Fréttablaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 4
Dómsmál Það var spennuþrungið andrúmsloft þegar dómur var kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen, sem ákærður var fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygli á rúmum 20 kílóum af hassi. Sakborningurinn var fjarstaddur, en Kolbrún Benediktsdóttir sak- sóknari og Páll Rúnar M. Krist- jánsson, verjandi Thomasar, höfðu komið sér fyrir í réttarsalnum í Héraðsdómi Reykjaness. Í salnum sat líka Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur, og fylgdist með því sem fram fór. Dómararnir þrír gengu inn í sal- inn og dómsformaðurinn, Kristinn Halldórsson, las upp dóminn. „Hinn ákærði, Thomas Fredrik Möller Olsen, sæti 19 ára fangelsi.“ Að auki ber honum að greiða foreldrum Birnu samtals um átta milljónir króna í miskabætur. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp á Íslandi allt frá árinu 1994, þegar Hæstiréttur Íslands dæmdi Þórð Jóhann Eyþórsson í 20 ára fangelsi fyrir manndráp. Eftir að dómþingi var slitið gekk saksóknari, Brjánn Guðjónsson og réttargæslumaður hans út. En verj- andinn sat grafalvarlegur í bragði í sæti sínu um stund. En kom dómur- inn honum á óvart. „No comment,“ sagði hann áður en hann yfirgaf sal- inn og kvaðst ekki ætla að veita við- tal að sinni. Hann hefur ekki upplýst hvort dómnum verði áfrýjað. Sak- sóknarinn ræddi við fjölmiðla þegar tími gafst til. „Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún. Thomas Fredrik Olsen hefur undanfarið verið vistaður í fang- elsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir að þegar Thomas afplánar utan Íslands Thomas Möller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morð og fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness. Þetta er þyngsti dómur hérlendis í 23 ár. Áhersla er lögð á að erlendir borgarar afpláni í heimalandi sínu. Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu, faðmar Hönnu Láru Helgadóttur, réttargæslumann sinn og Sigurlaugar Hreinsdóttur, eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. FRéttaBLaðið/ViLHeLm fullnaðardómur er genginn í málum norrænna ríkisborgara sem hljóta dóm hér á landi, séu þeir alla jafna fluttir til síns heimalands, þar sem þeir afplána dóm sinn. „Það eru samningar milli Norður- landanna þannig að ef að dóm- þolar óska eftir því að afplána í sínu heimalandi er orðið við því og það gerist tiltölulega hratt. Það sama gerist þrátt fyrir að dómþolar hafi ekki hug á að afplána í sínu heima- landi þegar um er að ræða ríkisborg- ara Norðurlandanna, en það tekur hugsanlega lengri tíma. Við leggjum mikla áherslu á að flytja ríkisborg- ara erlendra þjóða til síns heima í afplánun þegar það er mögulegt,“ segir Páll Páll segir að hingað til hafi Danir vistað Grænlendinga í Vestre Fængsel í Danmörku og í öðrum fangelsum þar. „Það eru opin fangelsi í Græn- landi en þeir eru að byggja nýtt fang- elsi þar, sem verður tilbúið innan fárra ára.“ jonhakon@frettabladid.is Við leggjum mikla áherslu á að flytja ríkisborgara erlendra þjóða til síns heima í afplánun þegar það er mögulegt. Páll Winkel fangelsis- málastjóri Netverð á mann frá kr. 139.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð m/2 svefnherbergjum. Las Brisas Apartments Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . 22. október í 23 nætur GRAN CANARIA Eldri borgarar til Frá kr. 139.955 m/ekkert fæði Frá kr. 194.995 m/allt innifalið Fleiri gistivalkostir í boði Sértilboð afsláttur allt að 30.000 kr. á mann Anna Lára Pálsdóttir kennari í Vík kennir útlendingum þar íslensku. Hún segir nánast bara útlendinga í þjón- ustustörfum á svæðinu. Íslend- ingar kvarti undan þessu á Hótel Kötlu þar sem Anna Lára starfar. „Ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því að það er komið fram við fólkið af hroka af því að það talar ekki íslensku.