Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Page 11

Bókasafnið - 01.07.2017, Page 11
Bókasafnið 41. árg – 2017 11 dreifðu kollegar bókamerkjum merktum CKVIII á ráð- stefnum og öðrum uppákomum sem þeir heimsóttu á árunum 2015 og 2016. Byrjað var að auglýsa eftir fyrirles- urum í apríl 2015 og opnað var fyrir innsendingu útdrátta 1. júní 2015 og lokað fyrir innsendingu 15. janúar 2016. Alls bárust tæplega 100 útdrættir. Í byrjun var lagt upp með að hvert þema fengi hálfan dag. Hins vegar gekk það ekki upp á endanum, bæði vegna mismikils fjölda útdrátta sem sendir voru inn í þemun, en einnig vegna afboðana og breytinga sem urðu á síðustu vikunum fyrir ráðstefnuna. Allir meðlimir stýrihópsins að vefstjóra undanskildum lásu yfir alla útdrætti og mátu samkvæmt gátlista sem settur var saman áður en lesturinn hófst. Þeir útdrættir sem fengu flest stig komust inn á dagskrá ráðstefnunnar en einnig var reynt að hafa til hliðsjónar að fyrirlesarar ættu fulltrúa frá Evrópu og Ameríku, ekki síður en Norðurlöndunum. Að lokum skiptust útdrættir eftir þemum á eftirfarandi máta: 1. Implementation of information literacy into the curriculum – 10 2. Assessment of information literacy - 6 3. Information literacy and writing centres - 4 4. New challenges for information literacy - 8 Af um 100 útdráttum voru á annan tug veggspjalda og voru valdir 11 til sýningar. CK ráðstefnurnar fá engar fjárveitingar og þurfa því að standa undir sér. Mikill tími og vinna var lögð í öflun styrkja og skiptu meðlimir stýrihópsins að vefstjóra undan- skildum með sér verkum. Sett var saman sniðmát fyrir „betlibréf“ bæði á íslensku og ensku sem send voru til vænlegra styrkveitenda. Í boði voru misstórir „pakkar“ svo sem auglýsinga- og sölubás á ráðstefnunni, ráðstefnutaska, drykkir í móttöku eða auglýsing (logo) á vef og í dagskrá. Mjög vel tókst til með styrki og hagnaður varð af ráð- stefnunni. Aðalstyrkveitendur ráðstefnunnar voru Elsevier, Oxford University Press, LM Information Delivery, SAGE og Springer. Þess má geta að allir háskólarnir styrktu ráð- stefnuna með peningastyrkjum, en óneitanlega voru styrkir þeirra umtalsvert meiri í formi vinnu starfsmanna á vinnu- tíma. Alls komu um 200 gestir á ráðstefnuna og var sá fjöldi í samræmi við væntingar. Gestir komu víða að til dæmis frá Kanada, Bandaríkjunum og Hong Kong, en langflestir komu frá Norðurlöndunum. Ráðstefnan fór vel fram í alla staði og þótti almennt mjög vel heppnuð. Ekki spillti fyrir að veðrið lék við ráðstefnu- gesti og landið skartaði sínu fegursta. Eftir ráðstefnuna var send út könnun til þátttakenda. Af 200 þátttakendum svöruðu 127. Langflestir þátttakendur voru bókasafns- og upplýsingafræðingar, en næststærsti hópurinn var kennarar. Flestir virtust hafa heyrt af ráðstefn- unni í gegnum persónuleg samskipti svo sem tölvupósta. Þess ber þó að geta að ráðstefnan var auglýst á íslenskum og erlendum póstlistum fjórum sinnum á undirbúnings- tímanum. 66% töldu að tímasetning ráðstefnunnar hefði verið frábær (excellent) og tæp 86% gáfu vef ráðstefnunnar einkunnina excellent eða good. 90% fannst ráðstefnutaskan Móttaka í Háskólanum í Reykjavík á undan hátíðarkvöldverði

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.