Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Side 27

Bókasafnið - 01.07.2017, Side 27
Bókasafnið 41. árg – 2017 27 Mikilvægt verkefni nefndarinnar er jafnframt að vinna að og þrýsta á stjórnvöld að fullgilda Haag-sáttmála Samein- uðu þjóðanna frá 1954 um vernd menningarlegra verðmæta þegar átök eiga sér stað. Nú þegar hafa alls 127 af 193 að- ildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fullgilt sáttmálann. Ísland er ekki meðal þessara 127 ríkja. Nefndarmenn hafa meðal annars kynnt Haag-sáttmálann og starf Bláa skjaldarins á fundi hjá landsnefnd um mannúðarrétt til að koma málinu áfram. Fullgilding sáttmálans hér á landi myndi þýða að styrkari stoðum yrði skotið undir vernd menningarverð- mæta en með fullgildingu hans skuldbinda stjórnvöld sig til að virða eigin menningararf og annarra. Aðildarríki að sáttmálanum skuldbinda sig jafnframt til að gera ráðstafanir um vernd menningarverðmæta á friðartímum. Nú er unnið að þýðingu sáttmálans í Stjórnarráði Íslands og mun hann vonandi verða fullgildur á næstu misserum. Unnið að tveimur verkefnum Nefndin hefur sótt um og hlotið styrki til að vinna að tveimur verkefnum. Annars vegar fékkst styrkur til að vinna fræðsluefni um viðbrögð við og fyrirbyggjandi vernd við náttúruvá og koma á fót vefsíðu Bláa skjaldarins til að gera fræðsluefnið aðgengilegt. Hins vegar fékkst styrkur til að vinna tilraunaverkefni í Norðurþingi. Verkefnið er unnið í samvinnu við NKF-IS - Félag norrænna forvarða – Íslandsdeild, Menningamið- stöð Þingeyinga, Bókasafnið á Húsavík og Hvalasafnið á Húsavík. Tilgangur verkefnisins er að koma á fót viðbragðs- teymi sérfræðinga og vinna viðbragðsáætlun vegna menn- ingarminja í sveitarfélaginu Norðurþingi sem stafar hætta af náttúruvá eða vá af mannavöldum. Liður í þeirri vinnu er öflun heimilda og gerð fræðsluefnis um viðbragðsáætlanir sem birt verður á vef Bláa skjaldarins. Hluti verkefnisins er að koma á samstarfi og mynda tengslanet við almannavarnir og björgunaraðila í héraði um hvernig skuli haga björgunar- starfi með tilliti til menningarverðmæta ef hættuástand skapast. Hér er um tilraunaverkefni að ræða og sem slíkt mun það veita dýrmæta þekkingu og reynslu og nýtast sem grunnur fyrir frekari starfsemi Landsnefndar Bláa skjaldar- ins á landsvísu og samvinnu félaganna sem standa að baki landsnefndinni. Tveir starfshópar sem skipaðir hafa verið af landsnefnd Bláa skjaldarins vinna nú að verkefnunum tveimur og er stefnt að því að verkefnunum ljúki á næsta ári. Menningarminjar sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt Haag-sátt- málanum eru auðkenndar með Bláa skildinum. Þessi ljósmynd er af merkingu á basilíku Konstantínusar í Trier í Þýskalandi sem höfundur skoðaði fyrir tveimur árum. Jarðskjálfti upp á 7,0 reið yfir Haíti árið 2010 með þeim afleiðingum að tugir þúsunda íbúa fórust og mikil eyðilegging varð á mannvirkjum. Í kjölfarið kölluðu Alþjóðasamtök Bláa skjaldarins eftir sjálfboðaliðum til að hjálpa við að bjarga menningarverðmætum og urðu margir við kallinu. Myndin er af vef Haiti Cultural Recovery Project og sýnir björgun málverks úr rústum á Haíti. Á myndinni er tilvitnun í Olsen Jean Julien, fyrrum menningarmálaráðherra landsins, um björgun menningarverðmæta. Íslenskum menningarverðmætum getur staðið hætta af náttúruvá. Ólafur Ásgeirsson, fyrrum þjóðskjalavörður kannar skemmdir í Hér- aðsskjalasafni Árnesinga á Selfossi eftir Suðurlandsskjálftan 2008.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.