Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 10
10 Bókasafnið
Creating Knowledge (CK) ráðstefnurnar eru samnor-rænar ráðstefnur um upplýsingalæsi á háskólastigi sem Norðurlöndin halda til skiptis á 2ja til 3ja ára
fresti, www.nordinfolit.info/creating-knowledge/. Ráðstefn-
urnar eru eini þátturinn sem eftir stendur af starfsemi sam-
norræna hópsins NordINFOLIT sem upphafl ega heyrði
undir norrænu ráðherranefndina, www.nordinfolit.info/.
Ráðstefnan var fyrst haldin í Malmö árið 1999, en þriðja
ráðstefnan á Akureyri árið 2003. Á sjöundu ráðstefnu CK í
Lundi árið 2013 var ákveðið að CKVIII yrði á Íslandi.
Undirbúningur fyrir ráðstefnuna hófst á 21. fundi háskóla-
hóps um upplýsingalæsi 21. maí 2014. Þá hafði hópurinn
fengið gögn frá undirbúningshópi CKVII í Lundi ásamt
lokaskýrslu hópsins. Þessi gögn voru góður stuðningur í
byrjun undirbúnings. Á þessum fundi var settur saman
stýrihópur fyrir ráðstefnuna. Í honum sátu Hafdís Dögg
Hafsteinsdóttir og Ragna Björk Kristjánsdóttir frá Háskól-
anum í Reykjavík (HR), Astrid Margrét Magnúsdóttir frá
Háskólanum á Akureyri (HA), Þórný Hlynsdóttir frá Há-
skólanum á Bifröst, Margrét Guðmundsdóttir frá mennta-
vísindasviði Háskóla Íslands og seinna bættist Kristína
Benedikz (HR) í hópinn. Hafdís Dögg varð formaður.
Dagsetning fyrir ráðstefnuna var ákveðin 2. og 3. júní 2016
þannig að undirbúningur má segja að hafi tekið rúm tvö ár.
Þá var einnig tekin sú ákvörðun að fá ráðstefnuþjónustu til
liðs við stýrihópinn og valin var ráðstefnuþjónustan Con-
gress Reykjavík, sem síðar varð CP Reykjavík. Tengiliður
hópsins hjá CP var Kristjana Magnúsdóttir. Ráðstefnu-
þjónustan hafði með höndum fj ármálaumsýslu, skráningu á
ráðstefnuna og bókanir hótelgistinga og ferða, umsjón með
gerð upplýsinga og kynningargagna, alla skipulagningu ráð-
stefnurýmis s.s. veitingar fyrir ráðstefnuna sjálfa og lokahóf.
Vefur ráðstefnunnar var í höndum stýrihópsins (Ragna
Björk Kristjánsdóttir vefstjóri) og hýstur hjá Upplýsingu,
www.upplysing.is/ckviii. Skráning á ráðstefnu og bókanir
gistinga ásamt umsýslu um útdrætti fór í gegnum ráð-
stefnuvefi nn inn í kerfi CP Reykjavík.
Stýrihópurinn vann mikinn hluta undirbúningsins með
tölvupósti enda voru tveir meðlimir stýrihópsins staðsettir
utan höfuðborgarsvæðisins. Formlegir fundir voru því
aðeins fi mm og oft með hjálp Skype (sjá mynd), en fl eiri
ef með eru taldir fundir sem Hafdís og Margrét áttu með
Kristjönu í CP Reykjavík. Eðli málsins samkvæmt vannst
mikill undirbúningur í HR enda helmingur undirbúnings-
hópsins staðsettur þar og einfalt að varpa hugmyndum á
milli og afgreiða mál, en annars dreifðist vinnan mjög jafnt
á meðlimi hópsins. Unnið var jafnt og þétt þessi tvö ár sem
undirbúningurinn tók, en mestu vinnuskorpurnar voru
óneitanlega í tengslum við söfnun styrkja annars vegar og
val útdrátta hins vegar. Undirbúningsvinnan fór aðallega
fram á vinnutíma, en lestur útdrátta var að mestu leyti utan
vinnutíma.
Heiti ráðstefnunnar var „Practices, goals and visions for
information literacy in higher education“ og ákveðið var að
hafa fj ögur undirþemu. Við val á aðalfyrirlesurum var haft
samband við leiðandi fræðimenn um upplýsingalæsi og
haft til hliðsjónar að hafa fj óra fyrirlesara, einn fyrir hvert
þema, minnst einn frá Norðurlöndunum og hafa jafnan hlut
beggja vegna Atlantshafsins. Fyrir valinu urðu eftirfarandi:
1. Implementation of information literacy in to the
curriculum – Anneke Dirkx, Leiden University, Hol-
land
2. Assessment of information literacy – Alison J. Head,
University of Washington, USA
3. Information literacy and writing centres – Maria
Carme-Torras og Pål Steiner, University of Bergen,
Noregi
4. New challenges for information literacy – Lisa Hinc-
hliff e, University of Illinois, USA
Ráðstefnan var auglýst á þekktum erlendum og innlendum
póstlistum með hjálp kollega hérlendis og erlendis. Einnig
Creating Knowledge VIII í
Reykjavík 2.- 3. júní 2016
Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir hefur lokið BA í bókasafns- og upplýsingafræði.
Hún starfar sem upplýsingafræðingur við Háskólann í Reykjavík.
Hafdís Dögg, Astrid Margrét, Kristína og Margrét - Þórný á Skype