Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Síða 21

Bókasafnið - 01.07.2017, Síða 21
Bókasafnið 41. árg – 2017 21 Inngangur Rafbókasafnið var opnað 30. janúar 2017 og er aðgengilegt á slóðinni rafbokasafnid.is / raf- bókasafnið.is. Markmið með Rafbókasafninu er hefj a útlán á raf- og hljóðbókum á íslenskum almenningsbóka- söfnum. Flestar bækurnar í Rafbókasafninu eru á ensku en ráðgert er að í framtíðinni verði einnig í boði íslenskt efni. Fyrst um sinn verður þjónustan aðeins í boði fyrir lánþega Borgarbókasafnsins, en er fram líða stundir mun öllum almenningsbókasöfnum í Gegni standa til boða að gerast aðilar að rafbókasamlaginu og bjóða lánþegum sínum þjónustu Rafbókasafnsins. Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Landskerfi s bókasafna hf. og Borgarbókasafns Reykjavíkur. Það er opið allan sólarhringinn. Notendanafn og lykilorð fyrir innskráningu á Rafbókasafnið er það sama og inn á leitir.is. Notenda- viðmót er í boði á íslensku, ensku, dönsku og spænsku. Raf- bókasafnið byggir á OverDrive1 rafbókaveitunni sem býður bókasöfnum um allan heim samskonar þjónustu. Auðvelt er að hlaða bókunum niður í vafra á tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum. Einnig má fá aðgang í gegnum OverDrive smáforrit sem er aðgengilegt í App Store og Google Play. Loks er hægt að nota lesbretti önnur en Kindle. Eina skilyrðið fyrir því að geta fengið bækur að láni í Rafbókasafninu er að hafa gilt bókasafnsskírteini á Borgarbókasafni. Bókum er skilað með sjálfvirkum hætti þegar útlánstími er liðinn eða fyrr ef lánþegi kýs að gera svo. Upphaf Rafbókasafnsins Rafbókasafnið er afrakstur samstarfs Borgarbókasafns Reykjavíkur og Landskerfi s bókasafna sem staðið hefur yfi r um nokkurra ára skeið. Í ársbyrjun 2014 hafði stjórn Lands- kerfi s bókasafna frumkvæði að því að stofnaður var óform- legur samráðshópur Borgarbókasafnsins, Landskerfi sins og Félags íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT). Í hópnum sátu Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður, Sveinbjörg Sveins- dóttir framkvæmdastjóri Landskerfi s og Egill Örn Jóhanns- son formaður FÍBÚT. Með þessum hætti vildi Landskerfi ð reyna að fi nna því farveg að útlán rafbóka, einkum íslenskra, gætu hafi st á íslenskum bókasöfnum en umræða um þetta mál hafði þá staðið yfi r alllengi. Hópurinn byrjaði á að kynna sér hvernig staðið hefur verið að útlánum rafbóka í nágranna- löndunum og hvaða fyrirkomulag við útlán rafbóka hefur gefi st vel. Miklar framfarir hafa átt sér stað á þessum vettvangi síðan hópurinn tók til starfa og því óhætt að segja að forsendur verkefnisins hafi verið í stöðugri endurskoðun. Til þess að gera langa sögu stutta komst hópurinn fl jótlega að þeirri niðurstöðu að best yrði að lána íslenskar rafbækur út með sömu skilyrðum og prentaðar bækur. Í þessu felst að aðeins er hægt að lána rafbók til eins lánþega í senn. Vilji bókasöfn lána bókina til fl eiri lánþega í einu þarf safnið að kaupa fl eiri leyfi rétt eins og það hefði keypt fl eiri eintök af prentaðri bók. Þessi leið hefur verið farin í Noregi og víðar. Þegar þessi niðurstaða lá fyrir hóf Landskerfi ð viðræður við Biblioteksentralen í Osló og kannaði hvort BS Weblån rafbókaveitan, sem Biblioteksentralen staðfærði fyrir norsk almenningsbókasöfn gæti hentað fyrir útlán íslenskra raf- bóka. BS Weblån byggir á þýsku rafbókaveitunni Onleihe frá EKZ GmbH en hún hefur verið í notkun í þýskumælandi löndum um nokkurt skeið. Við nánari skoðun kom í ljós að útgáfa íslenskra rafbóka væri svo lítil að það myndi orka tvímælis að bjóða eingöngu upp á útlán á íslensku efni. Þá var óljóst hvenær samningar við íslenska útgefendur um útlán á íslenskum rafbókum myndu liggja fyrir. Þetta varð tilefni áherslubreytingar í verkefninu. Ákveðið var að kanna möguleika á að bjóða upp á útlán á öðrum tungumálum með áherslu á enska tungu um leið og það væri hægt, en bíða ekki eftir því að íslenskar rafbækur yrðu fáanlegar til útláns. Þegar hér er komið sögunni höfðu orðið breytingar hjá Biblioteksentralen varðandi þróun BS Weblån. Því var ákveðið að hefj a beinar viðræður um Onleihe rafbókaveituna við EKZ í Þýskalandi auk þess að skoða betur fyrirkomulag rafbókaútlána á Norðurlöndunum. Fljótlega beindust augun að E-reolen Global2 í Danmörku og Helmet3 í Finnlandi. Í báðum þessum rafbókaveitum er boðið upp á útlán rafræns efnis á ensku í gegnum OverDrive rafbókaveituna. Að lokum stóð valið á milli OverDrive og Onleihe kerfanna. Báðir valkostirnir virtust góðir en á endanum var ákveðið að hefj a samningaviðræður við OverDrive. Nokkur atriði réðu Rafbókasafnið hefur verið opnað Sveinbjörg Sveinsdóttir er menntuð sem rafmagnsverkfræðingur og er vottaður IPMA verkefnastjóri (B-vottun). Hún starfar sem framkvæmdastjóri Landskerfi s bókasafna hf. 1. Overdrive, https://www.overdrive.com/ 2. @Reolen, https://ereolenglobal.overdrive.com/ 3. Helmet, https://helmet.overdrive.com/

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.