Fréttablaðið - 25.05.2017, Síða 58

Fréttablaðið - 25.05.2017, Síða 58
Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar! Lodge járnpanna, 26 cm Verð 8.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Ný j a s t a æ ð i ð í heiminum í dag eru svokallaðir Fidget Spinners eða þyrilsnældur (fleiri íslensk orð hafa verið notuð um fyrirbærið, til að mynda þeytispjald, fiktisnælda og fleira). Um er að ræða leikfang sem hægt er að snúa í höndunum á sér – yfirleitt eru þetta þrjú „blöð“ með legu í miðjunni, en blöðin geta raunar verið fleiri eða færri og hönnunin eilítið frábrugðin þess­ ari. Fingurinn er settur á leguna og síðan er blöðunum snúið. Flóknara er það ekki. Þyrilsnældur eru alls ekki nýjar af nálinni. Efnaverkfræðingurinn Catherine Hettinger hefur verið sögð hafa fundið leikfangið upp árið 1993 – samkvæmt einni sög­ unni gerðist það eftir að hún sá börn kasta grjóti í lögreglumenn í Ísrael og hafi ákveðið í fram­ haldinu að finna upp leikfang sem gæti aðstoðað börn við að losa sig við innibyrgða reiði. Samkvæmt annarri sögu var hún með vöðva­ slensfár, sjúkdóm sem meðal ann­ ars veldur magnleysi í vöðvum, og hún hafi fundið snælduna upp til að Nýjasta æðið er alveg spinnegalEkki eru allar þyrils- nældur skapaðar eins. Í síðasta mánuði tóku Fidget Spinners eða þyrilsnældur að verða afskaplega vin- sælar í heiminum og nú þurfa allir krakkar – jú, og líka fullorðnir, að eiga eitt stykki. Leikfangið á að geta hjálpað fólki með stress og að halda einbeitingu – þó eru sumir efins um það. Nokkur brögð sem hægt er að fram- kvæma með sNælduNa „Byrjandinn“ Grunntrikkið – snúðu snældunni á milli þumals og löngutangar. Þegar græjan er komin með góðan snúning slepptu þá þuml- inum og sjáðu snælduna snúast á þumlinum einum saman. „Skiptidíllinn“ Þessi brella byrjar eins og Byrjandinn – nema þegar snældan er komin á snúning kastar þú henni yfir í hina hendina þar sem þú grípur hana á milli þumals og löngutangar þeim megin. Reyndu að kasta snældunni á milli eins oft og þú getur og halda henni á snúning á meðan. „Pólskiptin“ Nú erum við komin yfir í atvinnu- mannabrellur. Hér byrjum við eins og í Skiptidílnum – nema að snældunni er snúið á milli þumals og vísifingurs og þegar henni er kastað, láréttri og á snúningi, beint upp í loft er markmiðið að hún snúist í hring í loftinu. Síðan þarf auðvitað að grípa hana aftur á milli þumals og vísifingurs. „9-fingra dauðahöggið“ Snúðu snældunni á vísifingri, kastaðu henni upp og láttu hana lenda á löngutöng þar sem hún snýst áfram, svo yfir á baug- fingur og að lokum á litlafingur – hér kemur erfiðasti parturinn – kastaðu snældunni af litlafingri og aftur yfir á vísifingur og endurtaktu ferlið. Ef þú getur þetta ertu formlega orðinn meistari þyrilsnæld- unnar. geta leikið við dóttur sína. En málið vandast svo enn frekar – Bloomberg News heldur því fram að leikfangið sem Hettinger fékk einkaleyfi á sé alls ekki það sama og leikfangið sem nú er gríðarlega vinsælt. Látum það liggja á milli hluta. Til­ gangur leikfangsins er svipaður og tilgangur stressboltans (og margra annara svipaðra leikfanga) – hlutur sem fólk, og þá sér í lagi börn, geta haft á milli handanna og fiktað í til að losa sig við stress. Það hvernig þetta leikfang varð svona ótrúlega vinsælt er hins vegar erfiðara mál að greina og kannski álíka óljóst og uppruni leikfangsins. Forbes sagði í grein sem kom út í desember í fyrra að þyrilsnældan yrði skrifstofuleik­ fang ársins 2017. Það var og, í apríl á þessu ári rauk Google leit að „fidget spinner“ upp og nú selst leikfangið reglulega upp í búðum hér á landi. Kaupir ekki að þetta hjálpi til við einbeitingu „Málið er að mér fannst þetta mjög lúðalegt þegar ég keypti þetta sjálf­ ur. En svo finnst mér eitthvað þægi­ legt við að fikta í þessu þegar ég er að horfa á sjónvarpið og „chilla“ í tölvunni. En finnst ég samt ekkert rosa nettur þegar ég er með þetta úti í kringum fólk til dæmis. En persónulega finnst mér þetta næs meðan ég er að gera eitthvað annað en skil samt eiginlega ekki alveg tilganginn með þessu. Mér finnst þetta líka áhugavert bara eðlis­ og verkfræðilega séð en ég kaupi ekki að þetta sé að hjálpa fólki með athyglisbrest að einbeita sér eitthvað betur,“ segir Hjálmar Örn Hannes­ son, nemi og eigandi þyrilsnældu. stefanthor@fretta- blaðið.is Eldhress drengur snýr snæld- unni á þumlinum einum saman, vá! 2 5 . m a í 2 0 1 7 F I m m T U D a G U R38 l í F I ð ∙ F R É T T a B l a ð I ð Lífið 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 7 -0 4 A 4 1 D 1 7 -0 3 6 8 1 D 1 7 -0 2 2 C 1 D 1 7 -0 0 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 4 5 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.