Fréttablaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 16
Abena hjálparvörurnar við þvagleka fást í Rekstrarlandi og sérfræðingar okkar aðstoða við rétt val á þeim. Þessar vörur eru af öllum stærðum og gerðum svo auðvelt er að finna þægilega lausn sem hentar hverjum og einum. Skírteinishafar geta leitað beint til Rekstrarlands til að fá Abena þvaglekavörur afgreiddar. Við sjáum um að koma vörunum beint heim til notenda án aukakostnaðar. Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is Abena þvaglekavörur eru samþykktar af Sjúkratryggingum Íslands Svörum fyrirspurnum fúslega í síma 515 1100 eða á heilbrigdi@rekstrarland.is Verslunin í Vatnagörðum er opin kl. 9–18 alla virka daga. VIÐ HUGSUM Í LAUSNUM Fráfarandi stjórn enn sú skammlífasta Verði stjórnarmyndunarviðræður langdregnar mun ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar verða sú meirihlutastjórn sem styst hefur setið. Drátturinn þarf að vera fjórir mánuðir svo önnur vinstristjórn Framsóknarmannsins Ólafs Jóhannessonar tapi titlinum. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, borða lifur á heimili þess síðarnefnda tveimur dögum eftir að stjórn Þorsteins Pálssonar sprakk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ólafur Jóhannesson og Dóra Guðbjartsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fjórum sinnum hefur það gerst að minnihlutastjórnir hafa verið við völd. Þær hafa jafnframt verið þær skammlífustu. Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sat aðeins í tæpar fimmtán vikur en náði kjöri á ný í kosningunum árið 2009. 16 vikur Stjórn Ólafs Thors, sem tók við að loknum kosningum 1949 er sú skammlíf- asta. Stjórnar- myndunarvið- ræður gengu illa og á endanum settist Sjálfstæðisflokkurinn einn í stjórn. Enginn flokkur varði stjórn- ina heldur ætluðu þeir að taka afstöðu til hvers máls fyrir sig. 16 vikur og 4 dagar Eftir að stjórn Ólafs Jóhannes- sonar féll árið 1979 tók við minni- hlutastjórn undir forsæti Bene- dikts Gröndal. Tíð þeirrar stjórnar lauk þegar Framsóknar- flokkurinn, Alþýðubanda- lagið og hluti Sjálfstæðismanna mynduðu stjórn. Stjórnin var mynduð í trássi við vilja Geirs Hallgrímssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins. 47 vikur og 3 dagar Árið 1958 mynd- aði átta manna þingflokkur Alþýðu- flokksins minnihluta- stjórn og fór Emil Jónsson fyrir henni. Nítján þingmenn Sjálfstæðisflokksins vörðu hana. Helsta mál stjórnarinnar var að breyta kjördæmaskipan landsins sem fram að þessu hafði verið afar hliðholl Framsóknarflokknum. kosningar Líkt og kunnugt er verður gengið til þingkosninga eftir tæpan mánuð eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar lagði upp laupana. Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki hið síðasta sem ríkisstjórn springur. Fréttablaðið ákvað að rifja upp skammlífustu meirihlutastjórnir lýðveldissögunnar. Í slíkri upprifjun verður hins vegar fyrst að ákvarða við hvaða mæli- kvarða skuli miða. Er rétt að miða við þá dagsetningu er ríkisstjórn tók fyrst við völdum eða líta til þess tíma sem leið frá kosningum og þar til hún sprakk? Skal seta í starfsstjórn talin með? Í upprifjuninni nú, þar sem stiklað verður á stóru, verður miðað við þann dag sem ráðuneyti tók við stjórn og þar til nýtt ráðuneyti tók við. Tími í starfsstjórn telst því með. Að auki verður einblínt á stjórnir sem hafa haft meirihluta á þingi. Stjórn Bjarna Benediktssonar yngri mun sitja í 41 viku hið minnsta. Miðað við forsendur sam- antektarinnar hefur engin stjórn setið skemur. Langar stjórnar- myndunarviðræður að kosningum loknum gætu forðað stjórn Bjarna frá titlinum skammlífasta