Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.05.2017, Blaðsíða 20
Manchester United spilar í Meistaradeildinni tímabilið 2017-18 Evrópudeildarmeistarar í fyrsta sinn Manchester United vann 2-0 sigur á hollenska liðinu Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á Vinavöllum í Solna í Svíþjóð í gærklvöldi. United-menn tryggðu sér ekki bara sinn þriðja titil á tímabilinu (Samfélagsskjöldurinn og deildabikarinn) heldur fá lærisveinar Jose Mourinho nú farseðil í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð. Paul Pogba og Henrikh Mkhitaryan skoruðu mörkin í leiknum. United hefur þar með unnið allar Evrópukeppnirnar. Hér lyftir Wayne Rooney bikarnum í leikslok. nordicphotos/Getty Fótbolti Það er engum ofsögum sagt að Katrín Ásbjörnsdóttir hafi byrjað tímabilið af krafti. Þessi 24 ára gamli Vesturbæingur hefur skorað í öllum fimm leikjum Stjörn­ unnar í Pepsi­deild kvenna, alls sex mörk. Auk þess að skora sex mörk hefur Katrín gefið tvær stoðsend­ ingar. Það hefur ekki bara gengið vel hjá Katrínu sjálfri heldur hefur Stjarnan farið afar vel af stað og náð í 13 stig af 15 mögulegum í fyrstu fimm umferðunum. „Við erum sáttar og byggjum ofan á það. Við erum með 13 stig og erum ánægðar með það,“ sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég er á góðum stað og mér líður vel. Mér finnst ég vera í góðu formi. Svo fæ ég líka að taka vítin og það hjálpar.“ Meiðsli hafa gert Katrínu erfitt fyrir á undanförnum árum. Í fyrra spilaði hún t.a.m. aðeins 12 deildar­ leiki en skoraði samt níu mörk. Árið 2015, þegar Katrín lék í Noregi, sleit hún liðbönd í ökkla og missti þ.a.l. af seinni helmingi tímabilsins. Hún segist laus við meiðsli í dag. „Ég er meiðslalaus og hef verið það í langan tíma. Þetta lofar góðu og vonandi heldur það áfram,“ sagði Katrín sem fékk fyrirliða­ bandið hjá Stjörnunni í vor eftir að Ásgerður Stefanía Baldursdóttir þurfti að draga sig í hlé vegna þess að hún er barnshafandi. En hefur fyrirliðastaðan breytt einhverju fyrir Katrínu? „Eflaust eitthvað. Það er meiri ábyrgð og mér finnst þetta hafa þroskað mig,“ sagði Katrín sem ætlar að halda fyrirliðabandinu þegar Harpa Þorsteinsdóttir snýr aftur á völlinn seinna í sumar. „Ég ætla bara að gera það. Hún fær ekki að taka það af mér,“ sagði Katrín í léttum dúr. Fyrir hálfu ári hafði Katrín aðeins leikið tvo A­landsleiki. Eftir tíma­ bilið í fyrra var hún valin í íslenska landsliðshópinn sem fór á æfinga­ mót í Kína. Katrín kom inn á sem varamaður í fyrsta leik mótsins gegn Kínverjum og skoraði jöfn­ unarmark Íslendinga þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Síðan þá hefur Katrín komið við sögu í öllum landsleikjum Íslands og það verður að teljast líklegt að hún verði í hópnum sem fer á EM í Hollandi í júlí. Katrín stefnir alla­ vega þangað. „Jú, auðvitað. Ég hugsa fyrst um Stjörnuna og svo kemur EM. Maður þarf að passa sig að hugsa ekki of mikið um það á þessari stundu. Maður þarf að klára þetta með Stjörnunni út júní og svo kemur EM,“ sagði Katrín „Maður er alltaf aðeins að hugsa um þetta. En maður þarf að passa sig á að gleyma ekki Stjörnunni. Þetta er maraþon