Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Side 30

Bókasafnið - 01.07.2017, Side 30
30 Bókasafnið Sko ég er búin að vera fráskilin í yfir 50 ár … í 52 ár … og svo fór ég í sumarfrí alltaf, og þá kynntist ég kannski pilti eða manni og var svo bara í bréfasambandi og það hélt manni frá öllu karlafari, enda hafði ég engan tíma til þess. Ekki nokkurn tíma. Það var heilmikið verk að vinna fyrir heimilinu og borga íbúðina og allt. Það var alveg „full time job“. Sigrún sagðist ekki hafa tímt að fleygja þessum bréfum: „Ég ætti nú bara að fara að lesa ástarbréfin, að gamni mínu. Þó þeir séu dauðir - allir dauðir held ég!“ Skjalamyndararnir Tinna, Vala og Ragnar höfðu áhyggjur af meintum dauða sendibréfsins. Tinna sagði að tölvupóst- urinn hefði tekið við en hann væri ekki áþreifanlegur. Hún var viss um það að með þessu áframhaldi yrði ekki mikið til af bréfum eftir fólk sem er fætt eftir miðja 20. öldina. Vala var sama sinnis. Hún er rúmlega 30 árum yngri en Tinna en sagðist hafa áhyggjur af því að vera af síðustu kynslóð fólks sem skrifaði bréf. Ragnar sagði að á upplýsingaöld glötuðust heilu bókmenntagreinarnar: „Það er kannski ástæða til að halda því til haga, já af því að bréfið - sendibréfið - er útdautt. Úrelt bókmenntaform“. Júlía, sérfræðingurinn sem rætt var við, tók í sama streng og Tinna, Vala og Ragnar varðandi dauða sendibréfsins: „Það er dáið eins og er.“ Hún lagði líka áherslu á mikilvægi þess að varðveita bréfasöfn og að þau fáu söfn sem eftir væru í dag glötuðust ekki. Með breytingum í tækni og samskiptum má vera ljóst að eitthvað verður undan að láta. Bréf var kannski fljótlegasta leiðin til fréttaflutnings milli landshluta og landa hér áður fyrr en í dag eru margar leiðir hentugri. „Mögulega dó sendibréfið einhvers konar dauðdaga en það er þá upprisið í formi hinnar heilögu þrenningar nútímasamskipta; tölvu- pósts, Snapchats og Facebookfærslna“ (Berglind Inga Guðmundsdóttir, 2016). Að lokum Dagbækur eru leið fólks til að skrásetja eigin tilveru og koma hugsunum sínum á blað. Ólíkt sendibréfum eru þær ekki ætlaðar neinum nema þeim sem þær skrifa. Sendi- bréf geta spannað löng tímabil og þannig gefið heildstæða mynd af umfjöllunarefnum sínum. Persónulegar heimildir geta bætt heilmiklu við hina opinberlega skráðu sögu. Þær varpa ljósi á samtímann og persónur hans á þeim tíma sem atburðirnir gerast og með orðum þeirra sem upplifa þá. Með því að skoða persónulegar heimildir samhliða þeim opinberu fæst djúpstæðari skilningur á atburðum og upplif- unum fólks - ekki síst fólks sem ratar ekki í hinar opinberu sögubækur. Heimildir Berglind Inga Guðmundsdóttir. (2016). „Til þess að það færi ekki í glatkistuna“: Viðhorf og reynsla þeirra sem afhenda einkaskjalasöfn til varðveislu á opin- berum skjalasöfnum. Reykjavík: Háskóli Íslands. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/24010 Björk Ingimundardóttir. (1996). Þjóðskjalasafn Íslands: Grundvöllur og hlutverk. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. Charmaz, K. (2006). Constructing grounded theory: A practical guide through qualitative analysis. Los Angeles: Sage Publications Ltd. Davíð Ólafsson. (1998). Að skrá sína eigin tilveru: Dagbækur, sjálfsmynd og heimsmynd á 18. og 19. öld. Í Erla Huld Halldórsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon (ritstj.), Einsagan - ólíkar leiðir: Átta ritgerðir og eitt myndlistarverk. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Glaser, B. G. og Strauss, A. L. (1967). The discovery of Grounded Theory: Strategies for qualitative research. Chicago: Aldine Publishing Company. Gorman G.E. og Clayton, P. (2005). Qualitative Research for the Information Professional: A Practical Handbook (2. útgáfa). London: Facet Publishing. Hassam, A. (1987). Reading other people’s diaries. University of Toronto Quarterly, 56(3), 435-442. doi:10.3138/utq.56.1.435 Hennink, M., Hutter, I. og Bailey, A. (2011). Qualitative research methods. Los Angeles: Sage Publications. Katrín Blöndal og Sigríður Halldórsdóttir. (2013). Úrtök og úrtaksaðferðir í eigindlegum rannsóknum. Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 129-136). Akureyri: Háskólinn á Akureyri. Palys, T. (2008). Purposive sampling. Í L. M. Given (ritstjóri), The Sage Encyclopedia of Qualitative Research Methods (bls. 697-698). California: Sage. Paperno, I. (2004). What can be done with diaries? The Russian review, 63(4), 561-573. doi:10.1111/j.1467-9434.2004.00332.x Schwandt, T. A. (2007). The Sage dictionary of qualitative inquiry (3. útgáfa). Los Angeles: Sage Publications. Sigurður Gylfi Magnússon. (1997). Menntun, ást og sorg: Einsögurannsóknir á íslensku sveitasamfélagi 19. og 20. aldar. Í Gunnar Karlsson (ritstjóri), Sagnfræðirannsóknir 13. bindi. Reykjavík: Sagnfræðistofnun Íslands og Háskólaútgáfan. Sigurður Gylfi Magnússon. (2004). Fortíðardraumar: Sjálfsbókmenntir á Íslandi. Í Guðmundur Hálfdanarson (ritstjóri), Sýnisbók íslenskrar alþýðumenn- ingar 9. bindi. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Svanhildur Bogadóttir. (2013). Searching for women in the archives: Collecting private archives of women. Í S. d. Jong og S. Koevoets (ritstjóri), Teach- ing gender with libraries and archives: The Power of information. Utrecht: Atgender. Unnur Guðrún Óttarsdóttir. (2013). Grunduð kenning og teiknaðar skýringarmyndir. Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rann- sókna (bls. 361-375). Akureyri: Háskólinn á Akureyri. Þjóðskjalasafn Íslands. (2016). Hvað eru einkaskjalasöfn? Sótt af http://skjalasafn.is/hvad_eru_einkaskjalasofn Þórólfur Þórlindsson og Þorlákur Karlsson. (2003). Um úrtök og úrtaksaðferðir. Í Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum (bls. 51-66). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.