð-
um á Bretlandi í tilefni þess.“
Mynd Sigtryggur Ari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Skrifar við
eldhúsborðið
n Glæpasagnahöfundurinn Ann Cleeves mætti
á Iceland Noir n Fagnar 30 ára rithöfundaafmæli
ljúffengur morgunmatur
alla daga
Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk.
Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is
Opið virka daga frá 07:30–18:00
og um helgar frá 09:30–18:00
gamla
höfnin