Fréttablaðið - 25.05.2017, Side 46

Fréttablaðið - 25.05.2017, Side 46
FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á GÓÐU VERÐI Ástkær eiginkona mín, yndisleg móðir mín og tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langamma, Jónína Guðbjörg Björnsdóttir skólastjóri, Reiðskólanum Topp Hestum, er látin. Útför hennar fer fram í Grafarvogskirkju föstudaginn 26. maí klukkan 13. Þórður Rafn Guðjónsson Sigrún Óladóttir Hafsteinn Stefánsson Óli Hrafn Olsen Katrín Tinna Hafsteinsdóttir Stefán Haukur Hafsteinsson Ívar Hauksson Karen Ósk Sampsted Guðjón Þórðarson Jensína Finnbjarnardóttir Ingvar Þórðarson Sophie Mahlo barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri Gunnar Eiríksson Grjóti, Þverárhlíð, andaðist í Brákarhlíð, Borgarnesi, miðvikudaginn 17. maí. Hann verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju, laugardaginn 27. maí, kl. 14. Þeim sem vilja minnast hans er á Minningarsjóð Brákarhlíðar, Borgarnesi – sjá heimasíðu: www.brakarhlið.is. Guðjón B. Karlsson og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar míns, Eyþórs Guðjóns Haukssonar húsasmiðs og byggingartæknifræðings. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Erla M. Guðjónsdóttir Elsku hjartans eiginmaðurinn minn, sonur, faðir, stjúpfaðir og afi, Ómar Bragi Birkisson sem lést í Arizona þann 13. maí sl. verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 29. maí kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Samtök sykursjúkra. Helga Sigríður Harðardóttir Steffensen Birkir Baldvinsson Guðfinna Guðnadóttir Jakob Ómarsson Tanja Björk Ómarsdóttir Rakel Ýr Ómarsdóttir Michael R. A. Boyd Birkir Jóhannes Ómarsson Hörður Bent Víðisson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Rakel Tómasdóttir verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 26. maí kl. 13. Már Guðmundsson Elsa S. Þorkelsdóttir Snorri Guðmundsson Ingibjörg Geirsdóttir Magnús Tumi Guðmundsson Anna G. Líndal Elísabet Vala Guðmundsdóttir Sigurður Þór Baldvinsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku, Agnesar Snorradóttur Vindási 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk 11E á Landspítalanum fyrir frábæra umönnun og hlýju. Guðrún J. Snorradóttir Ragnar B. Björnsson Elísabeth Snorradóttir Finnbogi Helgason Magnús Snorrason Þuríður Ebenesersdóttir Sigurveig Sæmundsdóttir og fjölskyldur. Óskar Magnússon og Snæ-björg Guðmunda Gunn-arsdóttir, sem hlutu styrk í gær út sjóði Halldórs Hansen, eru sammála um að styrkveitingin sé mikill heiður. „Ég er mjög þakklát, það er frábært að fá viðurkenningu fyrir alla vinnuna sem maður hefur lagt í námið. Styrkurinn á eftir að nýtast mér mjög vel, nú get ég einbeitt mér alveg að náminu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af að eiga fyrir salti í grautinn. Þetta er einnig mjög hvetjandi fyrir sjálfa mig til að halda áfram að bæta mig sem söngkonu og listamann,“ segir Snæbjörg. Óskar tekur í sama streng. „Ég hef lagt mikla vinnu í þetta nám og fengið frábæra leiðsögn frá kennurum og sam- nemendum skólans og eiga þau öll stór- an þátt í þessu. Þessi styrkur mun koma sér mjög vel í haust. Ég er á leiðinni út í mastersnám í gítarleik í San Francisco og fer þetta upp í skólagjöldin,“ segir hann. „En áður en ég held út mun ég njóta sum- arsins með gítarinn við hönd. Ég ætla að spila á nokkrum tónleikum úti á landi, einn og með öðrum. Annars held ég að mestur tíminn muni fara í að undirbúa haustið, spennandi tímar fram undan.“ Spurður út í hvernig tónlistaráhuginn hafi kviknað á sínum tíma segir Óskar: „Ég hef alltaf verið mikill tónlistarunn- andi og hlustað af mikilli athygli síðan ég var yngri. Ég hóf tónlistarferil minn í rokkhljómsveit í grunnskóla þar sem ég lærði fyrstu gripin á gítar. Einnig lék ég á bassa og trommur. Smekkur minn á tónlist hefur verið fjölbreyttur í gegnum tíðina og ég hef alltaf viljað fá allt úr tón- listinni sem ég hlusta á. Eftir að ég var kominn lengra í náminu í klassískum gítarleik og farinn að kynnast betur „klassískri tónlist“ fór ég að átta mig á hvert minn hugur hefur verið að leita allan þennan tíma. Að hlusta, spila og öðlast meiri þekkingu á tónlist er það besta sem ég geri.“ Snæbjörg hóf formlegt söngnám þegar hún var 19 ára. „Ég byrjaði í söngnámi á Selfossi hjá Eyrúnu Jónasdóttur söng- kennara hjá Tónsmiðju Suðurlands og ári síðar í Söngskóla Reykjavíkur hjá Írisi Erlingsdóttur, þar sem ég lauk 8. stigi í söng. Síðan fór ég í söngdeild Listaháskóla Íslands hjá Þóru Einars- dóttur, Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Kristni Sigmundssyni. Ég útskrifað- ist í vor með Bachelor Diploma próf frá Listaháskólanum. Í mars síðastliðnum flutti ég til Stuttgart í Þýskalandi og er í Óperu master í Staatliche Hochschule für Musik und Darstellende Kunst í Stuttgart hjá Prof. Sylviu Koncza. Alveg frá því að ég byrjað að læra söng fann ég hvað þetta fag á vel við mig og ég gæti ekki hugsað mér að gera neitt annað í framtíðinni en að vinna í tónlist.“ Í tilefni dagsins héldu Óskar og Snæ- björg tónleika í Salnum í gær. gudnyhronn@365.is Hlutu styrk fyrir framúrskarandi árangur Í gær var Tónlistardagur Halldórs Hansen haldinn í Salnum Kópavogi en styrktarsjóður Halldórs Hansen styrkir árlega framúrskarandi nemendur í tónlist. Í ár eru það Óskar Magn- ússon gítarleikari og Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir sópran sem hljóta styrk. Óskar Magnússon og Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir hlutu styrk í gær úr sjóði Halldórs Hansen. fréttablaðið/eyþÓr Nú get ég einbeitt mér alveg að náminu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af að eiga fyrir salti í grautinn. Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir 2 5 . m a í 2 0 1 7 F I m m T U D a G U R26 T í m a m ó T ∙ F R É T T a B L a ð I ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 6 -E 7 0 4 1 D 1 6 -E 5 C 8 1 D 1 6 -E 4 8 C 1 D 1 6 -E 3 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 4 5 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.