Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 6
FILIPPISEYJAR Ófremdarástand ríkir um þessar mundir í Marawi-borg á Mindanao, syðstu ey Filippseyja, en meðal annars hafa vígamenn brugð- ið á það ráð að taka tugi kirkjugesta í gíslingu. Krafa þeirra er að herlögum verði aflétt og að þeir fái að yfirgefa borgina óáreittir. Herlögum var lýst yfir á eynni eftir að herinn réðst til atlögu gegn öfgahreyfingunni Abu Sayyaf, sem hefur lýst yfir stuðningi við Íslamska ríkið, með þeim afleiðingum að liðs- menn hennar tvístruðust og leituðu inn í Marawi. Aðgerð hersins átti sér stað á þriðjudag. Þegar inn í borgina var komið lögðu mennirnir eld að kaþólskri kirkju, fangelsi borgarinnar, tveim- ur skólum, tveimur brúm og tóku yfir ýmsar byggingar í miðborginni. Um 200 þúsund manns búa í borg- inni en þúsundir hafa gripið til þess ráðs að flýja hana á meðan bardagar hersins og skæruliðanna standa yfir. Í yfirlýsingu frá erkibiskupnum Socrates Villegas, æðsta klerki kaþ- ólsku kirkjunnar á Filippseyjum, segir að vígamennirnir hafi ráðist inn í dómkirkju borgarinnar og haldi þar presti, þremur starfs- mönnum og tíu kirkjugestum í gíslingu. „Þeir hóta að taka gíslana af lífi ef hermenn stjórnarinnar verða ekki kallaðir til baka frá borginni,“ segir í yfirlýsingu Villegas. „Presturinn tók ekki þátt í átökunum. Hann er óvopnaður og engum stafar ógn af honum. Gíslatakan á honum og öðrum kirkjugestum brýtur gegn öllum reglum vopnaðra átaka.“ Alls er talið að um hundrað með- limir samtakanna hafi ráðist inn í borgina eftir aðgerðina. Þegar það gerðist var Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, í opinberri heimsókn í Rússlandi. Duterte er þekktur fyrir að vera óvæginn í garð glæpona og lýsti nær umsvifalaust yfir herlögum á eynni. Þau munu gilda í sextíu daga. Ef átökin dragast á langinn gæti komið til greina að setja herlög á víðar í landinu. „Sum okkar hafa upplifað herlög, þegar Marcos ríkti, og ég get full- vissað ykkur um það að herlögin nú verða ekki öðruvísi á nokkurn hátt. Þau munu verða mjög harka- leg,“ segir Duterte. Vísar hann þar til Ferd inand Marcos forseta sem ríkti á Filippseyjum frá 1965-86, þar af árin 1972-81 sem einræðisherra í krafti herlaga. Áætlanir forsetans hafa sætt gagn- rýni víða en margir telja að vanda- mál landsins sé ekki hægt að leysa með byssukúlum. Forsetinn lætur þau orð sem vind um eyru þjóta. johannoli@frettabladid.is Herlög forseta Filippseyja verða svipuð og í tíð Marcos Íslamskir vígamenn hafa valdið gífurlegum usla í Marawi-borg á eynni Mindanao á Filippseyjum undan- farna daga. Lagður hefur verið eldur að opinberum byggingum og kirkjugestir verið teknir í gíslingu. For- setinn brást við með því að lýsa yfir herlögum. Krafa vígamanna er að þeir fái leyfi til að yfirgefa borgina. Fagna stjórnlagaráði Þessir stuðningsmenn Nicolas Maduro, forseta Venesúela, sátu undir uppblásnu líkneski af forsetanum á stuðningsmannafundi í höfuðborginni Karakas í gær. Maduro ákvað á þriðjudag að kosið skyldi til stjórnlagaráðs í landinu sem ætti að gegna því hlutverki að leggja grunn að nýrri stjórnarskrá. Aðgerðin er viðbragð forsetans við mótmælum og óeirðum sem hafa verið í landinu undanfarnar vikur. NORDICPHOTOS/AFP Sum okkar hafa upplifað herlög, þegar Marcos ríkti, og ég get fullvissað ykkur um það að herlögin nú verða ekki öðruvísi á nokkurn hátt. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja Herlögin gilda á eynni allri og eru hermenn sýnilegri en áður í stærstu borgum. Myndin er frá Davao þar sem Duterte var áður borgarstjóri. Duterte er þekktur fyrir að vera óvæginn í garð glæpamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SPÁNN Hæstiréttur Spánar staðfesti í gær 21 mánaðar fangelsisdóm yfir argentínsku knattspyrnustjörnunni Lionel Messi. Þá var faðir hans, Jorge, einnig dæmdur í fangelsi. Þeir feðgar voru dæmdir fyrir að svíkja undan skatti, en um er að ræða 460 milljónir króna sem þeir hefðu átt að greiða. Lög á Spáni kveða á um að fang- elsisdómar styttri en til tveggja ára geti allir verið skilorðsbundnir og því verður að teljast afar ólíklegt að Messi- feðgar muni sitja inni fyrir brotið. Sjálfur hefur Lionel Messi alltaf neitað sök. „Ég hef bara einbeitt mér að því að spila fótbolta,“ sagði hann við aðalmeðferð málsins í héraðs- dómstól í Barcelona í fyrra. Hæstiréttur mildaði dóminn yfir Jorge Messi úr 21 mánuði niður í fimmtán þar sem hann greiddi hluta sinna skatta. – þea Hæstiréttur staðfesti dóm yfir Messi SVÍÞJÓÐ Ráðgert er að um 50 kínversk pör muni á hverju ári koma í tækni- frjóvgun á háskólasjúkrahúsinu í Malmö í Svíþjóð. Margar kínverskar konur fóru í ófrjósemisaðgerð vegna stefnu yfirvalda í Kína um að pör mættu bara eignast eitt barn. Gefið var grænt ljós í Kína á fleiri börn árið 2015 og nú vilja konurnar fá hjálp við að eignast annað barn. Deildarstjóri hjá fyrirtækinu Skåne Care, sem hefur gert samning við háskólasjúkrahúsið, segir að sam- kynhneigðir eða einhleypir sem ekki hafi möguleika á tæknifrjóvgun í Kína muni mögulega hafa áhuga á að koma til Malmö í þessu skyni. – ibs Svíar hjálpa Kínverjum við barneignir Margar kínverskar konur fóru í ófrjó- semisaðgerð þegar þær máttu bara eignast eitt barn. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Umhverfis- og auð- lindaráðherra felur Náttúrurann- sóknastöðinni við Mývatn (RAMÝ) og Umhverfisstofnun að efla vöktun á innstreymi næringarefna í Mývatn sem og fleiri þáttum í sumar. Í til- kynningu frá ráðuneytinu segir að það sé nauðsynlegur þáttur í tengslum við aðgerðir til að draga úr áhrifum á lífríki vatnsins af manna- völdum. Þá segir einnig að mat RAMÝ sé að efling vöktunar sé æskileg, einkum á innstreymi næringarefna og blábakt- eríu- og þörungablóma. Stefnt er að því að vöktun verði efld strax í sumar en að heilstæð vöktunaráætlun á Mývatni, þar sem tillit verði tekið til fleiri þátta og núverandi vöktun verði felld inn, liggi fyrir í haust. – þea Efla vöktun á ástandi Mývatns Mývatn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 2 5 . M A Í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 6 -F 5 D 4 1 D 1 6 -F 4 9 8 1 D 1 6 -F 3 5 C 1 D 1 6 -F 2 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 4 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.