Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2016, Blaðsíða 38
Vikublað 22.–24. nóvember 201634 Fólk jólagjöfin í ár! Þráðlausu Touch heyrnartólin fást www.mytouch.rocks Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki. Einnig er hægt að svara í símann með þeim. fæst á www.mytouch.rocks Útgáfuboð Reynis Reynir Traustason er höfundur bókarinnar Fólk á fjöll­ um. Hann hélt útgáfuboð í Sundahöfn og þangað mætti kátt og glatt útivistarfólk, auk vina og vandamanna. Rithöfundurinn og læknirinn Reynir ásamt Tómasi Guðbjartssyni. Ánægðir með árangurinn Reynir ásamt Hálfdáni Örlygssyni, útgefanda bókarinnar. Náttúruunnendur Ólafur Örn Haraldsson, þjóð- garðsvörður og forseti Ferðafélags Íslands, og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. Á glæpasagnahátíð- inni Iceland Noir voru um helgina veitt verðlaun fyrir bestu þýddu glæpasöguna á Ís- landi árið 2016, Ísnál- in, og hlaut hollenska glæpasagan Konan í myrkrinu eftir Marion Pauw í þýðingu Rögnu Sigurðardóttur verð- launin. Þær bækur sem til- nefndar voru til verðlaunanna, auk Konunnar í myrkrinu, voru Hin myrku djúp eftir Ann Cleeves í þýðingu Þórdísar Bachmann, Kólibrímorðin eftir Kati Hiekka- pelto í þýðingu Sigurðar Karls- sonar, Meira blóð eftir Jo Nesbø í þýðingu Bjarna Gunnarssonar og Sjöunda barnið eftir Erik Valeur í þýðingu Eiríks Brynjólfssonar. Konan í myrkrinu fjallar um Írisi og Ray. Íris er ungur lög- fræðingur og ein- stæð móðir sem reynir að fóta sig á framabrautinni sam- hliða því að sjá um erfiðan son sinn. Ray, sem er ekki eins og fólk er flest, er lokað- ur inni á stofnun eftir að hafa verið dæmdur fyrir hrottalegt morð á ungri konu og dóttur hennar. Leiðir Írisar og Rays liggja síð- an óvænt saman sem verður til þess að af stað fer atburðarás sem gjörbreytir lífi þeirra. Marion Pauw er drottning hollenskra spennusagna og hlaut hin virtu spennusagnaverðlaun Gullnu snöruna fyrir bókina. Nú þegar hefur verið gerð kvikmynd eftir sögunni sem hlotið hefur fjölda verðlauna og bandarísk stórmynd byggð á bókinni er í burðarliðnum. n Konan í myrkrinu í sviðsljósinu Rithöfundurinn og þýðandinn Ragna Sigurðardóttir og Marion Pauw. 25 ára Bermúdaskál Fyrir 25 árum, 1991, unnu Íslendingar heimsmeistartitil í bridds og hlutu í verðlaun hina eftir­ sóttu Bermúda­ skál. Haldið var upp á afmælið í fyrrverandi heim­ kynnum Úrval­Út­ sýn í Lágmúlanum. Briddsunnendur fjölmenntu og glatt var á hjalla. Enn að fagna Davíð Oddsson, sem þykir góður briddsspilari, er hér í hópi félaga. Á spjalli Bjarni Felixson og Jón Steinar Gunnlaugsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.