Bókasafnið - 01.07.2017, Síða 58
58 Bókasafnið
Látinn er í Kaupmannahöfn Erland Kolding Nielsen stjórnandi Konunglega
bókasafnsins í Kaupmannahöfn. Hann var sagnfræðingur að mennt og
kenndi við danska bókavarðaskólann og Kaupmannahafnarháskóla. Hann
vann einnig við Konunglega bókasafnið áður en hann tók við sem forstöðu-
maður safnsins árið 1986. Hann lét af störfum stuttu fyrir andlátið og hafði
þá stjórnað safninu í rúm 30 ár. Hann og kona hans, Inger, höfðu undirbúið
kveðjuhóf 26. janúar síðastliðinn en hann lést 23. janúar og var athöfninni
breytt í minningarsamkomu. Engu var breytt, nema að Inger las kveðjuræðu
hans.
Konunglega bókasafnið efldist mjög undir hans stjórn. Þar má nefna að nýtt
hús var byggt, Svarti demanturinn og einnig glæsilegar geymslur fyrir safnið á Amager. Þá var starfsemi bókasafns Kaup-
mannahafnarháskóla, KUB, sameinuð Konunglega bókasafninu. Eftir að Erland lét af störfum, voru Konunglega bókasafn-
ið og Statsbiblioteket í Árósum sameinuð en bæði söfnin hafa haft hlutverk sem þjóðbókasöfn, meðal annars með viðtöku
og varðveislu skylduskila. Einnig renna inn í hið nýja safn Det administrative bibliotek og Danmarks kunstbibliotek.
Erland var mikill hvatamaður að hverskyns samvinnu bókasafna, í Danmörku, Evrópu og á heimsvísu og var óþreytandi
að tala máli bókaútgáfu, bókagerðar og bókasafna. Hann var áberandi í alþjóðlegu samstarfi og átti þátt í að stofna samtök
evrópskra landsbókavarða CENL (Conference of European National Librarians) og samtök rannsóknarbókasafna LIBER
(Ligue de Bibliothèques Rescherces) og var formaður þeirra samtaka 2003-2006. Hann sótti öll IFLA þing um árabil og
margir tóku eftir þessum sérstæða manni.
Ég átti því láni að fagna að kynnast Erland og starfa með honum á fundum norrænna landsbókavarða NORON og einnig
í CENL. Hann kom nokkrum sinnum til Íslands og hann var viðstaddur þegar Þjóðarbókhlaðan var opnuð 1994. Hann
var góður félagi, gagnrýninn, hvetjandi, úrræðagóður og oft ótrúlega duglegur við að ýta málum áfram. Það var einmitt í
anda Erlands að í tengslum við minningarathöfnina voru haldnir ýmsir fundir sem snertu samvinnu evrópskra og nor-
rænna landsbókavarða.
Honum var hlýtt til Íslands og Íslendinga, en þó er sagt að hann hafi átt þátt í því að flaggað var í hálfa stöng við Kon-
ungsbókhlöðu þegar íslensku handritin voru flutt heim. Ég vil þakka honum samstarfið og megi hann hvíla í friði.
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir
landsbókavörður
Minning
Erland Kolding Nielsen 1947 - 2017