í maí. ingvithor@365.is Þroskandi að vera fyrirliði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, hefur byrjað tímabilið frábærlega og er markahæst í Pepsi-deild kvenna með sex mörk. Katrín er laus við meiðsli og setur stefnuna á að komast í íslenska EM-hópinn. Katrín í leik gegn uppeldisfélaginu Kr sem stjarnan mætir í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. fréttaBlaðið/anton 20.00 dean & deluca Golfstöðin 20.30 Volvik champ. Sport 4 00.30 Boston - cleveland Sport pepsi-deild kvenna: 14.00 Þór/Ka - ÍBV Þórsvöllur 19.15 Valur - Grindavík Valsvöllur 19.15 fh - stjarnan Kaplakriki inkasso-deildin: 14.00 leiknir - leiknir f. Leiknisv. 19.15 Keflavík - selfoss Keflavík Í dag Breiðablik - Kr 6-0 1-0 Fanndís Friðriksd. víti (2.), 2-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (29.), 3-0 Fanndís (30.), 4-0 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (35.), 5-0 Berglind (56.), 6-0 Berglind (63.) fylkir - haukar 1-1 0-1 Marjani Hing-Glover (18.), 1-1 Jasmín Erla Ingadóttir (90.+3). efri Breiðablik 15 Þór/KA 15 Stjarnan 13 ÍBV 10 FH 9 neðri Valur 6 Grindavík 6 Fylkir 4 Haukar 1 KR 0 Nýjast pepsi-deild kvenna Logi tEKur Við Á MiðJu SuMri Á tÍu ÁrA FrESti Logi Ólafsson var í gær ráðinn eftirmaður Milos Milojevic hjá Víkingum og mun stýra liðinu í fyrsta sinn á móti KA á Akureyri á laugardaginn. Logi er því að koma aftur í Víkina eftir 25 ára fjarveru en hann stimplaði sig inn sem þjálfari í efstu deild karla fyrir rúmum aldar­ fjórðungi síðan. Samningurinn er til tveggja ára. Logi þjálfaði líka Víkinga á árunum 1990 til 1992 og gerði liðið þá að Íslandsmeisturum sumarið 1991. Liðið hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn eftir að Logi yfirgaf Víkina. Þetta er áttunda starf Loga í efstu deild karla og í þriðja sinn sem hann tekur við liði á miðju tímabili. Logi tók einnig við ÍA 1997 og Kr 2007 á miðju tímabili. Það er skemmti­ leg stað­ reynd að það skuli alltaf líða tíu ár á milli. AroN uNgVErSKur MEiStAri Aron Pálmarsson og félagar hans í Veszprém tryggðu sér ungverska meistaratitilinn í gærkvöldi þrátt fyrir 30­27 tap á móti Pick Szeged. Veszprém vann 50­47 samanlagt og er því meistari tíunda árið í röð. Aron skoraði fimm mörk í leiknum þar af þrjú á lokakaflanum. Hann var að vinna þennan titil annað árið í röð. MEiStArArNir og toPPLiðið Bikarmeistarar Breiðabliks munu fá lið Þórs/KA í heimsókn í sex­ tán liða úrslitum Borgunarbikars kvenna en Akureyrarliðið var á toppi Pepsi­deildarinnar þegar sjötta umferðin hófst í gær. tveir aðrir Pepsi­deildarslagir eru í sextán liða úrslitunum en FH tekur á móti Val og Íslandsmeist­ arar Stjörnunnar fara í Vesturbæ­ inn og mæta Kr. Aðrir leikir eru: Þróttur r.­Haukar, Sindri­grinda­ vík,Selfoss­ÍBV, tindastóll­Fylkir og HK/Víkingur­Fjölnir. 2 5 . m a í 2 0 1 7 F i m m t U D a G U R20 S p o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð sport 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 6 -E B F 4 1 D 1 6 -E A B 8 1 D 1 6 -E 9 7 C 1 D 1 6 -E 8 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 4 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.