“ Engir Íslendingar séu hins vegar til að sinna störfunum. Helga Vala Helgadóttir lögmaður lýsti áhyggjum af viðhorfi Hæsta- réttar til þolenda heimilisof- beldis. Dómstóll- inn hafnaði kröfu konu um að fyrrverandi sambýlis- manni yrði gert að víkja úr réttar- sal meðan hún gæfi skýrslu. „Það er ekki eins og maðurinn hefði ekki átt þess kost að taka til varna þótt fallist yrði á kröfuna.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður sagðist fyrir löngu vera búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum. Wintris- málið hefði sannað að hann hefði alltaf haft heildarhagsmuni almennings að leiðar- ljósi og jafnvel verið tilbúinn að fórna hagsmunum eigin fjölskyldu. Þrjú í fréttum Hroki, Wintris og Hæstiréttur Tölur vikunnar 24.09.2017-30.09.2017 akureyri Unglingaráð körfubolta- deildar Þórs gagnrýnir bæjarstjórn Akureyrarbæjar harðlega í yfirlýs- ingu í gær. Hættulegt óhapp varð í íþróttasal Glerárskóla á fimmtudaginn þegar körfuboltaæfingu var að ljúka. „Stálvír er heldur uppi annarri stóru aðalkörfunni í salnum slitn- aði með þeim afleiðingum að hann sveiflaðist til með veggfestingunni, bolta og járni og skall í gólfið með miklum látum enda um þungt stykki að ræða,“ segir unglingaráðið. Iðkendur voru að ganga frá þegar óhappið varð og féll festingin niður skammt frá einum þeirra. „Það þarf ekki að spyrja að því hvernig hefði farið ef festingin hefði slegist í barn, þarna hefði getað orðið stórslys.“ Unglingaráðið kveðst hafa kvart- að árangurslaust undan aðstöðunni við bæjaryfirvöld um árabil. Hefur körfuboltadeildin sótt um að fá tíma í öðrum húsum vegna ástandsins og fékkst það staðfest á fimmtudag. Hvetur ráðið foreldra iðkenda til að láta í sér heyra enda sé aðstaðan ekki boðleg. „Þegar öryggi barna okkar er ógnað er ekki hægt að una lengur við. Unglingaráð körfuboltadeild- arinnar mun ekki senda börn og ungmenni á æfingar í Glerárskóla meðan öryggi þeirra er ekki tryggt. Af þeim sökum falla niður allar æfingar í Glerárskóla á næstunni.“ – þea Hörð gagnrýni á bæjarstjórn eftir óhapp Frá leik Þórs gegn KR. Fréttablaðið/eyþór 457.600 voru gistinætur á hótelum í ágúst. Er það 2% aukning miðað við ágúst 2016. 53% gistináttanna voru á höfuð- borgarsvæðinu. 7,1 200 milljónir króna hefur hópur fjár- festa lagt íslenska hugbúnaðarfyrir- tækinu Teatime til. Index Ventures, sem fjárfesti meðal annars í Facebook, Skype, Candy Crush og Clash of Clans, leiðir fjárfestinguna. 2 frumvörp urðu að lögum  á síðasta þing- fundi fyrir kosningar. 2,5 milljónir króna greiddi Ríkisút- varpið Guðmundi Spartakusi Ómars- syni í miskabætur fremur en að láta reyna á frétta- flutning sinn fyrir dóm- stólum. 16 milljarðar króna var samfélagsleg- ur kostnaður af umferðarslysum á helstu stofnæðum í kringum höfuðborgarsvæðið á árunum 2012 til 2016. milljarður var aflaverðmæti íslenskra skipa í júní. Það er 21,9% minna en í júní 2016. Fiskafli íslenskra skipa í tonnum talið var þó 26% meiri en í júní 2016, eða tæp 53 þúsund tonn. 3 0 . s e p T e m b e r 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 3 0 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 1 3 6 s _ P 1 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 1 -7 3 6 8 1 D E 1 -7 2 2 C 1 D E 1 -7 0 F 0 1 D E 1 -6 F B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 3 6 s _ 2 9 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.