stjórnin. johannoli@frettabladid.is 58 VIkuR oG 3 DAGAR Vinstristjórn Ólafs II Sú staða sem upp kom nú, að ríkisstjórn félli svo skömmu eftir að þing kom saman til funda, er ekki einsdæmi í Íslandssögunni. Þann 11. október 1979 var þing sett en á þeim fundi tilkynnti Ólafur Jóhannesson, þá forsætisráðherra Framsóknarflokksins, að hann hygðist biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Stjórn Ólafs samanstóð af hans eigin flokki, Alþýðuflokki og Alþýðu- bandalaginu. Tæpri viku fyrr hafði þingflokkur Alþýðuflokksins sam- þykkt að slíta ríkisstjórnarsamstarf- inu en það hafði verið afar skrykkj- ótt. Efnahagsástand í landinu var slæmt og átti eftir að fara versnandi. Ekki var boðað til þingkosninga þrátt fyrir kröfu Alþýðu- og Sjálfstæðis- flokks þess efnis. „[É]g persónulega tel ófor- svaranlegt að efna til kosninga um hávetur, í svartasta skammdegi að kalla. Veðurguðirnir gætu orðið svo hliðhollir að þetta gæti tekist með skaplegu móti, en þó alltaf við erfið- leika að eiga í afskekktum sveitum. En veðrátta gæti líka orðið slík að kosningar á þessum tíma væru með öllu óframkvæmanlegar, og getur það átt við um kosningaundirbún- ing, framboðsfundi og kosningarnar sjálfar. Slíkar kosningar gætu orðið skrípamynd þar sem fjöldi fólks væri í reynd sviptur atkvæðisrétti,“ sagði Ólafur á þingsetningarfundinum. Það varð úr að minnihlutastjórn Alþýðuflokksins, varin falli af Sjálf- stæðismönnum tók við. 64 VIkuR Stjórnin sem sprakk í beinni Rúmum tveimur mánuðum eftir þingkosningar í apríl 1987 náðu Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur samkomulagi um að mynda ríkisstjórn undir for- ystu Þorsteins Pálssonar. Samstarfið var umdeilt og vildu vestfirskir Alþýðuflokksmenn ekki styðja stjórnina. Eftir átök haustið 1988 reyndist banabiti stjórnarinnar vera tillaga um lækkun matarskatts og sex prósenta gengisfellingu. „Við erum hér í afar furðulegum sjónvarpsþætti. Þessir hlutir gerast rétt áður en maður er að ganga hingað inn. Það er afar ógæfulegt og vitanlega hlýtur sú spurning að vakna hvort það traust sé til staðar sem þarf til í ríkisstjórn,“ sagði Steingrímur Hermannsson, utan- ríkisráðherra í stjórninni, í beinni útsendingu á Stöð 2 kvöldið 16. september 1988. Hann og fjármála- ráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, voru þá gestir í þætti Ólafs Friðriks- sonar og Helga Péturssonar og gáfu út dánarvottorð stjórnarinnar. 87 VIkuR oG 4 DAGAR Þingvallastjórnin Geir H. Haarde, þá formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, mynduðu ríkis- stjórn 24. maí 2007. Áður höfðu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur gengið hönd í hönd í sextán ár. Ríkisstjórnin hélt velli með eins manns meirihluta en Sjálfstæðis- menn slitu samstarfinu og sömdu við Samfylkinguna. Efnahagshrunið setti strik í það samstarf. Óánægja með ástandið var vægast sagt mikil. Þegar Alþingi kom saman til funda í ársbyrjun 2009 safnaðist fólk saman á Austurvelli, barði búsáhöld, hrópaði slagorð og kveikti bál. Á endanum, þann 25. janúar, tæpri viku eftir framhald þing- funda, afréð Samfylkingin að slíta samstarfinu og efna til minnihluta- samstarfs með Vinstri grænum. Minnihlutastjórnir skammlífastar stjórna 2017 3 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L a U g a r D a g U r16 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 3 0 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 1 3 6 s _ P 1 3 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E 1 -8 2 3 8 1 D E 1 -8 0 F C 1 D E 1 -7 F C 0 1 D E 1 -7 E 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 3 6 s _ 2 9 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.