Bókasafnið - 01.07.2017, Side 41
Bókasafnið 41. árg – 2017 41
Inngangur
Fjallað er um þróun starfsvettvangs fræði-
greinarinnar bókasafnsfræði 1956-1986,
bókasafns- og upplýsingafræði 1986-2013
og upplýsingafræði 2013-, með áherslu á
tímabilið frá 2001 til 2015. Þetta er fram-
hald greinar eftir sama höfund sem birtist
í 38. árgangi Bókasafnsins 2014 undir titl-
inum: Frá bókasafnsfræði til upplýsingafræði:
þróun fræðigreinar, þörf á menntun. Leitast er
við að svara spurningum sem varpað var fram í
doktorsritgerð höfundar og ofannefndri grein í Bóka-
safninu 2014 (Stefanía Júlíusdóttir, 2013a, bls. 287-289;
2014). Spurningarnar voru:
• Er eftirspurn eftir bókasafns- og upplýsinga-
fræðingum til skjalastjórnarstarfa að festast í sessi?
Upplýsinga var afl að í þriðju könnun á mannafl a og
þjónustueiningum bóka- og skjalasafna 2014.
• Er aukin áhersla á menningarmiðlun í almennings-
bókasöfnum komin til vegna breytinga á þörfum
þjóðfélagsins? Eða hefur ráðning fólks með annars
konar háskólamenntun en bókasafns- og upp-
lýsingafræði skilað sér í breyttri þjónustu- og starfs-
mannastefnu almenningsbókasafna? Upplýsinga var
afl að með könnun á óskum almennings um þjónustu
almenningsbókasafna 2015 og í auglýsingum eftir
starfsfólki.
• Hefur þróun námsframboðs verið í samræmi við
þarfi r greinarinnar? Upplýsingar fást í rannsókna-
niðurstöðum og Kennsluskrá Háskóla Íslands.
Þá er greint frá nokkrum niðurstöðum viðtalskönnunar
2005 og gerður samanburður á völdum niðurstöðum kann-
ana höfundar á mannafl a og þjónustueiningum á rann-
sóknasviðinu árin 1989, 2001 og 2014.
Við greiningu og túlkun gagna voru notaðar kenningar
Lenski (2005), Abbott (1988) og Meyrowitz (2001).
Kenningar
Kenningaramminn var vistfræðileg þróunarkenning Lenski
(2005). Samkvæmt henni felur þjóðfélagsþróun annars
vegar í sér stöðugleika og hins vegar tvenns konar breyt-
ingar: sífelldar og afturkræfar breytingar sem hafa
ekki varanleg áhrif á grunngerð þjóðfélagsins og
byltingarkenndar breytingar sem valda byltingar-
kenndum og óafturkræfum þjóðfélagsbreyting-
um. Kenningu Lenski fylgir ekki greiningar-
lykill, hann þróaði höfundur í samræmi við
tvær aðrar kenningar.
Annars vegar kenningu Abbott (1988) um kerfi
fagstétta, sem tekur til sífelldra breytinga. Sam-
kvæmt henni helga fagstéttir sér óðul (Abbott
notar orðið jurisdiction) með því að stofna fagfélög
og fagtímarit, stjórna menntun og nýliðun, koma sér upp
lögvernduðu starfi eða starfsheiti, samþykkja siðareglur og
skipuleggja menntun undirskipaðrar stéttar. Í óðali sínu
öðlast þær forgang að störfum. Fagstéttir ná undir sig
óðulum með því að koma að þeim ósetnum, þegar óðal er
nýtt eða yfi rgefi ð eða þær gera innrás í óðal annarar fag-
stéttar og ná þar stundum yfi rráðum, alfarið eða að hluta
til. Ný tækni getur skapað ný óðul og eytt gömlum. Helsta
vopn fagstétta við varnir óðals síns er óhlutbundin sérfræði-
þekking sem yfi rfæra má á ný og ólík verkefni. Samkvæmt
kenningu Abbott á sér einnig stað stöðug tilfærsla á fagfólki
frá einum starfsvettvangi til annars (Abbott, 1988, bls. 1-95;
Stefanía Júlíusdóttir, 2013a, bls. 11-42; 2014).
Hins vegar var greiningarlykillinn þróaður í samræmi við
miðilskenningu Meyrowitz (2001), sem tekur til byltingar-
kenndra breytinga. Samkvæmt henni getur tilkoma nýrra
miðla við vistun, geymd og miðlun þekkingar valdið þjóð-
félagsbyltingum að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Meðal
þeirra er að notkun nýja miðilsins sé hluti daglegs lífs alls
almennings frá barnæsku og að almenningur hafi greiðan
aðgang að nægri þekkingu og upplýsingum á nýja miðl-
inum (Stefanía Júlíusdóttir, 2013a, bls. 21-28; 2014).
Rannsóknasviðið og þróun þess 1989, 2001, 2014
Rannsóknasviðið er þjónustueiningar sem sérhæfa sig
í vistun, geymd og miðlun þekkingar og upplýsinga og
mannafl i þeirra á bóka- og skjalasöfnum. Til þess að afl a
upplýsinga um þróun fag- og starfstétta á rannsóknar-
sviðinu hérlendis voru gerðar kannanir 1989, 2001 og
2014, sem náðu til fj ölda og tegunda þjónustueininga
og mannafl a bókasafna 1989. Árin 2001 og 2014 náðu
Frá bókasafnsfræði til upplýsinga-
fræði. II hluti: áhersla á þróun frá
2001 til 2015
Stefanía Júlíusdóttir hefur lokið MS í bókasafns- og upplýsingafræði Columbia University New York og er með
doktorspróf frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað við Landsbókasafn Íslands, sem bókafulltrúi ríkisins mennta-
málaráðuneytinu, verið lektor við Háskóla Íslands, forstöðumaður bókasafna Rannsóknastofnunar byggingariðnaðar-
ins, Landlæknisembættisins og Landspítala-háskólasjúkrahúss. Hún starfar nú að rannsóknum í upplýsingafræði.