Fréttablaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 42
Hjónin Jón Kjartansson og Charlotte
Åström eru eigendur Winston Living.
Í Winston Living fást nú húsgögn frá Friends & Founders. Húsgögn og fylgihlutir fást í úrvali i Winston Living.
Lífrænar snyrtivörur frá Björk & Berries. MYND/EYÞÓR
Okkur þótti tímabært að leyfa Íslendingum að njóta þess besta í sænskri hönnun,“
segir Charlotte Åström sem opnaði
dyrnar að Winston Living með
eiginmanni sínum Jóni Kjartanssyni
fyrir tveimur árum. Verslunin er
hlaðin dýrindis gjafavörum, lífsstíls-
vörum, húsgögnum og lífrænum
snyrtivörum.
Charlotte er sænsk og vel kunnug
heillandi hönnunar- og handverks-
hefð Svía.
„Á Íslandi er geysilegur áhugi fyrir
skandinavískri hönnun. Svíar eru
sterkir hönnuðir og sænsk hönnun
er heimsþekkt. Við Jón vorum með
mörg vörumerki í huga sem aldrei
áður hafa verið fáanleg hérlendis en
eru mjög þekkt á hinum Norður-
löndunum,“ segir Charlotte, innan
um glæsilega, notalega og heimilis-
lega muni Winston Living.
Þau Charlotte og Jón fluttu heim
til Íslands fyrir fjórum árum og
leggja mikla áherslu á að finna ein-
stakar vörur sem ekki fást annars
staðar.
„Í upphafi vildum við fyrst og
fremst bjóða upp á sænska hönnun
og 80 prósent af því sem fæst í Win-
ston Living eru sænsk merki, þótt
hér megi einnig finna vörur frá Dan-
mörku, Bandaríkjunum og París.
Okkur þykir skemmtilegt að hér
megi finna eitthvað einstakt í stað
þess sem allir aðrir eru með. Það
eykur líka á ánægju þess að gefa að
velja persónulega gjöf sem á engan
sinn líka,“ segir Charlotte.
Í tilefni tveggja ára afmælis
Winston Living er verslunin flutt
í nýtt og glæsilegt rými á tveimur
hæðum í miðbæ Reykjavíkur. Inn-
gangur er bæði frá Hverfisgötu og
Laugavegi, í gegnum Hljómalindar-
reitinn.
„Hér má finna sérvalið úrval af
innanhússhönnun og nú margverð-
launuð dönsk húsgöng frá Friends
& Founders; allt frá náttborðum,
stólum, marmaraborðum, speglum
og lömpum. Einnig fylgihluti og
hvers kyns heimilispunt; bakka,
kertastjaka, mottur og púðaver og
lífsstílsvörur eins og töskur, erma-
hnappa, armbandsúr og lífrænar
snyrtivörur frá Björk & Berries,“
Einstakar gjafir sem gleðja
Jólapakki með persónulega valinni gjöf úr Winston Living hittir beint í hjartastað. Fagurkerarnir
Charlotte og Jón í Winston Living dekra við hvern pakka og hjálpa fyrirtækjum að velja réttu gjöfina.
segir Charlotte um ríkulegt úrvalið
í Winston Living, þar sem hægt er
að finna ótal freistandi gjafir í jóla-
pakka fyrir konur og karla.
„Winston Living er töfrandi
verslun þegar kemur að heillandi
gjafavöru sem hittir í mark. Við
höfum yndi af því að hjálpa
fyrirtækjum við val á gjöfum til
starfsmanna og viðskiptavina og
njótum þess að finna hentugar
lausnir og setja saman skemmti-
lega pakka að óskum hvers og eins.
Sumir vilja gefa stórt og aðrir minna
og við mætum óskum allra með
úrvali hugmynda. Þá hafa gjafa-
bréf í Winston Living notið mikilla
vinsælda, en þá getur sá sem gjöfina
þiggur valið sér eigulega hluti að
eigin vali.“
Winston Living er á Hverfisgötu 32
og Hljómalindarreit. Vefverslun er á
winstonliving.is og hægt að fylgjast
með á Facebook og Instagram undir
Winston Living.
Töskur úr leðri og striga
Wae Blanket ábreiða og sængurföt úr steinþvegnu líni frá
Tell Me More og handgerð púðaver frá Chhatwal & Jonsson
Gloria kertastjakar
Skultuna ermahnappar
og dömu- og herraúr
frá Knut Gadd
Messing hitaplattar
frá Skultuna
Tímalaus hönnun | Lífsstílsvörur | winstonliving.is | Hljómalindarreit | Hverfisgata 32 | 101 Reykjavík
Winston Living býður upp á glæsilegt úrval gjafavara og faglega þjónustu.
Við hjálpum þér að velja réttu gjafirnar fyrir þitt fyrirtæki en einnig hafa gjafabréfin
okkar notið mikilla vinsælda. Endilega hafið samband í s. 859 7040
eða sendið tölvupóst á winston@winstonliving.com.
Glæsilegar fyrirtækjagjafir
Handgerðir Kimono sloppar úr
100% lífrænni bómull og lífrænar
snyrtivörur frá Björk & Berries
Ýmsir litir af Kin
kertastjökum frá
Skultuna, 3 saman
í fallegri gjafaöskju
6 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U RFYRIRTÆKJAGJAFIR
3
0
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
0
F
B
1
3
6
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
1
-C
2
6
8
1
D
E
1
-C
1
2
C
1
D
E
1
-B
F
F
0
1
D
E
1
-B
E
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
3
6
s
_
2
9
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K