Fréttablaðið - 30.09.2017, Side 50
Ég hef alltaf málað
með, skissað og
teiknað og fengið útrás
fyrir öðruvísi sköpunar-
þörf.
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@365.is
Þetta er sjöunda einkasýning Aðalbjargar sem er sennilega þekktust fyrir svanamyndir
sínar en á þessari sýningu leggur
hún meiri áherslu á skuggann sem
er stundum talað um sem hindrun
en getur líka búið yfir okkar
leyndustu þrám.
Aðalbjörg hefur verið grafískur
hönnuður meirihluta starfsævi
sinnar. „Ég ætlaði upphaflega að
verða listmálari en fann tiltölu-
lega snemma að það sem fylgdi
því, eins og að koma sér á framfæri
og óöryggi í afkomu, átti ekki við
mig. En mér finnst mjög gaman að
vera grafískur hönnuður svo það
var ekki nein fórn þannig séð að
færa sig þar yfir. Allt snýst þetta að
lokum um samspil lita og forma
og sköpunar,“ segir Aðalbjörg
sem átti samt erfitt með að sleppa
penslunum. „Ég hef alltaf málað
með, skissað og teiknað og fengið
útrás fyrir öðruvísi sköpunarþörf.
Svo var það kringum 2000 að ég
fór að mála svani. Þetta eru svanir
sem eru í raun ekki til heldur það
sem svanir standa fyrir. Það eru
til goðsagnir um svani hjá öllum
þjóðum, þeir eru svo tignarlegir
og í einhverjum texta sagði að þeir
væru eins konar hlekkur eða brú
milli himins og jarðar, eitthvað
andlegt og upphafið. Ég held að ég
sé alltaf að leita að einhverju stóru,
einhverju yfirskilvitlegu og yfir-
náttúrulegu án þess að vita hvað
það er. Og svo fegurðinni. Það er
svo mikil fegurð í svönunum og ég
dregst að því sem er fallegt, finnst
gott að geta losað mig við alls
konar leiðindatilfinningar inni í
svona fallegum heimi. Kannski er
þetta flótti líka. En þurfa ekki allir
flóttaleið öðru hvoru?“
Aðalbjörg, eða Abba, málaði
síðustu svanamyndina árið 2014.
„Ég fann að ég var búin með þetta
tímabil og þyrfti að fara að finna
mér eitthvað annað. Og það
gekk brösuglega. En svo fór ég
að velta fyrir mér og skoða hvað
gerist þegar sól eða birta fellur á
form. Því öll form hafa skugga og
skugginn dýpkar formin og breytir
þeim. Ég byrjaði, sjálfri mér trú,
að mála blóm því þau eru falleg
og heillandi hvernig skuggum þau
varpa. Og svo fór ég að hugsa um
að það er líka til óeiginleg merking
í skugganum, það er talað um að
eitthvað sé skuggsælt en svo er líka
talað um að standa í skugganum
af einhverjum eða að eitthvað sé
skuggalegt. Ég fór að velta skuggum
fyrir mér og nota minn eigin
skugga. Ég tók utan um hann og
málaði það sem mig langaði að
setja inn í hann. Það gátu verið
mínar eigin hugsanir eða langanir
eða eitthvað sem ég vildi koma á
framfæri. Ég endaði vinnuna þar
sem ég var farin að nota skuggann
til að segja eitthvað. Og ég kalla
sýninguna Skuggsjá konu.“
Sýningin verður opnuð í Galleríi
Fold á Rauðarárstíg í dag, laugardag,
kl. 14 og eru allir velkomnir. Sýn-
ingin stendur fram til 14. október.
Alltaf að leita að fegurðinni
Aðalbjörg Þórðardóttir myndlistarkona opnar í dag myndlistarsýninguna Skuggsjá konu í Galleríi
Fold. Hún málar skemmtilega skugga en er líklega þekktust fyrir svanamyndirnar sínar.
Aðalbjörg
Þórðardóttir,
eða Abba, við
nokkur
verkanna á
sýningunni sem
verður opnuð í
dag, laugardag,
í Galleríi Fold
þar sem hún
fjallar meðal
annars um sam-
band konu og
skugga. Græna
myndin heitir
Af jörðu og sú
bláa Hugarflug.
MYND/VILHELM
„Það eru til goðsagnir um svani hjá öllum þjóðum, þeir eru svo tignarlegir.“
„Ég tók utan um skuggann og málaði það sem mig langaði að setja inn í hann.“
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
3
0
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
0
F
B
1
3
6
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
1
-F
8
B
8
1
D
E
1
-F
7
7
C
1
D
E
1
-F
6
4
0
1
D
E
1
-F
5
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
3
6
s
_
2
9
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K