Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 56

Bókasafnið - 01.07.2017, Blaðsíða 56
56 Bókasafnið Elísabet Halldórsdóttir fæddist á Akureyri 1. ágúst 1947. Hún ólst upp á Akureyri, í Hafnarfirði og Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968 og BA prófi í bóka- safnsfræði og sögu frá Háskóla Íslands 1977. Veturinn 1992-1993 stundaði hún nám við Danmarks Biblioteksskole í Kaupmannahöfn. Elísabet var í hlutastarfi á Borgarbókasafni Reykjavíkur á árunum 1970-1977 að einum vetri undanskildum en þá vann hún á Landsbókasafni. Að námi loknu var hún ráðin bókasafnsfræðingur á Borgarbókasafn sem varð hennar starfsvettvangur í áratugi. Hún var gjarnan leiðandi í innleiðingu nýjunga, svo sem við gerð efnisorðaskrár yfir safn- kost Borgarbókasafns, uppbyggingu upplýsingaþjónustu og tölvuvæðingar safnsins. Hún var í vinnuhópi um Dobis/Libis bókasafnskerfið 1986-1987. Kerfið var tekið í notkun á Borgarbókasafni og á fleiri söfnum árið 1989 og var Elísabet ein af þeim sem leiddu vinnu við innleiðingu kerfisins sem síðar fékk íslenska nafnið Fengur. Hún var fulltrúi starfsmanna í stjórn Borgarbókasafns 1978-1986. Elísabet sat í flokkunarnefnd bókasafna 1981-1989 á vegum samstarfsnefndar um upplýsingamál og Bókafulltrúa ríkis- ins en nefndin annaðist ritstjórn og þýddi stytta og staðfærða útgáfu flokkunarkerfis Dewey fyrir íslensk bókasöfn 1987. Hún átti sæti í nefndum á vegum menntamálaráðuneytis til að gera tillögur um hagkvæmustu leiðina til að tengja bóka- söfn landsins í stafrænt upplýsinganet. Þar var grunnurinn lagður að Gegni, sameiginlegu upplýsinga- og rekstrarkerfi flestra bókasafna landsins. Eftir mikla undirbúningsvinnu var Gegnir tekinn í notkun á árunum 2003-2004. Elísabet átti sæti í efnisorðaráði Gegnis frá upphafi en það hefur það hlutverk að samræma notkun efnisorða til að létta notend- um upplýsingaleit í Gegni og leitir.is. Hún var fagmaður fram í fingurgóma og hafði afar ríka tilfinningu fyrir íslensku máli sem nýttist vel í störfum hennar. Hún var einstaklega félagslynd og hafði gaman af að gleðjast í góðra vina hópi. Hún var mikill vinur vina sinna og rækt- aði fjölskyldu sína og vini vel. Hún var framtakssöm og hafði gjarnan frumkvæði að því að hóa fólki saman, halda veislur og gleðjast á annan hátt. Það er ekki hægt að segja að Elísabet hafi verið heppin með heilsuna. Alltof snemma varð hún að draga úr vinnu og að lokum hætta alveg. Eldmóðurinn og áhuginn fyrir samvinnu og samstarfi íslenskra bókasafna var þó ætíð fyrir hendi og hélt hún góðum tengslum við samstarfsfólk í bókasafnasamfélaginu. Við vorum saman í hópi sem kallar sig „Kjarna- konur“ og er eins konar saumaklúbbur sérfræðinga sem láta sig gæði bókfræðiupplýsinga og efnisorða í Gegni varða. Elísabet lést 13. júlí 2016. Við kveðjum kæra samstarfs- og vinkonu með virðingu og þökk. Sigrún Hauksdóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir Minning Elísabet Halldórsdóttir 1947 - 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.